Kortatímabil fyrirtækjakorta

Fyrirtækja kreditkort geta valið um fimm kortatímabil:


Nema um annað sé sérstaklega samið er tímabilið 27.-26. sjálfvalið á öll kort nema Innkaupakort. Til þess að breyta kortatímabili skal senda tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@islandsbanki.is

Fyrsta kortatímabilið er frá 27. hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Viðskiptakort Platinum
 • Viðskiptakort Gull
 • Viðskiptakort Silfur

Annað kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. næsta mánaðar nema ef sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir. Sé þetta kortatímabil valið er eingöngu í boði að vera í pappírslausum viðskiptum.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Viðskiptakort Platinum
 • Viðskiptakort Gull
 • Viðskiptakort Silfur
 • Innkaupakorti Ríkisins

Þriðja kortatímabilið er frá 1. hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er þá 17. næsta mánaðar á eftir nema ef sá dagur ber upp á helgidegi, þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 • Viðskiptakort Platinum
 • Viðskiptakort Gull
 • Viðskiptakort Silfur

Fjórða kortatímabilið er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Business Mastercard
 •  Viðskiptakort Platinum
 • Viðskiptakort Gull
 • Viðskiptakort Silfur
 • Innkaupakorti Ríkisins

Fimmta kortatímabilið er frá 1.hvers mánaðar til og með 31. sama mánaðar. Gjalddagi er 25. næsta mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag, þá er gjalddagi næsta virka dag á eftir.

Þetta kortatímabil er í boði á:

 • Innkaupakorti
 • Innkaupakorti Ríkisins