Endurkröfur
Ef þú ert með kort frá Íslandsbanka gætir þú átt rétt á endurkröfu á færslu
Það gæti verið færsla á kortinu þínu sem þú kannast ekki við eða vara sem þú ert búinn að kaupa en hefur ekki skilað sér. Kortaviðskipti er örugg leið til viðskipta en einstaka sinnum getur eitthvað komið upp á og erum við þá þér innan handar. Við bendum þér á að byrja á því að reyna að leysa málið með seljanda/þjónustuaðila og ef það gengur ekki aðstoðum við þig með endurkröfuferlið.
Við mælum eindregið með því að þú kynnir þér örugg greiðslukortaviðskipti.
Athugið að endurkröfuferlið getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði og berst leiðrétting á því gengi sem var í gildi þegar færslan var framkvæmd.
Sækja um endurkröfu
Tekið er á móti beiðnum vegna endurkrafna á greiðslukortum í gegnum þetta form. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og fyllir út formið. ATH ef þú ert með fyrirtækjakort skráir þú þig inn sem korthafi.