Örugg greiðslukortaviðskipti

Hvort sem viðskipti eru í verslun eða á netinu þarf alltaf að huga að öruggum viðskiptum með greiðslukortum. Tilraunum til fjársvika hefur fjölgað talsvert að undanförnu og beinast þær bæði að einstaklingum og fyrirtækjum.


Netviðskipti

 • Lestu skilaboðin vel
  Í fyrstu geta mörg SMS skilaboð eða tölvupóstar hljómað trúverðuglega. Hafðu samband við seljandann til þess að kanna hvort þetta séu skilaboð frá honum.
 • Leitaðu að umsögnum á netinu
  Áður en keypt er á netinu er oft gott að leita eftir viðbrögðum annarra við vefsíðunni en oft má finna umsagnir á netinu.
 • Öruggt vefsvæði
  Ekki gefa upp kortaupplýsingar þínar nema að vera á öruggu vefsvæði. Hægt er að sjá á slóð vefsíðunnar hvort hún verji betur gagnaupplýsingar en þá er „https“ í byrjun slóðarinnar.
 • Lestu skilmála vel
  Í mörgum tilvikum er þar skuldbinding um frekari viðskipti við seljanda. Þetta á oft við í tilvikum þar sem boðið er upp á fría prufuáskrift.
 • Of gott til að vera satt?
  Gættu þín á loforðum en oft ef þau hljóma of góð til að vera sönn er það líklega raunin.
 • Sannreyndu tölvupósta
  Sannreyndu tölvupósta þar sem óskað er eftir þínum persónulegu upplýsingum eða kortaupplýsingum með því að hringja í viðkomandi sendanda. Boð um endurgreiðslu, arf eða tilboð þar sem farið er fram á upplýsingar um greiðslukort eru í mörgum tilfellum netsvikapóstar.

Viðskipti

Farðu varlega með PIN númerið

 • Hægt er að nálgast PIN númer greiðslukortsins í netbanka Íslandsbanka og Íslandsbankaappi.
 • PIN númerið má aldrei gefa upp til þriðja aðila né geyma með kortinu. Leggðu það á minnið.
 • Ekki gefa upp PIN númer í síma, tölvupósti né á vefsíðu.
 • Vertu varkár þegar PIN númerið er slegið inn og passaðu að enginn líti yfir öxlina á þér en gott er að venja sig á að skýla takkaborðinu þegar PIN númerið er slegið inn.
 • Aldrei leyfa söluaðila að taka kortið úr þinni augnsýn.
 • Áður en þú slærð inn PIN númerið athugaðu þá vel hvort upphæðin sem þú ert að samþykkja sé rétt.

Kynntu þér málið

 • Ef greitt er erlendis þá þarf að hafa í huga að ef valið er að greiða í íslenskum krónum hvort sem er í posa eða hraðbanka þá getur viðmiðunar gengi söluaðilans verið hærra en almennt gengi.
 • Þegar notast er við hraðbanka þá er betra að nota þá sem eru frá viðurkenndum banka eða þjónustuaðila. Gott er að skoða vel hraðbankann og ef þú tekur eftir einhverju grunsamlegu veldu þá annan hraðbanka.

Láttu ekki trufla þig

 • Ekki láta trufla þig við viðskiptin og ekki treysta ókunnugum til að hjálpa þér við viðskiptin.

Lestu vel yfir allt

 • Ef þú ert beðinn um að undirrita skilmála eða sambærilegt lestu það þá vel yfir og vertu viss um að vera ekki að samþykkja eitthvað sem gæti komið í bakið á þér seinna meir.

Fylgstu með í appinu

 • Þú getur fylgst með öllum færslum sem berast inn á kortið þitt í rauntíma í Íslandsbankaappinu. Gott er að fylgjast með þar reglulega, ekki síst á ferðum erlendis.

Viltu vita meira?

Lesa meira um Neyðarþjónustu

Nánari upplýsingar um netöryggi


Netöryggi á vef Íslandsbanka

Upplýsingavefur Íslandsbanka

  Netöryggi