Ég kannast ekki við færslu á kortinu mínu


Ef þú verður fyrir því að fá færslu á debet- eða kreditkortið þitt sem þú kannast ekki við eða þú telur jafnvel að færsla á kortinu sé ólögmæt aðstoðum við þig við að gera fyrirspurn á þá færslu. Kortaviðskipti er örugg leið til viðskipta en einstaka sinnum getur eitthvað komið upp á og erum við þá þér innan handar. Við mælum með því að þú kynnir þér örugg greiðslukortaviðskipti.

  • Þegar þú verður vör/var við færslu sem þú kannast ekki við skalt þú loka kortinu þínu eða frysta það í appinu til að forðast frekari misnotkun á kortinu.
  • Í framhaldi er hægt að gera fyrirspurn á færsluna með því að fylla út og undirrita eyðublað og senda okkur í gegnum þetta form, með kort valið sem ástæðu. Sért þú með rafræn skilríki þarft þú ekki að senda eyðublaðið undirritað en þá sendum við þér eyðublaðið í rafræna undirritun í staðinn. Einnig er hægt að fara í næsta útibú Íslandsbanka og fylla út eyðublað hjá þjónusturáðgjafa.
  • Mjög mikilvægt er að senda öll gögn sem tengjast málinu í tölvupósti til endurkröfudeildar. Það hjálpar okkur mikið við vinnslu málsins og er líklegast til árangurs.

Ef í ljós kemur að færslan er ekki réttmæt þá er næsta skref að gera endurkröfu á færsluna en það er gert í framhaldi af fyrirspurn á færslu. Við aðstoðum þig eftir fremsta megni við að fá færslu þína endurgreidda en við njótum liðsinnis Mastercard International við endurkröfuferlið. Þetta er gert í þeim tilfellum þar sem misnotkun verður á korti, vara eða þjónusta er ekki afhent, röng vara móttekin svo dæmi séu nefnd.

Neyðarþjónusta

Fyrir korthafa allan sólarhringinn, jafnt innanlands sem erlendis.


Ég týndi kortinu mínu

Ef þú glatar kortinu þínu er einfaldast að fara í appið og frysta kortið (á einungis við um kreditkort). Þá getur þú opnað fyrir kortið ef það finnst aftur.

Hér eru aðrar leiðir til að tilkynna glatað kort. Þú getur pantað nýtt kort í leiðinni:

Ef ég slasast erlendis

VÍS tryggir ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum en hægt er að lesa sér til um rétt viðbrögð við ferðatjóni á síðu VÍS.

Korthafar með kreditkort með ferðatryggingu hafa aðgang að þjónustu SOS International sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðaraðstoð við ferðamenn og hefur á að skipa þrautþjálfuðu starfsliði sem veitir markvissa aðstoð í alvarlegum veikinda- og slysatilfellum. Fyrirtækið veitir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þjónustan er sótt í gegnum Danmörku og þjónustufulltrúar tala fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku. SOS staðfestir við sjúkrastofnun að trygging sé í gildi fyrir korthafa og þá sem falla undir tryggingu kortsins hverju sinni. Eining veita þeir upplýsingar um gildissvið tryggingar og tryggingaupphæðir.

Neyðarþjónustan aðstoðar korthafa án aukakostnaðar

  • Gefur góð ráð símleiðis eða í gegnum tölvupóst í veikinda- og slysatilfellum.
  • Hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • Aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • Veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.

Íslandsbanki

(+354) 440 4000

Neyðarþjónusta Borgunar

(+354) 533 1400

Neyðarþjónusta Valitors

(+354) 525 2000

SOS International, Kaupmannahöfn

(+45) 7010 5050 Netfang: sos@sos.dk

Strategic Insurance Service Ltd.

(+44) (0)20 3551 6633 Netfang: info@strategicins.co.uk  Vefsíða: www.strategicins.co.uk