SOS slysa- og veikindaþjónusta

Þjónusta opin allan sólarhringinn fyrir kreditkorthafa sem eru staddir erlendis


SOS International, Kaupmannahöfn

+45 3848 8080
Netfang: sos@sos.eu

SOS International

Korthafar með kreditkort með ferðatryggingu hafa aðgang að þjónustu SOS International sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðaraðstoð við ferðamenn og hefur á að skipa þrautþjálfuðu starfsliði sem veitir markvissa aðstoð í alvarlegum veikinda- og slysatilfellum. Fyrirtækið veitir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þjónustan er sótt í gegnum Danmörku og þjónustufulltrúar tala fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku. SOS staðfestir við sjúkrastofnun að trygging sé í gildi fyrir korthafa og þá sem falla undir tryggingu kortsins hverju sinni. Einnig veita þeir upplýsingar um gildissvið tryggingar og tryggingaupphæðir.

VÍS tryggir ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum en hægt er að lesa sér til um rétt viðbrögð við ferðatjóni á síðu VÍS.
Hægt er að tilkynna rafrænt á síðu SOS

Þjónusta til korthafa án aukakostnaðar

  • Ef slysa- eða veikindaaðstoð vantar skal sem allra fyrst hafa samband við SOS 
  • Gefur góð ráð símleiðis eða í gegnum tölvupóst í veikinda- og slysatilfellum.
  • Hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • Aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • Veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.