Neyðarþjónusta

Fyrir korthafa allan sólarhringinn, jafnt innanlands sem erlendis.


Ég týndi kortinu mínu

Ef þú glatar kortinu þínu er einfaldast að fara í appið og frysta kortið. Þá getur þú opnað fyrir kortið ef það finnst aftur.

Hér eru aðrar leiðir til að tilkynna glatað kort. Þú getur pantað nýtt kort í leiðinni:

  • Hringja í ráðgjafaver í síma 440 4000
  • Sendu okkur skilaboð. Veldu "kort" sem ástæðu.
  • Ræða við ráðgjafa á netspjalli
  • Koma við í næsta útibúi
  • Hringja í neyðarnúmer SaltPay í síma 560 1600 (opið allan sólarhringinn)

Ef ég slasast erlendis

VÍS tryggir ferðatryggingar sem fylgja kreditkortum en hægt er að lesa sér til um rétt viðbrögð við ferðatjóni á síðu VÍS.

Korthafar með kreditkort með ferðatryggingu hafa aðgang að þjónustu SOS International sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðaraðstoð við ferðamenn og hefur á að skipa þrautþjálfuðu starfsliði sem veitir markvissa aðstoð í alvarlegum veikinda- og slysatilfellum. Fyrirtækið veitir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þjónustan er sótt í gegnum Danmörku og þjónustufulltrúar tala fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku. SOS staðfestir við sjúkrastofnun að trygging sé í gildi fyrir korthafa og þá sem falla undir tryggingu kortsins hverju sinni. Eining veita þeir upplýsingar um gildissvið tryggingar og tryggingaupphæðir.

Neyðarþjónustan aðstoðar korthafa án aukakostnaðar

  • Gefur góð ráð símleiðis eða í gegnum tölvupóst í veikinda- og slysatilfellum.
  • Hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • Aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • Veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.

Íslandsbanki

(+354) 440 4000

Neyðarþjónusta SaltPay

(+354) 560 1600

Neyðarþjónusta Valitors

(+354) 525 2000

SOS International, Kaupmannahöfn

(+45) 7010 5050
Netfang: sos@sos.dk

Strategic Insurance Service Ltd.

(+44) (0)20 3551 6633
Netfang: info@strategicins.co.uk 
Vefsíða: www.strategicins.co.uk

Hafa samband


Þú getur alltaf sent okkur skilaboð hér ef það þarf að loka korti eða ef þú er með spurningar. Veldu kort sem ástæðu í forminu hér fyrir neðan.

Ferðatryggingar


Trygg­ing­ar kred­it­korta eru mis­mun­andi eft­ir teg­und­um og því mik­il­vægt að kanna hvernig ferðatryggingar fylgja þínu korti.