Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta utan almenns opnunartíma bankans til viðskiptavina Íslandsbanka með kredit- og/eða debetkort. Ef kemur til slyss eða veikinda á ferðalögum erlendis skal handhafi kreditkorts hafa beint samband við SOS International.

Neyðarþjónusta


Neyðarþjónusta Íslandsbanka veitir aðstoð er varðar neyðarmál tengd debet- og kreditkortum utan opnunartíma bankans. Símanúmer neyðarþjónustu er 440-4000.

SOS slysa- og veikindaaðstoð


Slysa- og veikindaþjónusta opin allan sólarhringinn fyrir kreditkorthafa sem eru staddir erlendis. SOS International staðfestir við sjúkrastofnun að trygging sé í gildi fyrir korthafa og þá sem falla undir tryggingu kortsins hverju sinni.

Hvað get ég gert?


Þú getur gert ýmist í appinu til þess að bregðast sem fyrst við neyð þinni. Sem dæmi er hægt að frysta kort sem er týnt, breyta heimild kreditkorts og bankareikning, fá PIN númer korta og margt fleira.

Gera athugasemd á færslu


Það gæti verið færsla á kortinu þínu sem þú kannast ekki við eða vara sem þú ert búinn að kaupa sem hefur ekki skilað sér. Við bendum þér á að byrja á því að reyna að leysa málið með seljanda/þjónustuaðila og ef það gengur ekki getur þú fyllt út endurkröfuform með rafrænum skilríkjum.

Spurt og svarað