Innborgun á kreditkort
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um innborgun á kreditkort í netbanka og appi.
Greiða inná kort í appi
Hægt er að greiða inná kort á tvenna vegu í appi
A)
- Veldu kortið sem þú vilt greiða inná
- Smelltu á "Inn á kort"
- Veldu upphæðina sem þú vilt leggja inná kortið
- Smelltu á "áfram"
- Smelltu á "Millifæra"
- Stimplaðu inn öryggisnúmerið þitt til þess að ljúka millifærslunni
- Þú getur valið símanúmer eða email sem fær tilkynningu um millifærsluna en það er ekki nauðsynlegt.
Veldu "Loka" til þess að ljúka ferlinu
B)
- Veldu "Millifæra"
- Smelltu á "Inn á kort"
- Veldu inná hvaða kort þú vill millifæra
- Veldu upphæð og úttektarreikning
- Veldu áfram
- Smelltu á "Millifæra"
- Stimplaðu inn öryggisnúmerið þitt til þess að ljúka millifærslunni
- Þú getur valið símanúmer eða email sem fær tilkynningu um millifærsluna en það er ekki nauðsynlegt.
Veldu "Loka" til þess að ljúka ferlinu
Greiða inná kort í netbanka
- Veldu „Greiðslur"
- Veldu „Innborgun á kreditkort"
- Úttektareikningur: veldu þann reikning sem taka á út af
- Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið
- Kreditkort: veldu kreditkortanúmer úr fellilista eða sláðu inn kortanúmer í tilgreindan kortanúmersreit, ásamt kennitölu kortaeiganda í tilgreindan kennitölureit
- Innborgun er staðfest með því að slá inn leyninúmer þess reiknings sem tekið er út af
Aðrar leiðbeiningar tengt greiðslum
Með appinu og netbanka sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað á einfaldan og öruggan hátt.