Inn­borgun á kredit­kort

Hægt er að millifæra á kreditkort í Íslandsbankaappinu en hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um innborgun á kreditkort í netbanka og appi.


Íslandsbankaappið

 • Veldu kortið sem þú vilt greiða inná
 • Smelltu á "Inn á kort"
 • Veldu upphæðina sem þú vilt leggja inná kortið
 • Smelltu á "áfram"

Íslandsbanki

 • Veldu „Greiðslur"
 • Veldu „Innborgun á kreditkort"
 • Úttektareikningur: veldu þann reikning sem taka á út af
 • Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið
 • Kreditkort: veldu kreditkortanúmer úr fellilista eða sláðu inn kortanúmer í tilgreindan kortanúmersreit, ásamt kennitölu kortaeiganda í tilgreindan kennitölureit
 • Innborgun er staðfest með því að slá inn leyninúmer þess reiknings sem tekið er út af

Landsbankinn

 • Veldu „Kreditkort"
 • Veldu „Aðgerðir" undir flipanum „Kreditkortayfirlit"
 • Veldu „Innborgun", þar sem þú velur að „Slá inn kreditkortaupplýsingar"
 • Kortanúmer er slegið inn í tilgreindan reit
 • Kennitala eiganda: fylltu út kennitölu korthafa
 • Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið
 • Innborgun er staðfest með því að slá inn leyninúmer þess reiknings sem tekið er út af

Arion banki

 • Veldu „Greiðslur"
 • Veldu „Innborgun kreditkorta"
 • Kortanúmer: fylltu út það kortanúmer sem leggja á inn á
 • Kennitala: fylltu út kennitölu korthafa
 • Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið
 • Innborgun er staðfest með því að slá inn leyninúmer þess reiknings sem tekið er út af

Kvika

Ef greiða á inn á Mastercard kort skal innborgun framkvæmd svona:

 • Veldu „Greiðslur"
 • Veldu „Greiða inn á kreditkort"
 • Taka út af reikningi: valinn er sá reikningur sem taka á út af
 • Banki: á að vera 1520
 • Kortanúmer: slegið inn í tilgreinda reiti, fjórir tölustafir í einu
 • Kennitala: fylltu út kennitölu korthafa
 • Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið

Sparisjóðir

Ef greiða á inn á Mastercard kort skal innborgun framkvæmd svona:

 • Veldu „Greiðslur"
 • Veldu „Greiða inn á kreditkort"
 • Taka út af reikningi: valinn er sá reikningur sem taka á út af
 • Banki: á að vera 1520
 • Kortanúmer: slegið inn í tilgreinda reiti, fjórir tölustafir í einu
 • Kennitala: fylltu út kennitölu korthafa
 • Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið