Inn­borgun á kredit­kort

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um innborgun á kreditkort í netbanka og appi.


Greiða inná kort í appi

Hægt er að greiða inná kort á tvenna vegu í appi

A)

  1. Veldu kortið sem þú vilt greiða inná
  2. Smelltu á "Inn á kort"
  3. Veldu upphæðina sem þú vilt leggja inná kortið
  4. Smelltu á "áfram"
  5. Smelltu á "Millifæra"
  6. Stimplaðu inn öryggisnúmerið þitt til þess að ljúka millifærslunni
  7. Þú getur valið símanúmer eða email sem fær tilkynningu um millifærsluna en það er ekki nauðsynlegt.
    Veldu "Loka" til þess að ljúka ferlinu

B)

  1. Veldu "Millifæra"
  2. Smelltu á "Inn á kort"
  3. Veldu inná hvaða kort þú vill millifæra
  4. Veldu upphæð og úttektarreikning
  5. Veldu áfram
  6. Smelltu á "Millifæra"
  7. Stimplaðu inn öryggisnúmerið þitt til þess að ljúka millifærslunni
  8. Þú getur valið símanúmer eða email sem fær tilkynningu um millifærsluna en það er ekki nauðsynlegt.
    Veldu "Loka" til þess að ljúka ferlinu

Greiða inná kort í netbanka

  1. Veldu „Greiðslur"
  2. Veldu „Innborgun á kreditkort"
  3. Úttektareikningur: veldu þann reikning sem taka á út af
  4. Upphæð: fylltu út þá upphæð sem á að leggja inn á kortið
  5. Kreditkort: veldu kreditkortanúmer úr fellilista eða sláðu inn kortanúmer í tilgreindan kortanúmersreit, ásamt kennitölu kortaeiganda í tilgreindan kennitölureit
  6. Innborgun er staðfest með því að slá inn leyninúmer þess reiknings sem tekið er út af