Fríðindi og tryggingar

Ertu í ferðahug? Vantar þig upplýsingar um kortatryggingar? Viltu hafa það notalegt og dekra við þig á flugvöllum? Hér getur þú kynnt þér þau fríðindi sem best henta þér.

Hvaða fríðindi henta þér?


Kortunum okkar fylgja mismunandi fríðindi. Hér getur þú skoðað helstu fríðindi sem bjóðast korthöfum.

Fríðindi


Korthafar njóta ýmissa fríðinda bæði hér á landi og á ferðalögum erlendis.

Fríða

Fríða er fríðindakerfi Íslandsbanka, sem gengur út á sérsniðin endurgreiðslutilboð. Þú notar appið til að skoða og virkja tilboðin frá Fríðu, borgar með korti frá Íslandsbanka og færð endurgreitt í samræmi við umræddan afslátt 18. hvers mánaðar.

Nánar um Fríðu

Fríðindi tengd Iceland­air

Ýmis kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair. Þér standa ýmsar leiðir til boða hvað varðar nýtingu Vildarpunkta . Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu, bílaleigubíl eða á vefsíðunni points.com.

Lesa meira um Icelandair fríðindi

Saga Lounge Icelandair

Saga Lounge Icelandair betri stofa í Leifsstöð er hin glæsilegasta og þar geta Platinum Icelandair, Premium og Business korthafar verið í ró og næði og undirbúið sig fyrir flugið. Netsamband, tímarit, veitingar og hvíldaraðstaða er á meðal þess sem þér býðst í betri stofunni í Leifsstöð.

Lesa meira um Icelandair fríðindi

Priority Pass

Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.200 betri stofum í yfir 500 borgum gegn 32 USD gjaldi fyrir hvern gest. Því ætti ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum erlendis.

Sækja um Priority Pass

Veltutenging árgjalds


Afsláttarkjör miðast við veltu á korti síðustu 12 mánuði fyrir greiðslu árgjalds.

Kreditkort

25% afsláttur*

50% afsláttur*

100% afsláttur*

Almennt kort

500.000

1.000.000

1.500.000

Gullkort

500.000

1.500.000

Platinum kort

1.000.000

3.000.000

Viðskiptakort Silfur

500.000

1.000.000

1.500.000

Viðskiptakort Gull

500.000

1.500.000

Viðskiptakort Platinum

1.000.000

3.000.000

Business Icelandair

10.000.000

20.000.000

Athugið að ekki er veittur veltutengdur afsláttur á árgjöldum eftirfarandi kortategunda: Classic Icelandair, Platinum Icelandair og Premium Icelandair.

Ef óskað er eftir að fá nánari upplýsingar bendum við þér á að hafa samband við okkur hér eða í síma 440-4000.

*Afslátt­ar­kjör einstaklingskorta miðast við sameig­in­lega veltu aðal- og auka­korts á 12 mánaða tíma­bili en fyrir hvert einstakt fyrirtækjakort.

Tryggingar


Vátryggingafélag Íslands hf. er tryggingafélag kreditkorta Íslandsbanka. Starfsfólk VÍS sér um að meta tjón korthafa og greiða út bætur samkvæmt kortaskilmálum.

Ferðatryggingar

Trygg­ing­ar kred­it­korta eru mis­mun­andi eft­ir teg­und­um og því mik­il­vægt að skoða yf­ir­litstöflu á vef VÍS en þar má sjá upp­lýs­ing­ar um vá­trygg­ing­ar­fjár­hæðir, vernd og gild­is­tíma trygg­ing­ar. Kortahafa skulu leita beint til VÍS til að tilkynna tjón.

Sjá skilmála á vef Vís

Staðfesting ferðatryggingar

Hægt er að fá tryggingu staðfesta hvort sem þú ert á leiðinni í ferðlag eða komin af stað í ferðalagið.

Staðfesting ferðatryggingar á vef VÍS

Bílaleigutrygging

Ákveðnum kred­it­kort­um fylg­ir bíla­leigu­trygg­ing er­lend­is, á vef VÍS má sjá hvaða kort­um fylg­ir bíla­leigu­trygg­ing.

Nauðsynlegt er fyrir korthafa að kynna sér vel gildissvið tryggingarinnar, hvaða forsendur þurfa að vera til staðar svo trygging gildi og hvernig bregðast á við ef kemur til tjóns

Sjá nánar um bílatryggingar á vef VÍS

Neyðarþjón­usta um heim all­an

Ef al­var­legt slys eða veik­indi verða er­lend­is skal hafa sam­band við SOS In­ternati­onal neyðarþjón­ust­una í síma +(45) 70 10 5050. Þar er vakt all­an sól­ar­hring­inn og get­ur sérþjálfað starfs­fólk veitt aðstoð og þjón­ustu við að út­vega lækni, sjúkra­húsa­vist, heim­flutn­ing og annað ef slys eða veik­indi ber að hönd­um á ferðalagi.

Nánar um neyðarþjónustu korthafa