Fríð­indi og trygg­ingar

Ertu í ferðahug? Vantar þig upplýsingar um kortatryggingar? Viltu hafa það notalegt og dekra við þig á flugvöllum? Hér getur þú kynnt þér þau fríðindi sem best henta þér.

Hvaða fríð­indi henta þér?


Kortunum okkar fylgja mismunandi fríðindi. Hér getur þú skoðað helstu fríðindi sem bjóðast korthöfum.

Fríða


Fríða er fríðindakerfi Íslandsbanka, sem gengur út á sérsniðin endurgreiðslutilboð. Þú notar appið til að skoða og virkja tilboðin frá Fríðu, borgar með korti frá Íslandsbanka og færð endurgreitt í samræmi við umræddan afslátt 18. hvers mánaðar.

Fríð­indi tengd Icelandair


Ýmis kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair. Þér standa ýmsar leiðir til boða hvað varðar nýtingu Vildarpunkta . Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu, bílaleigubíl eða á vefsíðunni points.com.

Bíla­leigu­trygg­ingar


Ákveðnum kortum fylgir trygging vegna leigu á bílum í útlöndum. Tryggingin veitir korthöfum sérstaka viðbótarábyrgðartryggingu.

Sixt kortafríð­indi


Classic, Platinum, Premium og Business kortum sem tengd eru Icelandair býðst að sækja um fríðindakort Sixt sér að kostnaðarlausu. Með Sixt fríðindakortunum njóta korthafar sérkjara hjá Sixt út um allan heim.

Sixt kortafríðindi

Betri stofur erlendis


Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.200 betri stofum í yfir 500 borgum. Því ætti ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum.

Framvísa þarf Priority Pass kortinu við inngöngu í betri stofur Priority Pass. Við bendum viðskiptavinum okkar á að athuga alltaf áður en lagt er af stað hvort að Priority Pass kortið sé í gildi en sé það útrunnið er velkomið að óska eftir nýju hér að neðan.

Heimsóknargjald að upphæð 30 USD eru skuldfærðar á kort handhafa í kjölfar hverrar heimsóknar í Priority Pass betri stofur.

Ef korthafi óskar eftir að bjóða gesti með sér í betri stofu þá greiðast einnig 30 USD fyrir hans heimsókn.