Fríðindi

Ertu í ferðahug? Viltu hafa það notalegt og dekra við þig á flugvöllum? Hér getur þú kynnt þér þau fríðindi sem best henta þér.

Fríða


Fríða er fríðindakerfi Íslandsbanka, sem gengur út á sérsniðin endurgreiðslutilboð. Þú notar appið til að skoða og virkja tilboðin frá Fríðu, borgar með korti frá Íslandsbanka og færð endurgreitt í samræmi við umræddan afslátt 18. hvers mánaðar.

Icelandair tengd fríðindi


Korthafar njóta ýmissa fríðinda bæði hér á landi og á ferðalögum erlendis.

Fríðindi tengd Iceland­air

Ýmis kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair. Þér standa ýmsar leiðir til boða hvað varðar nýtingu Vildarpunkta . Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu eða bílaleigubíl.

    Lesa meira um Icelandair fríðindi

    Saga Lounge Icelandair

    Saga Lounge Icelandair betri stofa í Leifsstöð er hin glæsilegasta og þar geta Platinum Icelandair, Premium og Business korthafar verið í ró og næði og undirbúið sig fyrir flugið. Netsamband, tímarit, veitingar og hvíldaraðstaða er á meðal þess sem þér býðst í betri stofunni í Leifsstöð.

      Lesa meira um Icelandair fríðindi

      30 þús viðbótarpunktar

      Óháð punktasöfnun eiga Premium korthafar möguleika á 30.000 Vildarpunktum einu sinni á ári ef veltan á kortinu nær veltuviðmiðum.

        Skoða Premium kort

        Priority Pass


        Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum í yfir 600 borgum gegn 35 USD gjaldi fyrir hvern gest. Því ætti ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum erlendis.

        Mastercard® Travel & Life­style Services


        MTLS er þjónusta sem Premium og Business Icelandair korthöfum stendur til boða, þeim að kostnaðarlausu. 

        Með þjónustunni er boðið upp á að hafa samband við ráðgjafa og fá aðstoð við að bóka gistingu, borð á veitingastað eða hreinlega fá tillögu að einstakri upplifun á áfangastað.

        Veltutenging árgjalds


        Afsláttarkjör miðast við veltu á korti síðustu 12 mánuði fyrir greiðslu árgjalds.

        Kreditkort

        25% afsláttur*

        50% afsláttur*

        100% afsláttur*

        Almennt kort

        550.000 kr.

        1.100.000 kr.

        1.700.000 kr.

        Gullkort

        1.200.000 kr.

        2.800.000 kr.

        Platinum kort

        2.800.000 kr.

        4.500.000 kr.

        Athugið að ekki er veittur veltutengdur afsláttur á árgjöldum eftirfarandi kortategunda: Classic Icelandair, Platinum Icelandair og Premium Icelandair.

        Ef óskað er eftir að fá nánari upplýsingar bendum við þér á að hafa samband við okkur hér eða í síma 440-4000.
        *Afslátt­ar­kjör einstaklingskorta miðast við sameig­in­lega veltu aðal- og auka­korts á 12 mánaða tíma­bili en fyrir hvert einstakt fyrirtækjakort.