Icelandair tengd fríðindi
Korthafar okkar njóta ýmissa fríðinda bæði hér á landi og erlendis. Hér geturðu kynnt þér þau fríðindi sem tengjast Icelandair, t.d. aðgang að Saga Lounge, flýtiinnritun og önnur sértilboð.
Korthafar okkar njóta ýmissa fríðinda bæði hér á landi og erlendis. Hér geturðu kynnt þér þau fríðindi sem tengjast Icelandair, t.d. aðgang að Saga Lounge, flýtiinnritun og önnur sértilboð.
Þú getur notað Vildarpunkta Icelandair með margvíslegum hætti. Til dæmis til að greiða fyrir flug, pakkaferðir, gistingu, bílaleigubíl og upplifanir hjá Icelandair og Expedia, en á þessum síðum eru Vildarpunktar greiðsluvalmöguleiki.
Premium og Business-korthafar geta lagt í langtímabílastæði ISAVIA og fengið allt að 3.750 kr. endurgreiðslu sé bílastæðið bókað fyrir fram á síðu ISAVIA.
Vissir þú að korthafar Platinum Icelandair, Premium og Business eiga kost á flýtiinnritun þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair? Þú mætir við forgangsborðið við innritun, framvísar kortinu og flýgur í gegn.
Ef þú ert með Platinum Icelandair, Premium eða Business kreditkort færðu ókeypis aðgang að Saga Lounge. Þar eru m.a. í boði ljúffengar veitingar, þráðlaust net og þægilegir legubekkir.
Við mælum með að greitt sé með snertilausum hætti á ferðalögum erlendis, t.d. í gegnum Apple Pay, Google Pay eða með snertilausri virkni greiðslukorta. Það er þó áfram mikilvægt að hafa kreditkortið meðferðis á ferðalögum.