Priority Passᵀᴹ

Nýttu Priority Pass aðgang þinn og gerðu gott ferðalag betra.

Þú einfaldlega stofnar aðgang gegnum vefsíðu Priority Pass og nærð í Priority Pass appið. Þá er allt klárt og þú færð aðgang að þeirri betri stofu sem hentar þér með að sýna appið.

Leiðbeiningar við nýskráningu


  1. Á vef Priority Pass byrjar þú nýskráningu með því að gefa upp 10 fyrstu stafinu í kreditkortinu þínu.
  2. Þú velur Ísland sem þitt svæði (residence).
  3. Gefur upp persónuupplýsingar eins og tölvupóst, símanúmer, kreditkortanúmer sem heimsóknargjald er rukkað á, o.sfv.
  4. Passar að muna vel notendanafnið sem þú valdir þér og lykilorðið.
  5. Ferð í snjalltækið þitt, sækir Priority Pass appið og skráir þig inn með notendanafninu og lykilorðinu sem þú varst að velja þér.

Heimsóknargjald

Heimsóknargjald er skuldfært á kort handhafa í kjölfar hverrar heimsóknar í Priority Pass betri stofu. Ef þú vilt bjóða ferðafélaga með þér greiðir þú sama gjald fyrir gestinn.

35 USD
Gjald fyrir heimsókn korthafa
35 USD
Gjald fyrir gest korthafa

Nánari upplýsingar

  • Virkar bæði fyrir aðal- og aukakorthafa

  • Aðgangur að 1300 betri stofum í yfir 600 borgum óháð flugfélgi og farrými

  • Þú getur notið veitinga, lesið blöð og fengið aðgang að þráðlausu neti

  • Aukin þægindi og þú nýtur ferðarinnar betur

Spurt og svarað