Priority Passᵀᴹ
Nýttu Priority Pass aðgang þinn og gerðu gott ferðalag betra.
Þann 1. maí 2022 var útgáfu Priority Pass korta hætt og stafræn kort í Priority Pass appi tók við.
Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum í yfir 600 borgum. Þú einfaldlega stofnar aðgang gegnum vefsíðu Priority Pass og nærð í Priority Pass appið. Þá er allt klárt og þú færð aðgang að þeirri betri stofu sem hentar þér með að sýna appið.