Viðskiptakort Gull

Viðskiptakort Gull hentar þeim sem ferðast mikið á vegum fyrirtækis vegna ferðatrygginga og ferðafríðinda sem fylgja kortinu. Kortið safnar Vildarpunktum Icelandair.

Helstu kostir

 • Fyrirtækjagull ferðatryggingar

 • Bílaleigutryggingar

 • Safnar Vildarpunktum Icelandair

 • Priority Pass, aðgangur að betri stofum erlendis

 • Aðgangur að færsluvef fyrirtækja

 • Neyðarþjónusta allan sólarhringinn

 • Úttektarheimild korts í hraðbanka er 100.000 kr á sólarhring / takmörk kortatímabils er úttektarheimild korts

 • Kortaplast getur verið allt að 15 daga að berast heim. Kortaupplýsingar eru aðgengilegar í Íslandsbankaappinu og því hægt að versla með snjalltæki á meðan beðið er eftir kortaplasti.

Vildarpunktar Icelandair*


 • 5 Vildarpunktar Icelandair á hverjar 1.000 kr. af innlendri verslun
 • Tengigjald við Saga Club er 1.500 kr. (2.500 punktar fylgja)
 • Sækja um kort tengt Vildarpunktum Icelandair

*Fjölmargir kostir til að nýta vildarpunkta, t.d. flug, hótelgisting eða bílaleigubíl. Lesa nánar á vef Icelandair.

Hraðbankaúttekt
100.000 kr.
Árgjald
17.900 kr

Færsluvefur fyrirtækja


Færsluvefur fyrirtækja veitir notanda einstaka yfirsýn yfir útgjöldin með því að færa upplýsingar um færslur frá seljanda rafrænt beint inní bókhald. Hægt er að lykla og flokka allar færslur niður á korthafa, deildir, stund og söluaðila sem sparar tíma og vinnu við að margskrá sömu upplýsingar.

Hægt að aðgangsstýra hverjum aðgangi og ýmsar skýrslur aðgengilegar fyrir stjórnendur til dæmis yfir korthafa, færslur og veltu korta.

Skoða færsluvef fyrirtækja

Priority Pass

Aðgangur að betri stofum

Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum í yfir 600 borgum erlendis. Framvísa þarf Priority pass kortinu við inngöngu og er 35 USD heimsóknargjald skuldfært á kortareikning handhafa í kjölfar hverrar heimsóknar.

Hægt er að bjóða með sér gest og er þá einnig greitt 35 USD fyrir hans heimsókn.