Fríðindi

Ertu í ferðahug? Viltu hafa það notalegt og dekra við þig á flugvöllum? Hér getur þú kynnt þér þau fríðindi sem best henta þér.

Iceland­air


Fríðindi tengd Iceland­air

Ýmis kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair. Þér standa ýmsar leiðir til boða hvað varðar nýtingu Vildarpunkta . Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu, bílaleigubíl eða á vefsíðunni points.com.

Lesa meira um Icelandair fríðindi

Saga Lounge Icelandair

Saga Lounge Icelandair betri stofa í Leifsstöð er hin glæsilegasta og þar geta Platinum Icelandair, Premium og Business korthafar verið í ró og næði og undirbúið sig fyrir flugið. Netsamband, tímarit, veitingar og hvíldaraðstaða er á meðal þess sem þér býðst í betri stofunni í Leifsstöð.

Nánar um Saga Lounge Icelandair

Priority Pass


Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum í yfir 600 borgum gegn 32 USD gjaldi fyrir hvern gest. Því ætti ekki að vera vandamál að finna betri stofu á ferðalögum þínum erlendis.

Ferða­á­vís­un


Ferðaávísun er hægt að nýta upp í greiðslu á ferðatengdum gjöldum á fyrirtækjakortinu þínu. Ferðaávísun safnast af innlendri veltu og er hægt að leysa hana út einu sinni á ári.