Börn og ungmenni

Hugsum til framtíðar og setjum markmið til lengri og skemmri tíma.

Velkomin í viðskipti


Til að stofna til viðskipta þarf rafræn skilríki eða gild skilríki. Til þeirra teljast vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini. ATH að stafræn ökuskírteini eru ekki samþykkt sem gild persónuskilríki.

Barn stofnar sjálft til viðskipta

Með rafrænum skilríkjum

Frá 12 ára aldri er hægt að stofna til viðskipta með rafrænum skilríkjum.

Aðgangur að netbanka og appi stofnast sjálfkrafa þegar vara er keypt, ef aðgangur er ekki til fyrir.

Snertilausar greiðslur eru aðgengilegar börnum 13. ára og eldri

  Velkomin í viðskipti

  Barn stofnar sjálft til viðskipta

  Án rafrænna skilríkja

  Komdu með gild skilríki í útibú og við leysum þetta saman.

  Þegar barn er orðið 12 ára þarf forráðamaður ekki að vera með í för.

  Ráðgjafar í útibúum okkar aðstoða þig við að stofna reikning.

   Bóka tíma

   Forráðamaður stofnar til viðskipta

   Forráðamaður getur stofnað til viðskipta fyrir barn í sinni forsjá með því að senda fyrirspurn, mæta í útibú, hringja í ráðgjafaver eða hafa samband í gegnum netspjall.

   Barn og forráðamaður þurfa koma með gild skilríki ef þau koma í útibú.

    Velkomin í viðskipti

    Virkja kort fyrir börn yngri en 18 ára

    Virkjun korts fyrir yngri en 18 ára (ófjárráða einstakling) getur verið gerð af forráðamanni eða barni:

    Það eru nokkrar leiðir til þess að virkja kort fyrir börn yngri en 18 ára:

    • Í gegnum síma með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
    • Í gegnum netspjall með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
    • Með því að koma í útibú með löggild skilríki.
    • Í appi og netbanka barns er hægt að virkja kort og sækja PIN.
    • Með því að senda auðkennda fyrirspurn á vefsíðu bankans. Senda fyrirspurn

    Rafræn skilríki

    Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki með samþykki forráðamanns.

    Það eru tvær leiðir fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri til að fá rafræn skilríki:

    • Annars vegar getur umsækjandi komið í útibú í fylgd forráðamanns. Koma þarf með vegabréf eða nafnskírteini.
    • Hins vegar geta forráðamenn samþykkt skilmála um rafræn skilríki fyrir einstaklinga yngri en 18 ára á vef auðkennis og þurfa þá ekki að fylgja umsækjandanum í útibúið. Barnið þarf að koma með löggild skilríki.

    Sækja um rafræn skilríki fyrir börn undir 18 ára (á vef Auðkennis)

    Tímalína

     0 ára

     Framtíðarreikningur

     • Framtíðarreikningur hentar vel sem langtímasparnaður fyrir unga fólkið. Tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.
     • Börn sem leggja inn á Framtíðarreikning eða annan reikning í næsta útibúi fá eintak af bókinni Litla fólkið og stóru draumarnir.

     Nánar um Framtíðarreikning

     Sparn­að­ur í sjóð­um

     Gott er að nýta fleiri en einn sparnaðarkost en þannig má dreifa áhættunni og auka ávöxtunarmöguleika til framtíðar. Hægt er að ganga frá málunum með einföldum og þægilegum hætti hér fyrir neðan.

     Nánar um sparnað fyrir börn

     2 ára

     Georg og félagar

     Georg er ávallt til þjónustu reiðubúinn í Georgs öppunum að kynna yngsta hópnum fyrir tölu- og bókstöfunum sem og að kenna þeim á klukku í klukkuappinu.

     Nánar um Georg og öppin

     9 ára

     Fyrsta kort

     Frá 9 ára aldri geta foreldrar og forráðamenn sótt um kort fyrir börnin sín. Ekkert árgjald og engin færslugjöld eru á debetkortum fyrir 9-18 ára.

     Rafræn skilríki

     Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki með samþykki forráðamanns.

     Sækja um rafræn skilríki fyrir börn undir 18 ára (á vef Auðkennis)

     Netbanki og app

     Netbanki og app bankans eru aðgengileg börnum frá 9 ára aldri.

     13 ára

     Fríða

     Á 13. aldursári fá börn aðgang að Fríðu fríðindakerfi Íslandsbanka þar sem þú færð afslátt af vörum og þjónustu.

     App og snertilausar greiðslur

     Á 13. aldursári geta börn nýtt sér snertilausar greiðslur

     14 ára

     Ferming

     • Allir á fermingaraldri sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning eða í sjóð fá 6.000 kr. mótframlag. Hvert barn á fermingaraldri á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr.
     • Við hvetjum forráðamenn til þess að ákveða sparnaðarmarkmið með barninu og hugsa þannig sparnað til lengri og skemmri tíma.

     Nánari upplýsingar og ráð sem snúa að fermingarárinu er að finna hér

     Fyrsta vinnan

     • Það er góð venja að að leggja hluta af tekjum hvers mánaðar inn á sparnaðarreikning með það að markmiði að eiga fyrir óvæntum útgjöldum eða að spara fyrir einhverju ákveðnu hvort sem það er íbúð, nám eða eitthvað annað.
     • Reglulegur/sjálfvirkur sparnaður er ein besta leiðin til að spara því þá millifærist ákveðin upphæð sjálfkrafa inn á annan reikning. Þú munt varla taka eftir því en þú munt þakka þér seinna meir þegar þú átt smá varasjóð.

     Nánar um fyrstu vinnuna

     16 ára

     Séreignarsparnaður

     • 16 ára og eldri sem eru í launaðri vinnu eða í vinnu á sumrin geta sótt um séreignarsparnað hjá okkur.
     • Forráðamenn þurfa að undirrita samning um séreignarsparnað.
     • Séreignarsparnað getur þú seinna meir ráðstafað skattfrjálst til að kaupa á fyrstu íbúð eða nýtt til greiðslu inná húsnæðislán.

     Skoða séreignarsparnað nánar