Sparnaður fyrir börn

Það getur borgað sig að byrja snemma að spara fyrir framtíðinni. Við bjóðum úrval sparnaðarleiða sem henta vel sem sparnaður til lengri tíma litið, hvort sem það eru sparnaðarreikningar eða sjóðir.

Sparnaður í sjóðum


Gott er að nýta fleiri en einn sparnaðarkost en þannig má dreifa áhættunni og auka ávöxtunarmöguleika til framtíðar. Hægt er að ganga frá málunum með einföldum og þægilegum hætti hér fyrir neðan.

Vörslureikningur

Áður en þú getur fjárfest í sjóðum fyrir barnið þá er nauðsynlegt að búa til vörslureikning. Vörslureikningur birtist í yfirliti í netbanka og appi.

Stofna vörslureikning

Sjóðir

Þegar vörslureikningur hefur verið stofnaður getur þú keypt í sjóðum fyrir barnið.

Kaupa í sjóði

Áskrift

Áskrift í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði. Lágmarksupphæð er 5.000 kr.

Stofna áskrift

Sjóð­ir


Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða. Hér getur þú skoðað yfirlit sjóða og allt sem þú þarft að vita um þá.

Sparaðu fyrir framtíðinni

  • Gott ráð er að setjast niður með barninu og ræða saman um sparnaðarmarkmið sem hvetur barnið til að láta drauma sína rætast, sama hversu stórir eða litlir þeir eru. Það er góð regla að fjárfesta helming af peningagjöfum sem barnið fær í sparnað.

  • Sparnaður er tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.

  • Öll á fermingaraldri sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning eða í sjóð Íslandssjóða hf. fá 6.000 kr. mótframlag.

  • Þegar barnið byrjar að vinna er mikilvægt að setjast niður með barninu og skoða vel rétt barnsins á vinnumarkaði og hvernig best er að ráðstafa launum.

Sparnaðarreikningar


Framtíðarreikningur

Verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs.

Stofna reikning

Ávöxtun

Ávöxtun er reikningur fyrir þá sem kjósa að fá hærri vexti og óbundinn reikning.

Stofna reikning

Spurt og svarað


Börn og sjóðir

Almennt um sjóði