Sparnaður fyrir börn
Það getur borgað sig að byrja snemma að spara fyrir framtíðinni. Við bjóðum úrval sparnaðarleiða fyrir börn sem henta vel til lengri tíma, bæði sparnaðarreikninga og sjóði.
Það getur borgað sig að byrja snemma að spara fyrir framtíðinni. Við bjóðum úrval sparnaðarleiða fyrir börn sem henta vel til lengri tíma, bæði sparnaðarreikninga og sjóði.
Það er gott að eiga spjall við börn um sparnað og framtíðina og benda þeim á að setja sér markmið til að láta drauma sína rætast, sama hversu stórir eða litlir þeir eru. Þau sem hafa náð þeim aldri að nota appið geta sett sér sparnaðarmarkmið og fylgst með því sjálf hvernig þeim gengur að spara. Það er góð regla að leggja fyrir helming af peningagjöfum barna.
Sparnaður er tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.
Öll börn á fermingaraldri sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning eða í sjóð Íslandssjóða hf. fá 6.000 kr. mótframlag.
Þegar börn byrja að vinna er mikilvægt að setjast niður með þeim, skoða launaseðilinn og benda þeim á hvernig best er að fara með peningana.
Áður en þú getur fjárfest í sjóðum fyrir barnið þá er nauðsynlegt að búa til vörslureikning og svara tilhlýðingamati. Athugið að báðir foreldrar þurfa að undirrita samninginn rafrænt. Vörslureikningur birtist í yfirliti í netbanka og appi.
Stofna vörslureikning
Þegar vörslureikningur hefur verið stofnaður getur þú keypt í sjóðum fyrir barnið. Sjá alla sjóði
Áskrift í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði. Lágmarksupphæð er 5.000 kr.
Stofna áskrift
Verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs.
Ávöxtun er reikningur fyrir þá sem kjósa að fá hærri vexti og óbundinn reikning.