Sumarvinnan

Þegar þú byrjar að vinna er mikilvægt að þekkja sín réttindi og vita hvernig best er að ráðstafa laununum. Við höfum tekið saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest út úr sumrinu.

Launareikningur

Þú getur auðveldlega stofnað reikning í appinu eða á vefnum okkar. Launaseðlarnir birtast svo í appinu og netbanka. Góð regla er að fara alltaf vel yfir launaseðilinn til að passa að allt sé rétt! 

    Stofna launareikning

    Séreignarsparnaður

    Séreignarsparnaður er sparnaður sem öll sem eru í vinnu hafa rétt á. Þú leggur 2-4% af launum þínum og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag. Ekki missa af 2% launahækkun!

      Stofna séreignarsparnað

      Debetkort

      23 ára og yngri borga ekkert árgjald og engin færslugjöld af debetkortum frá okkur.

        Stofna debetkort

        Fríða

        Fríða er fríðindakerfi Íslandsbanka og er hún á heima í appinu. Með Fríðu færð þú afslátt af vörum og þjónustu án þess að biðja um hann, það er bara milli þín og Fríðu.

        Til þess að nota Fríðu þarf að vera með kort frá Íslandsbanka og haka við tilboðin í appinu.

        Sparnaður

        Settu þér markmið sem auðveldar þér að spara. Markmiðið getur verið að spara fyrir fyrstu íbúð eða til að fjármagna nám.

          Nánar um sparnað

          Góð ráð fyrir fyrstu vinnuna

          Þegar þú byrjar að vinna er mikilvægt að þekkja sín réttindi og vita hvernig best er að ráðstafa laununum.

            Lesa meira