Fyrsta vinnan

Það eru stór tímamót að byrja í nýju starfi. Allir á aldrinum 14 til 18 ára sem stofna launareikning hjá Íslandsbanka í sumar fá glaðning.

Næstu skref

Stofnaðu debetkortareikning fyrir launin þín

Svona fékk Georg þriðji fyrstu vinnuna


Þegar þú byrjar að vinna er mikilvægt að þekkja sín réttindi og vita hvernig best er að ráðstafa sínum launum.

Ferilskrá og atvinnu­viðtal


Þegar þú skrifar ferilskrá og ert að undirbúa þig fyrir atvinnuviðtal eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Sparnaður


Þú stofnar launareikning sem launin þín fara inná og síðan getur þú sett hluta af laununum inná sparnaðareikning, séreignarsparnað eða sjóð.

Byrjaðu að spara

Það er alltaf góð hugmynd að vera með reglulegan sparnað og koma fjármálunum í gott horf.

  Nánar um sparnað

  Séreignarsparnaður

  Þú leggur 2–4% af mánaðarlaunum þínum í séreignarsparnað. Á móti verður vinnuveitandi þinn, samkvæmt kjarasamningi, að leggja til 2% mótframlag. Það jafngildir 2% launahækkun.

   Nánar um séreignarsparnað

   Sjóðir

   Að spara í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði.

    Nánar um sjóði

    Góð ráð

     Þinn réttur

     Hver er þinn réttur?

     Kynntu þér réttindi þín. Sem launamaður átt þú að vera með ráðningarsamning og vera í stéttarfélagi. Kynntu þér hjá hvaða stéttarfélagi þú ert og skoðaðu hver þín réttindi eru. Vertu viss um hvort þú sért launamaður eða verktaki og kynntu þér vel hvað felst í hvoru fyrir sig.

     Séreignarsparnaður

     Stofna séreignarsparnað

     Annars ertu á lægri launum en þú átt rétt á og getur ekki notað séreignarsparnaðinn seinna meir til að hjálpa til við að kaupa íbúð.

     16 ára og eldri sem eru í fullri vinnu, hlutastarfi eða í vinnu á sumrin með námi geta stofnað séreignarsparnað hjá okkur. 18 ára og eldri geta gengið frá umsókn rafrænt á vefnum án þess að þurfa að mæta í útibú og þeir sem eru í fleiri en einni vinnu bæta/breyta vinnuveitanda á sjóðfélagavefnum

     Markmið

     Settu þér markmið

     Settu þér markmið sem auðveldar þér að spara. Markmiðið getur verið að spara fyrir fyrstu íbúð eða til að fjármagna nám.

     Sparnaður

     Sparaðu!

     Tekjurnar þínar þurfa að duga fyrir þeim tíma sem þú ert ekki að vinna og líka ef eitthvað kemur upp á. Reyndu að safna upp smá varasjóð, að eiga nokkra tíuþúsundkalla eða kannski 100 þúsund ætti að minnka líkurnar á að þú þurfir að taka lán og lenda í fjárhagsvandræðum ef eitthvað kemur upp á.

     Sjálfvirkur sparnaður

     Stilltu sjálfvirkan sparnað og láttu millifæra hluta af laununum þínum í sparnað í hverjum mánuði. Þú munt varla taka eftir því en þú munt þakka þér seinna meir þegar þú átt til smá varasjóð.

     Launaseðillinn

     Skoðaðu launaseðilinn

     Stundum geta orðið mistök við útborgun launa og því góð regla að temja sér að fara vel yfir launaseðilinn. Ef einhver atriði launaseðilsins eru óskýr getur þú talað við þinn vinnuveitanda eða haft samband við þitt stéttarfélag. Á vef Fjármálavits er hægt að horfa á myndband sem útskýrir helstu atriði á launaseðlinum. Horfa á myndband.

     Orlof

     Orlof

     Mismunandi er hvernig orlofsgreiðslum er háttað og því mikilvægt að þú kynnir þér vel hvernig það er á þínum vinnustað. Vinnuveitandi sér um að stofna orlofsreikning og hægt er að taka út af orlofsreikningi utan orloftsíma (fyrirfram), sem vinnuveitandi skrifar upp á og fyllir hann þá út eyðublað til þess.

     Á vef Áttavitans er að finna góðar upplýsingar um orlof.

     Orlofsreikningur

     Inná orlofsreikning greiðir launagreiðandi ákveðinn hluta til viðbótar við heildarlaun hvers mánaðar sem greiðist svo til launþega inná ráðstöfunarreikning 11. maí á ári hverju eða næsta virka dag þar á eftir.

     Lesa nánar um orlofsreikninga

    Fræðsla


    Á fræðsluvef Íslandsbanka finnur þú áhugaverð myndbönd, fræðandi greinar, góð ráð og upplýsingar um fræðslufundi

    Bóka tíma hjá ráðgjafa


    Við tökum vel á móti þér í fjármálaráðgjöf og förum yfir þær vörur og þjónustur sem við bjóðum uppá. Þú getur bókað tíma og komið í útibú eða pantað símtal.