Debetkort

Sæktu um debetkort hér á vefnum á einfaldan og öruggan hátt.

Öll debetkort eru skráð í fríðindaklúbb Íslandsbanka, Fríðu.

Með debetkorti getur þú greitt með bæði korti og snjalltækjum út um allan heim.

Nánar um debetkortin okkar

 • Debetkortin eru í boði fyrir 9 ára og eldri. Skoða leiðbeiningar.

 • Kortin eru öll með snertilausri virkni.

 • Með debetkorti tengist þú Fríðu, fríðindaklúbbi Íslandsbanka, sem býður þér sérsniðin endurgreiðslutilboð.

 • Hægt að nota kortin við kaup á vöru og þjónustu á staðnum eða á netinu.

 • Þú getur sótt um nýtt kort með rafrænum skilríkjum.

 • Þú virkjar debetkortið í Íslandsbankaappinu, þar ert þú með öll þín kort og kortaaðgerðir á einum stað.

 • Þegar debetkortið þitt rennur út þá sendum við þér nýtt heim að dyrum.

 • Kortaplast getur verið allt að 15 daga að berast heim. Kortaupplýsingar eru aðgengilegar í Íslandsbankaappinu og því hægt að versla með snjalltæki á meðan beðið er eftir kortaplasti.

Virkja kort

Þegar þú færð nýja kortið þitt í hendurnar virkjar þú það í gegnum appið. Með fyrstu notkun örgjörva og PIN númers samþykkir þú skilmála kortsins.

  Skoða leiðbeiningar

  Sækja pin

  Það geta allir lent í því að gleyma pin númerinu á kortunum sínum en sem betur fer er auðvelt að nálgast það í appinu og í netbanka.

   Skoða leiðbeiningar

   Börn og ungmenni

   Þú finnur upplýsingar um hvernig börn og ungmenni geta stofnað debetkort hér.

    Skoða síðu
    Árgjald fyrir eldri en 18 ára
    990 kr.
    Árgjald fyrir 18 ára og yngri
    0 kr.
    Snertilaus greiðsluviðmið á korti
    7500 kr.
    Snertilaus greiðsluviðmið á síma eða úri
    Ekkert hámark

    Fríða


    Fríða er fríðindakerfi Íslandsbanka, sem gengur út á sérsniðin endurgreiðslutilboð.

    Tilboðin felast í endurgreiðslu til viðskiptavina. Þú notar appið til að skoða og virkja tilboð frá Fríðu og borgar svo með kortinu þínu frá Íslandsbanka.

    Afsláttinn færð þú svo endurgreiddan 18. hvers mánaðar.

    Úttektarheimild


    Innlend hraðbankaheimild: 300.000 á sólarhring

    Erlend hraðbankaheimild: 300.000 kr á sólarhring

    Staðsetningar hraðbanka Íslandsbanka