Fermingaraldur

Við fermingaraldur nálgast fullorðinsárin óðfluga og því mikilvægt að byrja að huga að framtíðinni.

Næstu skref

Bóka tíma hjá einstaklingsráðgjafa

Mótframlag frá okkur


Allir á fermingaraldri sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning eða í sjóð Íslandssjóða hf. fá 6.000 kr. mótframlag. Hvert barn á fermingaraldri á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr.*

Í ljósi aðstæðna vekjum við athygli á því að hægt er að ganga frá mótframlagi með því að bóka símtal hjá einstaklingsráðgjafa.*

Bóka símtal

Sjóðir


Að spara í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði. Sjóðir eru eignasöfn sem innihalda t.d. skuldabréf, hlutabréf og innlán.

Ef ætlunin er að stofna sparnað í sjóði bjóðum við foreldrum/forráðamönnum ásamt barni að bóka símtal hjá einstaklingsráðgjafa og stofna sparnað í sjóði.*

Fjármál og ungt fólk


Þegar líður á unglingsárin er nauðsynlegt að huga að framtíðinni og setja sér markmið til lengri og skemmri tíma. Við bjóðum fjölbreyttar sparnaðar- og þjónustuleiðir fyrir ungt fólk

Fyrirvarar


Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá Íslandssjóðum hf., rekstrarfélagi sjóðanna sem er dótturfélag Íslandsbanka hf.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

*Mótframlag

Hvert barn á fermingaraldri á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr. Ef barnið ætlar að leggja inn reiðufé í næsta útibúi þá þarf það ásamt foreldri/forráðamanni að koma í útibú með gild skilríki (vegabréf eða ökuskírteini).  Ef ætlunin er að stofna sparnað í sjóði þurfa báðir foreldrar/forráðamenn að staðfesta kaupin.