Georg og félagar
Georg er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með félögum sínum. Hvort sem það er að leika sér með bókstafina, tölustafina, leggja saman og draga frá eða læra á klukku.
Georg er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með félögum sínum. Hvort sem það er að leika sér með bókstafina, tölustafina, leggja saman og draga frá eða læra á klukku.
Safnaðu pening í baukinn og komdu svo með hann í bankann til að leggja inná sparnaðarreikninginn. Þú getur lagt inn seðla í hraðbönkum eða komið í útibú.
Georg leggur áherslu á að vernda umhverfið með því að draga úr plastnotkun og sóun. Sparibaukurinn er því unnin úr endurvinnanlegum pappír.
Komdu við í næsta útibúi og náðu þér í Georgs sparibauk eða hafðu samband og við sendum þér baukinn í pósti.
Frábær gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.
Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni.
Georg og félagar eru mættir aftur til leiks í sínu þriðja smáforriti. Í þetta sinn kenna Georg og félagar á klukku. Smáforritið inniheldur kennslu, æfingar og leiki fyrir alla sem vilja læra og æfa sig á klukku.
Sækja app
Leikirnir eru miserfiðir og með ólík erfiðleikastig svo appið hentar bæði yngstu börnunum og þeim sem eru orðin aðeins eldri. Þetta er annað appið frá Georg og félögum en það fyrsta, þar sem börnin kynntust tölum og bókstöfum á skemmtilegan hátt, hefur notið mikilla vinsælda.
Sækja app
Appið leggur áherslu á að gera það ennþá skemmtilegra að læra stafrófið og tölurnar. Þú getur smellt á myndina til að skoða myndband um appið og séð hvernig það virkar.
Sækja app