Framtíðarreikningur

Hentar vel sem langtímasparnaður fyrir unga fólkið. Stofna þarf reikninginn fyrir 18 ára aldur.

Tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.

Vextir
2,50% vextir
Hvenær má taka út?
Við 18 ára aldur
Tegund reiknings
Verðtryggður
Hvenær leggjast vextir við höfuðstól?
Vextir árlega en verðbætur mánaðarlega

Nánar um framtíðarreikning

  • Engin gjöld eða þóknanir.

  • Hæstu vextir almennra, verðtryggðra innlánsreikninga.

  • Engin lágmarksinnborgun.

  • Bundinn til 18 ára aldurs.

  • Ekki er hægt að leggja inn á reikning eftir 18 ára aldur.

  • Þegar innstæðan verður laus til útborgunar mega einungis reikningshafi eða þau sem hafa til þess gilt umboð taka fjármuni út af reikningnum. Að binditíma loknum er reikningurinn laus í einn mánuð og að því tímabili loknu binst innstæðan á ný og þarf að óska eftir úttekt með þriggja mánaða fyrirvara. Reikningurinn eyðileggst við fyrstu úttekt eftir að reikningshafi hefur náð 18 ára aldri.

  • Fjármagnstekjuskattur af vöxtum og verðbótum er dreginn af tekjunum (skattstofninum) á 18 ára afmælisdegi reikningseiganda. Fjármagnstekjuskattur var dreginn af árlega út árið 2017 en vegna breytinga á framkvæmd eftir úrskurð yfirskattanefndar var þessu breytt árið 2018 og skattur eftir það dreginn frá þegar framtíðarreikningur er laus til útborgunar.

Litla fólkið og stóru draumarnir


Allir sem leggja inn á Framtíðarreikning í næsta útibúi fá eintak af bókinni Litla fólkið og stóru draumarnir.

Sjáðu framtíðina fyrir þér

Fjármálaráðgjöf fyrir börn á fermingaraldri

Hjálpaðu barninu að sjá framtíðina fyrir sér og láta sína drauma rætast, sama hversu stórir eða litlir þeir eru.

Börn á fermingaraldri sem leggja inn 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning fá 6.000 kr. mótframlag frá bankanum

Reiknaðu sparnaðinn