Vextir
1,35%
Hvenær má taka út?
Við 18 ára aldur
Tegund reiknings
Verðtryggður
Hvenær leggjast vextir við höfuðstól?
Árlega

Binditími breyttist 1. nóvember


Nýjar reglur frá Seðlabanka Íslands tóku gildi 1.nóvember 2019.  Breyttust reglur um verðtryggða innlánsreikninga þannig, að binditíma loknum er hvert innlegg laust til útborgunar í einn mánuð og að því tímabili loknu binst innleggið á ný og verður uppsegjanlegt með þriggja mánaða fyrirvara.

Helstu kostir

  • Engin gjöld eða þóknanir

  • Hæstu vextir almennra, verðtryggðra innlánsreikninga

  • Engin lágmarksinnborgun

  • Bundinn til 18 ára aldurs

Hentar Framtíðarreikningur fyrir þig?


Framtíðarreikningur er tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum — góð gjöf sem hefur alla burði til að eldast einstaklega vel. Hægt er að hefja sparnað á Framtíðarreikningi hvenær sem er fyrir 15 ára afmæli barnsins. Ekki er hægt að leggja inn á Framtíðarreikning þegar binditíma lýkur við 18 ára aldur. Reikningnum er lokað við fyrstu úttekt.

Sjáðu framtíðina fyrir þér


Hjálpaður fermingarbarninu að sjá framtíðina fyrir sér og láta alla sína drauma rætast, sama hversu stórir eða litlir þeir eru.

Börn á fermingaraldri sem koma í fjármálaráðgjöf ásamt forráðamanni og leggja inn 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning fá 6.000 kr. mótframlag frá bankanum