Fram­tíð­ar­reikn­ingur

Verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Hann vex því og dafnar með tímanum.

Næstu skref

Vilt þú stofna Framtíðarreikning í netbankanum?
Vextir
1,9%
Hvenær má taka út?
Við 18 ára aldur
Tegund reiknings
Verðtryggður
Hvenær leggjast vextir við höfuðstól?
Árlega

Helstu kostir

  • Engin gjöld eða þóknanir
  • Hæstu vextir almennra, verðtryggðra innlánsreikninga
  • Engin lágmarksinnborgun
  • Bundinn til 18 ára aldurs

Hentar Fram­tíð­ar­reikn­ingur fyrir þig?


Framtíðarreikningur er tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum — góð gjöf sem hefur alla burði til að eldast einstaklega vel. Hægt er að hefja sparnað á Framtíðarreikningi hvenær sem er fyrir 15 ára afmæli barnsins. Ekki er hægt að leggja inn á Framtíðarreikning þegar binditíma lýkur við 18 ára aldur. Reikningnum er lokað við fyrstu úttekt.

Ferm­ing­ar­gjöf frá Íslandsbanka


Börn á fermingaraldri eru á skemmtilegum tímamótum í lífi sínu. Fullorðinsárin nálgast með spennandi tækifærum og þá er góð hugmynd að huga vel að fjármálunum og leggja línurnar að bjartri framtíð. 

Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta 30.000 kr. eða meira á Framtíðarreikningi fá að auki 6.000 kr. mótframlag frá Íslandsbanka inn á reikninginn sinn.