Framtíðarreikningur
Verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Hann vex því og dafnar með tímanum. Tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.
Verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Hann vex því og dafnar með tímanum. Tilvalin gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum.
Nýjar reglur frá Seðlabanka Íslands tóku gildi 1.nóvember 2019. Breyttust reglur um verðtryggða innlánsreikninga þannig, að binditíma loknum er hvert innlegg laust til útborgunar í einn mánuð og að því tímabili loknu binst innleggið á ný og verður uppsegjanlegt með þriggja mánaða fyrirvara.
Engin gjöld eða þóknanir
Hæstu vextir almennra, verðtryggðra innlánsreikninga
Engin lágmarksinnborgun
Bundinn til 18 ára aldurs
Ekki er hægt að leggja inná reikning eftir 15 ára aldur nema með reglulegum millifærslum
Hægt er að skrá reglulegar millifærlsur á Framtíðarreikningi hvenær sem er fyrir 15 ára afmæli barnsins.
Eftir þann tíma lokast reikningurinn fyrir innborganir, aðrar en þær sem gerðar eru með reglulegum millifærslum af reikningi hjá Íslandsbanka.
Hjálpaðu barninu að sjá framtíðina fyrir sér og láta sína drauma rætast, sama hversu stórir eða litlir þeir eru.
Börn á fermingaraldri sem leggja inn 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning fá 6.000 kr. mótframlag frá bankanum
Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.