Litla fólkið og stóru draumarnir

Allir sem leggja inn á Framtíðarreikning í næsta útibúi fá eintak af bókinni Litla fólkið og stóru draumarnir.

Litla fólkið og stóru draumarnir


Með bókagjöfinni viljum við hvetja unga krakka til að æfa sig í lestri en bækurnar eru sniðnar að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestrarnámi.

Bækurnar segja sögu merkra einstaklinga, allt frá hönnuðum til vísindafólks, sem hafa afrekað stórkostlega hluti en voru eitt sinn börn sem áttu sér stóra drauma.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna


Íslandsbanki styður góð málefni í nærumhverfi sínu og á alþjóðavísu, ýmist með beinum styrkjum eða í gegnum samstarf. Leitast er við að styðja sérstaklega við málefni sem hafa skýra tengingu við þau fjögur heimsmarkmið SÞ sem bankinn hefur valið að leggja sérstaka áherslu á.
Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftslagsmálum.

Georg og klukkan


4 til 9 ára

Georg og félagar eru mættir aftur til leiks í sínu þriðja smáforriti. Í þetta sinn kenna Georg og félagar á klukku. Smáforritið inniheldur kennslu, æfingar og leiki fyrir alla sem vilja læra og æfa sig á klukku.

Sækja app

Fyrir iOS

Fyrir Android

Georg og leikirnir


4 til 8 ára

Leikirnir eru miserfiðir og með ólík erfiðleikastig svo appið hentar bæði yngstu börnunum og þeim sem eru orðin aðeins eldri. Þetta er annað appið frá Georg og félögum en það fyrsta, þar sem börnin kynntust tölum og bókstöfum á skemmtilegan hátt, hefur notið mikilla vinsælda.

Sækja app

Fyrir iOS

Fyrir Android

Georg og félagar


2 til 6 ára

Appið leggur áherslu á að gera það ennþá skemmtilegra að læra stafrófið og tölurnar. Þú getur smellt á myndina til að skoða myndband um appið og séð hvernig það virkar.

Sækja app

Fyrir iOS

Fyrir Android