9-12 ára

Frá 9 ára aldri geta foreldrar og forráðamenn sótt um kort fyrir börnin sín.

Ekkert árgjald og engin færslugjöld eru á debetkortum fyrir 9-12 ára.

Rafræn skilríki

Einstaklingar yngri en 18 ára geta fengið rafræn skilríki

Umsækjandi þarf að framvísa vegabréfi og skrifa undir samning í viðurvist foreldra eða forsjáraðila í útibúi. Foreldrar/forráðamenn geta hins vegar sótt um skilríkin fyrir einstaklinga yngri en 18 ára á vef auðkennis og þurfa þá ekki að koma með umsækjanda í næsta útibú/afgreiðslustöð til að láta virkja skilríkin.

Debetkort

Hægt er að sækja um debetkortareikning í útibúum bankans fyrir börn 9 ára og eldri og þá þarf foreldri/forráðamaður að skrifa undir umsóknina.

Barnið getur fengið aðgang að reikningum í appinu og netbanka þar sem hægt er að virkja debetkortið í Íslandsbankaappinu og þannig greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.

Foreldrar/forráðamenn geta einnig óskað eftir aðgangi að reikningnum.

Framtíðarreikningur

Við hvetjum þig til þess að ákveða sparnaðarmarkmið með barninu og hugsa þannig sparnað til lengri og skemmri tíma.

Framtíðarreikningur er verðtryggður sparnaðarreikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Hann vex því og dafnar með tímanum.

  Skoða Framtíðarreikning nánar

  Kass

  Börn 9 ára og eldri geta notað Kass appið. Með Kass er á einfaldan hátt hægt að borga, rukka og splitta.

   Skoða Kass nánar

   Íslandsbankaappið

   Með Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað á einfaldan og öruggan hátt.

    Skoða Íslandsbankaappið nánar

    Sér­snið­in end­ur­greiðslu­til­boð

    Viðskiptavinir Íslandsbanka fá sérsniðin endurgreiðslutilboð frá fríðindakerfinu Fríðu. Fríða er aðgengileg í Íslandsbankaappinu.

    Öll einstaklingskort Íslandsbanka eru virk í Fríðu. Þannig safnar þú endurgreiðslum með því að greiða með kortinu.

     Nánar um Fríðu