13-17 ára

Þegar líður á unglingsárin er nauðsynlegt að huga að framtíðinni og setja sér markmið til lengri og skemmri tíma.

Vantar þig ráðgjöf

Það er einfalt að koma í ráðgjöf hjá okkur

Vörur og þjónustur fyrir 13-17 ára


Þetta eru þær vörur og þjónustur sem við erum með í boð fyrir þig ef þú er á aldrinum 13-17 ára. Mismunandi leiðir hentar hverjum og einum og það er gott að skoða vel úrvalið.

De­bet­kort

Hægt er að sækja um debetkortareikning í útibúum bankans fyrir börn á níunda aldursári og þá þarf foreldri/forráðamaður að skrifa undir umsóknina. Ef þú ert með rafræn skilríki getur þú sótt um á vefnum

Ekkert árgjald og engin færslugjöld eru á debetkortum fyrir 13-17 ára.

Skoða debetkort

Fyr­ir­fram­greitt kred­it­kort

Þú getur sótt um aukakort á fyrirframgreitt kreditkort forráðamanna þinna eða annars lögráða einstaklings með því að leita í næsta útibúi. Þú greiðir ekkert árgjald fyrsta árið og ferð síðan í veltutengdan afslátt.

Skoða kreditkort

Sparn­að­ur

Það er mikilvægt að byrja snemma að huga að framtíðinni og þá skiptir máli að hugsa sparnað til lengri og skemmri tíma og setja sér sparnaðarmarkmið.

Framtíðarreikningur

Húsnæðissparnaður (fyrir 15 til 34 ára)

Fleiri sparnaðarleiðir

Sérsniðin endurgreiðslutilboð

Viðskiptavinir Íslandsbanka fá sérsniðin endurgreiðslutilboð frá fríðindakerfinu Fríðu. Fríða er aðgengileg í Íslandsbankaappinu.

Öll einstaklingskort Íslandsbanka eru virk í Fríðu. Þannig safnar þú endurgreiðslum með því að greiða með kortinu.

Nánar um Fríðu

Rafræn skilríki

Einstaklingar yngri en 18 ára geta fengið rafræn skilríki. 

Umsækjandi þarf að framvísa vegabréfi og skrifa undir samning í viðurvist foreldra eða forsjáraðila í útibúi. Foreldrar/forráðamenn geta hins vegar sótt um skilríkin fyrir einstaklinga yngri en 18 ára á vef auðkennis og þurfa þá ekki að koma með umsækjanda í næsta útibú/afgreiðslustöð til að láta virkja skilríkin.

Séreignarsparnaður


16 ára og eldri sem eru í launaðri vinnu með skóla eða í vinnu á sumrin geta sótt um séreignarsparnað hjá okkur.

Þú leggur 2–4% af mánaðarlaunum þínum í séreignarsparnað. Á móti leggur vinnuveitandi þinn til 2% mótframlag. Það jafngildir 2% launahækkun. Þannig er bæði einfalt og hagkvæmt að leggja fyrir til framtíðar.

Sta­f­ræn­ar lausn­ir


Nýttu þér stafrænu lausnirnar okkar og sinntu allri helstu bankaþjónustu á einum stað.

App og net­banki

Um leið og reikningur er stofnaður færðu aðgang að netbanka. Þeir sem eru með netbanka geta í kjölfarið nýtt sér appið okkar

Skoða stafrænar lausnir nánar

Kass

Með Kass appinu er á einfaldan hátt hægt að borga, rukka og splitta.

Skoða Kass nánar