Lán vegna fyrstu kaupa

Að brúa bilið fyrir útborgun þegar maður kaupir sína fyrstu eign getur verið stór áskorun. Þess vegna bjóðum við upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skiptið.

Næstu skref

Reiknaðu út mánaðarlega greiðslubyrði

Helstu eiginleikar

 • Hámarksfjárhæð aukaláns er 3.000.000 kr.

 • Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði en þó að hámarki 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.

 • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni gilda, að viðbættu 0,45% vaxtaálagi.

 • Hámarkslánstími er 10 ár og hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur.

 • Ekkert lántökugjald og ekkert uppgreiðslugjald.

 • Skilyrði að lántaki standist lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum og sé með viðbótarlífeyrissparnað.

 • Hægt að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til að greiða lánið hraðar niður.

Greiðslumat


Hvað er greiðslumat?

Greiðslumat segir til um hversu mikið þú getur greitt af húsnæði þegar búið er að taka tillit til annarra útgjalda, s.s. vegna reksturs bifreiða, daglegrar neyslu, annarra lána o.s.frv.

Hvernig fæ ég greiðslumat?

Þú getur fengið bráðabirgðaútreikning á greiðslugetu þinni á örfáum mínútum með því að slá forsendur þínar inn í reiknivélina okkar.

Í framhaldi af bráðabirgðaútreikningi getur þú svo sótt um staðfest greiðslumat.

Lánstími og kostnaður


Lánstími

Aukalán vegna fyrstu kaupa eru óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum sem fara eftir vaxtatöflu bankans hverju sinni. Hámarkslánstími aukaláns er 10 ár. Hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur.

Kostnaður (fylgir verðskrá bankans hverju sinni):

 • Þinglýsingargjald
 • Útgáfa á skuldabréfi
 • Gerð greiðslumats
 • Veðbandayfirlit
 • Lánayfirlit

Þú getur nálgast árlegt hlutfall kostnaðar við lántöku með því að slá forsendur inn í reiknivél húsnæðislána.

Áður en þú sækir um


 • Húsnæðislán eru veitt einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á fullgerðu íbúðarhúsnæði á Íslandi til eigin nota.
 • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
 • Hver umsókn er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis.
 • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.

Viltu vita meira?

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.