Fyrstu kaup

Við veitum fyrstu kaupendum stuðning alla leið og bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr.

Fyrstu skrefin

    Sparnaður

    Sparað fyrir fasteign

    Það er mikilvægt að byrja snemma að spara enda tekur langan tíma að byggja upp eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Reglulegur sparnaður er markvissasta og árangursríkasta sparnaðarleið sem völ er á. Veldu sparnaðarleið sem hentar þér og fylgstu með upphæðinni vaxa og dafna. Hafðu í huga að binditími innlánsreikninga er misjafn svo mikilvægt er að þekkja vel virkni og skilmála þinna sparnaðarreikninga. Hægt er að skrá reglubundinn sparnað á sparnaðarreikninga og sjóði í netbankanum. Við vekjum líka sérstaka athygli á séreignarsparnaði sem er ein hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag.

    Skattfrjáls ráðstöfun

    Heimilt er að taka út séreignarsparnað skattfrjálst, ýmist til fasteignakaupa og til að greiða inn á fasteignalán. Hver og einn getur nýtt úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Lesa nánar

    Bráðabirgðagreiðslumat

    Bráðabirgðagreiðslumat

    Þegar þú byrjar að huga að fasteignakaupum er mikilvægt fyrsta skref að kanna fjárhagsstöðuna þína með því að fylla út bráðabirgðagreiðslumat og út frá því mati getur þú metið hversu dýra eign þú getur keypt. Opna bráðabirgðagreiðslumat

    Húsnæðislánareiknivél

    Núna þegar þú veist hvað þú getur greitt á mánuði þá er tilvalið að skoða hvaða húsnæðislán eru í boði og hvernig greiðslubyrði ólíkra lána er.

    Opna húsnæðislánareiknivél

    Finna eign

    Fasteignaleit

    Þegar bráðabirgðagreiðslumat liggur fyrir er hægt að byrja að skoða fasteignir. Þá skiptir máli að meta fleiri þætti en eingöngu verð, sem dæmi hversu stóra eign þarf, fermetraverð, fjölskyldustærð, þjónusta í nærumhverfi, almenningssamgöngur o.s.frv.

    Bóka tíma í ráðgjöf

    Húsnæðislánaráðgjöf

    Við mælum eindregið með að bóka tíma hjá húsnæðislánaráðgjafa og gefa sér góðan tíma til þess að ræða við hann um greiðslugetu og hvernig best er að fjármagna væntanleg fasteignakaup.

    Aukalán til fyrstu kaupenda

    Við bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Nánari upplýsingar um lánið er hér neðar á síðunni.

    Eign fundin

    Eign fundin

    Þegar búið er að finna fasteign sem áhugi er á þá er mikilvægt að fá einhvern til þess að taka út ástand hennar, það getur verið smiður eða þjónustuaðili sem sérhæfir sig í slíkri skoðun. Það er mjög algengt að setja inn fyrirvara um ástandsskoðun í kauptilboð.

    Greiðslumat

    Greiðslumat

    Það er alveg sjálfvirkt og tekur aðeins nokkrar mínútur að fá greiðslumat.

    Kauptilboð

    Kauptilboð

    Sé eignin fundin og búið að samþykkja kauptilboð þá er farið í gegnum formlegt greiðslumat og sótt um húsnæðislán. Hér þarftu endanlega að vera búin að ákveða hvernig lán þú ætlar að taka. Í kauptilboðinu ákveður þú einnig hvernig greiðslufyrirkomulagið verður. Oft er hluti af útborgun greiddur við undirskrift, hluti við afhendingu og síðan restin við afsal. Athugaðu vel hvort þú sért með þitt eigið fé á bundnum reikningum, því þá getur þú þurft að gera ráðstafanir tímanlega.

    Ef þú ætlar að nýta séreignarsparnaðinn við útborgun þarftu að hafa í huga að það getur tekið allt að 8 vikur að fá hann greiddan út. En þú sækir um það þegar kaupsamningur er þinglýstur.

    Lánaskjöl

    Lánaskjöl útbúin

    Þegar þú hefur endanlega ákveðið þig eru viðeigandi lánsskjöl útbúin og þú ert látin vita þegar þau eru tilbúin til undirritunar en skjölin eru send beint á fasteignasala. Mikilvægt er að lesa þau vel yfir til þess að ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við þínar óskir.

    Þinglýsing

    Kaupsamningur og þinglýsing

    Þegar gerður er kaupsamningur fer löggiltur fasteignasali yfir helstu atriði hans með bæði kaupanda og seljanda, s.s. greiðslutilhögun, afhending eignar o.fl. Á þessu stigi málsins er mikilvægt að spyrja um allt sem þurfa þykir áður en undirritun fer fram.

    Þegar allir pappírar hafa verið undirritaðir eru lánsskjöl send í þinglýsingu. Húsnæðislánið er svo greitt út þegar bankanum berst þinglýst veðskuldabréf.

    Afhending

    Afhending eignar

    Afhendingardagur eignar getur verið eitt af því mikilvægara sem samið er um í kaupsamningi og oftast afar mikilvægt að þær áætlanir standist.

    Afsal

    Afsal

    Fasteignasali boðar til afsals þegar bæði seljandi og kaupandi hafa uppfyllt sínar skyldur samkvæmt kaupsamningi. Þetta getur tekið nokkra mánuði og þá geta hin eiginlegu eigendaskipti farið fram. Oftast fer lokagreiðslan fram við afsal en mikilvægt getur verið að halda einhverjum greiðslum eftir fram að þessum tímapunkti ef upp hafa komið einhverjir gallar sem ekki var vitað um við undirritun kaupsamnings.

    Ef allt er eins og það á að vera þá er lokagreiðslan greidd til seljanda og hann afsalar sér eigninni til kaupanda. Afsalið er svo sent í þinglýsingu. Eftir það ert þú orðinn þinglýstur eigandi eignarinnar og ferð með fullan ráðstöfunarrétt yfir henni.

     

    Greiða inn á lán

    Nýttu séreignina

    Þú getur sótt um að nota séreignarsparnaðinn til að greiða beint inn á lán, hægt er að sækja úrræðið hér. Það eru tvær leiðir í boði fyrir fyrstu kaupendur til að greiða séreign inn á lán, Höfuðstólsleið eða Blönduð leið. Lesa nánar.

    Innborgun á lán

    Þú getur greitt aukalega inná lán í netbanka. Lágmarksfjárhæð innborgunar er 1.000 kr. Með því að greiða inná lánið getur þú stytt tímann sem það tekur þig að greiða lánið upp. Sjá nánari leiðbeiningar um innborgun

    Greiðslufrestur

    Ertu á leiðinni í fæðingarorlof?

    Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

    Til að sækja um greiðslufrest þarftu að hafa samband og senda okkur greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði. Við látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu. Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. 

Lán vegna fyrstu kaupa


Að brúa bilið fyrir útborgun þegar maður kaupir sína fyrstu eign getur verið stór áskorun. Þess vegna bjóðum við upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skiptið.

  • Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði en þó að hámarki 85% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni gilda, að viðbættu 0,45% vaxtaálagi.
  • Hámarkslánstími er 10 ár og hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur.
  • Ekkert lántökugjald.
  • Skilyrði að lántaki standist lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.
  • Hægt að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til að greiða lánið hraðar niður.
  • Sérstök viðmið gilda um húsnæðislán fyrir lántaka með tekjur í erlendri mynt.

Spurt og svarað


Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spurningum sem tengjast húsnæðislánum.

Skoða spurt og svarað