Gott að hafa í huga

  • Greiðslumat er fyrsta skrefið þegar kemur að því að sækja um húsnæðislán, endurfjármögnun eða önnur lán.

  • Allt að fjórir óskyldir aðilar geta sótt um greiðslumat saman. Slíkt getur sem dæmi reynst þeim vel sem hyggjast kaupa sína fyrstu íbúð. 

  • Greiðslumatið gildir í 6 mánuði og þú getur alltaf farið inn og sótt það aftur. Greiðslumatið lokast um leið og lánveiting hefur verið samþykkt.

  • Ef greiðslumatið er jákvætt getur þú haldið áfram og sótt um húsnæðislán vegna fasteignakaupa.

  • Sérstakar reglur gilda um hlutfall mánaðarlegra greiðslna af húsnæðisláni af útborguðum launum, mánaðarlegar greiðslur af húsnæðisláni mega ekki fara umfram 35% af útborguðum launum, 40% hjá fyrstu kaupendum. Við þennan útreikning á hámarksgreiðslubyrði er miðað við lágmarksvexti og ákveðinn lánstíma, 3% fyrir verðtryggð lán og hámark 25 ára lánstíma og 5,5% fyrir óverðtryggð lán og hámark 40 ára lánstíma.

  • Hámarkslán má ekki vera hærra en 10 milljónir yfir samtölu brunabótamats og lóðarmats eignar.

  • Kostnaður við greiðslumat er 7.000 kr. á einstakling og 14.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk ef þú sækir um rafrænt.

  • Til að geta sótt um rafrænt greiðslumat þarftu rafræn skilríki.

  • Bráðabirgðagreiðslumat segir til um áætlaða greiðslugetu á mánuði miðað við þínar forsendur. Með bráða­birgða­greiðslu­mati færðu góða vísbendingu um hvernig dæmið gæti litið út.

  • Endanlegir vextir á húsnæðisláni fara eftir gildandi vöxtum húsnæðislána bankans á þeim tíma sem skjalagerð fer fram og endanlegir lánaskilmálar undirritaðir.

Spurt og svarað