Greiðslumat
Nú getur þú fengið greiðslumat á aðeins nokkrum mínútum. Greiðslumat gefur skýra mynd af því hver greiðslugeta þín er og hversu hátt lán þú getur tekið.
Nú getur þú fengið greiðslumat á aðeins nokkrum mínútum. Greiðslumat gefur skýra mynd af því hver greiðslugeta þín er og hversu hátt lán þú getur tekið.
Greiðslumat er fyrsta skrefið þegar kemur að því að sækja um húsnæðislán, endurfjármögnun eða önnur lán.
Allt að fjórir óskyldir aðilar geta sótt um greiðslumat saman. Slíkt getur sem dæmi reynst þeim vel sem hyggjast kaupa sína fyrstu íbúð.
Greiðslumatið gildir í 6 mánuði og þú getur alltaf farið inn og sótt það aftur. Greiðslumatið lokast um leið og lánveiting hefur verið samþykkt.
Ef greiðslumatið er jákvætt getur þú haldið áfram og sótt um húsnæðislán vegna fasteignakaupa. Alla jafna er horft til þess að greiðslubyrði húsnæðislána fari ekki yfir 35% af útborguðum tekjum.
Hámarkslán má ekki vera hærra en 10 milljónir yfir samtölu brunabótamats og lóðarmats eignar.
Kostnaður við greiðslumat er 7.000 kr. á einstakling og 14.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk ef þú sækir um rafrænt.
Til að geta sótt um rafrænt greiðslumat þarftu rafræn skilríki
Bráðabirgðagreiðslumat segir til um áætlaða greiðslugetu á mánuði miðað við þínar forsendur. Með bráðabirgðagreiðslumati færðu góða vísbendingu um hvernig dæmið gæti litið út.