Sjálfbærni

Íslandsbanki vill vera ábyrgur þátttakandi í íslensku atvinnulífi og vera hreyfiafl til góðra verka.

Íslandsbanki og sjálfbær þróun


Íslandsbanki leggur áherslu á samþættingu sjálfbærnisjónarmiða í starfsemi sína til viðbótar við arðsemismarkmið sín. Bankinn ætlar að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs ásamt því að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Sjálfbærnistefna

Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu

Lesa sjálfbærnistefnu

Heimsmarkmið

Áherslur á sjálfbærni fá sífellt meira vægi meðal fjárfesta og viðskiptavina og hyggst bankinn halda áfram vegferð sinni í málaflokknum með því að taka upp vinnu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Nánar um heimsmarkmið

Samstarf á sviði sjálfbærni


Íslandsbanki hefur í gegnum tíðina álitið það mikilvægt að taka þátt í alþjóðlegum skuldbindingum sem og að styðja við innlendan samstarfsvettvang á sviði sjálfbærni.

Hreyfiafl til góðra verka


Sjálfbærni uppgjör Íslandsbanka

Íslandsbanki birtir i fyrsta skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS)

UFS uppgjör Íslandsbanka og samstarf á sviði sjálfbærni má nálgast í árs- og sjálfbærniskýrslu Íslandsbanka.

Skoða sjálfbærni uppgjör

Það helsta árið 2019

Stjórn Íslandsbanka samþykkti nýja sjálfbærnistefnu í lok árs 2019 sem styður við hlutverk bankans um að vera hreyfiafl til góðra verka. Stefnan miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS)

Nánar

Fræðsla


Markmið Íslandsbanka er að auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál og efnahagsmál. Fræðslunni er ætlað að vekja áhuga og aðstoða fólk við að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál.

Styrkir


Íslandsbanki vill jákvætt hreyfiafl í nærsamfélagi sínu og styður við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum fjórum sem bankinn vinnur eftir. Þau eru:

  • aðgerðir í loftslagsmálum
  • jafnrétti kynjanna
  • menntun fyrir alla
  • nýsköpun og uppbygging
Fyrri ár

Það helsta árið 2018


Ábyrgar lánveitingar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og umfangsmikil fræðsla fyrir almenning var meðal þess sem einkenndi samfélagsábyrgð Íslandsbanka árið 2018.