Samfélagsábyrgð

Íslandsbanki vill vera ábyrgur þátttakandi í íslensku atvinnulífi og vera hreyfiafl til góðra verka.

Íslandsbanki í samfélaginu


Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og nýsköpun og uppbygging.

Stefna í samfélagslegri ábyrgð


Ein af stefnuáherslum Íslandsbanka er samfélagsábyrgð og hefur bankinn að leiðarljósi í öllum verkefnum að vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu.

Ábyrg viðskipti


Íslandsbanki leggur áherslu á góða stjórnarhætti og hagkvæmni. Bankinn leitast við að þjóna viðskiptavinum sínum með því að hafa skýrt regluverk, veita gagnlegar upplýsingar og gæta jafnræðis meðal viðskiptavina.

Fræðsla


Markmið Íslandsbanka er að auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál og efnahagsmál. Fræðslunni er ætlað að vekja áhuga og aðstoða fólk við að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál.

Umhverfið


Íslandsbanki leggur áherslu á að vinna í takt við umhverfið og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi bankans kann að hafa á umhverfið.

Á vinnustaðnum


Ýtt er undir helgun starfsmanna með virkri þátttöku í samfélagsverkefnum, vellíðan á vinnustað og markvissri fræðslu. Íslandsbanki leggur sig fram við að ráða efla og halda í hæfileikaríkt og ábyrgt starfsfólk.

Styrkir


Íslandsbanki vill jákvætt hreyfiafl í nærsamfélagi sínu og styður við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum fjórum sem bankinn vinnur eftir. Þau eru:

  • aðgerðir í loftslagsmálum
  • jafnrétti kynjanna
  • menntun fyrir alla
  • nýsköpun og uppbygging
2018

Það helsta árið 2018


Ábyrgar lánveitingar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og umfangsmikil fræðsla fyrir almenning var meðal þess sem einkenndi samfélagsábyrgð Íslandsbanka árið 2018.