Ávörp


Ávarp stjórnarformanns

Mikilvægt er að þekking og kunnátta viðhaldist í bankanum í bland við nýja vinda og við erum sannfærð um að þetta mikla lærdómsár verði til þess að styrkja enn betur stoðir og rekstur bankans.

    Lesa ávarp stjórnarformanns

    Ávarp bankastjóra

    Á árinu lögðum við sérstaka áherslu á samhæfingu og nýtingu stafrænna gagna með stofnun nýs sviðs þar sem saman koma okkar færustu sérfræðingar í tæknimálum, vöruþróun og gagnameðferð.

      Lesa ávarp bankastjóra

      Þetta er Íslandsbanki


      • Bankinn rekur útibúanet með 12 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra.
      • Framtíðarsýnin er að skapa virði til framtíðar með framúrskarandi þjónustu.
      • Íslandsbanki hefur þróað margvíslegar stafrænar lausnir til að koma til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina en ný stafræn bílalánavegferð fór meðal annars í loftið á árinu og beta útgáfa af spjallmenninu Fróða getur nú talað við viðskiptavini.
      • Nýjar viðbótaröryggiskröfur hafa verið kynntar í appi og netbanka sem svör við aukinni svikahættu.
      • Sjálfbærni er sem fyrr ein af lykiláherslum bankans og hefur 93% af útlánaáhættu bankans verið metin út frá UFS áhættuþáttum.
      • Íslandsbanki er með lánshæfismatið A3 með stöðugum horfum frá Moody’s Investor Services og BBB/A-2 á jákvæðum horfum frá S&P Global Ratings.

      Eftir storminn lifir aldan


      Áskoranir og tækifæri

      Við höfum fengið að kynnast mörgum nýjum áskorunum undanfarin ár, hvort sem það er heimsfaraldur, verðbólga, hátt vaxtastig eða krefjandi aðstæður á mörkuðum um allan heim. Þetta ár var engin undantekning í þeim efnum.

      Við gengum auk þess í gegnum ýmsar breytingar og fengum á árinu sterkan mótvind í fangið. Við kvöddum reynda leiðtoga og buðum nýja velkomna. Við fórum í gegnum sjálfskoðun, bættum innri ferla og regluverk, uppfærðum áhættumat og styrktum okkur á fjölmörgum öðrum sviðum. Við náðum líka frábærum árangri á mörgum vígstöðvum. Liðsheild, starfsánægja og helgun starfsfólks hefur haldist há í gengum mótbyrinn og erum við stolt af því.

      Við misstum ekki móðinn og minntum okkur á að í áskorunum felast tækifæri, staðráðin í því að gera Íslandsbanka að enn eftirsóknarverðari vinnustað. Saman lítum við því björtum augum á komandi misseri, sterkari en áður og full af eldmóði.

      Við misstum ekki móðinn og minntum okkur á að í áskorunum felast tækifæri, staðráðin í því að gera Íslandsbanka að enn eftirsóknarverðari vinnustað.

      Hafsteinn Bragason
      Mannauðsstjóri

      Stefna Íslandsbanka


      Stefna Íslandsbanka

      Samkvæmt stefnu Íslandsbanka er tilgangur bankans að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að skapa virði til framtíðar með því að veita framúrskarandi þjónustu.

        Lesa um stefnu Íslandsbanka

        Saman fram á veginn

        Settar hafa verið fjórar stefnuáherslur fyrir árin 2023-2025: þjónusta, gögn, sjálfbærni og starfsfólk.

          Lesa um allar stefnur

          Sköpum virði til framtíðar með framúrskarandi þjónustu


          Við erum til staðar fyrir viðskiptavini okkar

          Fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum árum. Fjárhagsleg heilsa, fjármálafræðsla og góð yfirsýn viðskiptavina yfir fjármál sín eru grunnur að farsælum vexti.

          Stafrænar lausnir og sjálfvirkni hafa leitt til þess að viðskipta-vinir eru í auknum mæli farnir að sinna fjármálum sínum á tímum sem eru óbundnir opnunartíma útibúa. Fróði, spjallmenni okkar, er í stöðugri þróun og geta viðskiptavinir okkar meðal annars spurt Fróða um stöðu á reikningum sínum og fengið upplýsingar um IBAN-númer eigin reikninga. Fróði fékk einnig alþjóðleg verðlaun fyrir að vera það spjallmenni sem flestum líkar við, en að jafnaði eru 85% þeirra ánægð með samskipti við hann.

          Stafræn þróun hefur leitt af sér bætta gagnasýn, sem mun styrkja þjónustu bankans gagnvart viðskiptavinum og bæta þjónustuupplifun. Það er markmið bankans að vera hreyfiafl til góðra verka og mikilvægt er að hann sé til staðar fyrir viðskiptavini á mikilvægum tímamótum í lífi þeirra.

          Stafræn þróun hefur leitt af sér bætta gagnasýn, sem mun styrkja þjónustu bankans gagnvart viðskiptavinum og bæta þjónustuupplifun.

          Ólöf Jónsdóttir
          Framkvæmdastjóri Einstkalinga

          Enn eitt kröftugt ár að baki

          Árið 2023 einkenndist af góðum vexti útlána í Viðskiptabankanum, umfram væntingar og í takti við áætlaðan nafnhagvöxt ársins. Aukning nýrra útlána dreifðist vel milli atvinnugreina, útibúa og fyrirtækjamiðstöðva. Ergo átti gríðargott ár, með 21% vöxt í lánabók og ný útlán fóru í fyrsta sinn yfir 50 milljarða króna.

          Hátt vaxtastig og þrálát verðbólga einkenndu efnahags-umhverfi fyrirtækja og ef spár um vaxtalækkanir ganga ekki eftir á næstu misserum má gera ráð fyrir að þessi staða reyni á viðnámsþrótt atvinnulífs og heimila. Enn sem komið er sjást þó ekki greinileg merki um neikvæða þróun hjá fyrirtækjum, til að mynda í vanskilavísum.

          Kerfismál, þróun dreifileiða og vöruþróun voru sem fyrr fyrirferðarmikil á árinu, ekki síst þróun á nýjum netbanka fyrir fyrirtæki, sem innleiddur verður á árinu. Sem fyrr erum við stolt af mjög sterkri og hæstu markaðshlutdeild á markaði lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem hlutdeild okkar á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki áður mælst hærri. Stærsta verkefni og áskorun Viðskiptabankans til framtíðar er að veita þessum stóra hópi fyrirtækja um allt land áfram framúrskarandi þjónustu bæði í eigin persónu og eftir stafrænum leiðum.

          Kerfismál, þróun dreifileiða og vöruþróun voru sem fyrr fyrirferðarmikil á árinu, ekki síst þróun á nýjum netbanka fyrir fyrirtæki, sem innleiddur verður á árinu.

          Una Steinsdóttir
          Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka

          Góður árangur í krefjandi umhverfi

          Fyrirtæki og fjárfestar áttu sitt besta rekstrarár þrátt fyrir mjög krefjandi efnahagsumhverfi. Langvarandi erfiðar aðstæður á verðbréfamörkuðum höfðu neikvæð áhrif á bæði fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun, en hátt vaxtastig hefur í gegnum tíðina ávallt leitt til minni umsvifa þessara eininga. Útgáfur á markaðsverðbréfum, skuldabréfum og víxlum, gengu þó vel og undir árslok voru merki um jákvæðan viðsnúning á verðbréfamörkuðum.

          Krefjandi verðbréfamarkaðir eru alltaf áskorun í Eignastýringu, þar sem miklar sveiflur á markaði geta reynt á áhættuþol fjárfesta. Á árinu var því aukin áhersla á virk samskipti, fræðslu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Íslandsbanki er leiðandi á markaðnum í gjaldeyrismiðlun og náði enn og aftur góðum árangri þar á árinu. Velta hefur aukist umtalsvert, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, sem er að ná fyrri styrk, og notkun gjaldeyrisvarna hefur aukist.

          Útlánastarfsemi á árinu gekk vel en samkeppni frá erlendum fjármálastofnunum hefur þó aukist til muna. Merkjanlega hefur dregið úr eftirspurn stærri fyrirtækja eftir lánum í kjölfar hækkandi vaxtastigs. Megináherslan hefur því verið lögð á að viðhalda viðskiptasamböndum með því að bjóða góða almenna bankaþjónustu. Samstarf við Fyrirtækjalánasjóð á vegum Íslandssjóða var farsælt á árinu, þar sem sameiginlega var unnið að sex verkefnum og sjóðurinn svo gott sem fullfjárfestur.

          Krefjandi verðbréfamarkaðir eru alltaf áskorun í Eignastýringu, þar sem miklar sveiflur á markaði geta reynt á áhættuþol fjárfesta. Á árinu var því aukin áhersla á virk samskipti, fræðslu og upplýsingagjöf til viðskiptavina.

          Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
          Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

          Landsins besta úrval sjóða er aðgengilegt í appi og netbanka Íslandsbanka

          Íslandssjóðir hafa í um 30 ár boðið íslenskum sparifjáreigendum gott úrval sparnaðarkosta, allt frá skammtímasjóðum fyrir lausafé til hlutabréfasjóða sem henta fyrir sparnað og fjárfestingar til lengri tíma. Hagstæðast er að spara í sjóðum í mánaðarlegri áskrift sem hægt er að stofna til í netbanka Íslandsbanka.

          Þungt var yfir íslenskum hlutabréfamarkaði á árinu og settu langt og bratt vaxtahækkunarferli, þrálát verðbólga og ýmsir óvissuþættir svip sinn á markaðinn. Skuldabréfamarkaður var þungur framan af ári en tók við sér á seinni hluta ársins. Útlit er fyrir að toppnum sé nú náð í vaxtahækkunum og má því telja líklegt að markaðir taki við sér á nýju ári. Á árinu voru þrjú ný félög skráð á innlendan hlutabréfamarkað, námufyrirtækið Amaroq, fasteignafélagið Kaldalón og sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélagið.

          Á árinu 2023 stofnuðu Íslandssjóðir sjóðinn IS Haf fjárfestingar slhf. þar sem Útgerðarfélag Reykjavíkur er kjölfestufjárfestir og samstarfsaðili. IS Haf er 10 milljarða króna fagfjárfestasjóður sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, allt frá hráefnisöflun og vinnslu til haftengdra tæknilausna, innviða og sjávartengdrar líftækni. Sjóðurinn hefur fjárfest í tveimur haftengdum fyrir-tækjum á árinu og frekari fjárfestingarkostir eru í skoðun hjá sjóðnum.

          Íslandssjóðir hafa í um 30 ár boðið íslenskum sparifjáreigendum gott úrval sparnaðarkosta, allt frá skammtímasjóðum fyrir lausafé til hlutabréfasjóða sem henta fyrir sparnað og fjárfestingar til lengri tíma.

          Kjartan Smári Höskuldsson
          Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.

          Sterkir innviðir sem byggja á fagmennsku


          Gagnadrifin upplifun viðskiptavina

          Undanfarið ár hefur áhersla Íslandsbanka á hagnýtingu gagna og greininga farið vaxandi, til að knýja áfram breytingar í takt við nýja þjónustustefnu bankans. Sú stefnuáhersla snýr ekki eingöngu að tækni, heldur einnig að því að breyta gagnamenningu innan bankans í heild, með nýtingu gagna til að taka upplýstar gagnadrifnar ákvarðanir. Vel heppnuð innleiðing á nýju debetkortakerfi er til vitnis um áherslu bankans á framúrskarandi tæknilega þróun – verkefnið var flókið en framkvæmt með lágmarksáhrifum á daglegan rekstur. Áherslan mun í kjölfarið færast yfir á yfirfærslu kreditkorta í nýtt kerfi á árinu 2024. Íslandsbanki hefur einnig lagt áherslu á að gera fyrirtækjavörur og þjónustu stafrænar, meðal annars með því að einfalda fyrirtækjum að hefja vegferð sína með okkur hraðar og greiðar en áður. Markmið Íslandsbanka er að kanna þau tækifæri sem felast í nýjustu tækni og vera í fararbroddi á því sviði meðal banka. Meðal þess sem bankinn leggur áherslu á er að tekin verði varfærin skref í nýtingu á framtíðarmöguleikum gervigreindar þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini.

          Undanfarið ár hefur áhersla Íslandsbanka á hagnýtingu gagna og greininga farið vaxandi, til að knýja áfram breytingar í takt við nýja þjónustustefnu bankans.

          Riaan Dreyer
          Framkvæmdastjóri Upplýsingatækni

          Stafrænar lausnir

          Íslandsbanki hefur sett sér skýra stefnu um að skapa virði til framtíðar fyrir viðskiptavini og hluthafa. Ný stafræn stefna miðar að því að skapa virði með því að leggja áherslu á sérsniðna, stafræna og gagnadrifna þjónustu.

            Nánar um stafrænar lausnir

            Fróði

            Fróði er spjallmenni sem búið er að forrita til þess að aðstoða og leiðbeina einstaklingum með bankaþjónustu. Hann er alltaf á vaktinni þannig að þú getur talað við hann þegar þér hentar.

              Lesa meira um Fróða

              Síbreytilegt umhverfi kallar á skilvirka og öfluga áhættustýringu

              Þrátt fyrir að bankar séu að ýmsu leyti íhaldssamir er starfsumhverfi þeirra sífellt að breytast. Nýir áhættuþættir koma reglulega fram á sjónarsviðið og geta þeir haft veruleg áhrif á áhættusnið banka. Má þar nefna tækninýjungar, félagslega og pólitíska undiröldu, umhverfisáhrif, netógnir og jarðhræringar. Þessar áhættur geta haft veruleg áhrif, bæði á rekstrarafkomu og orðspor. Þess vegna þarf að sýna stöðuga árvekni og áhættustýring að vera sveigjanleg og skilvirk til að geta borið kennsl á og metið nýja áhættuþætti.

              Árið 2023 var krefjandi að mörgu leyti vegna innri og ytri atburða. Bankinn hefur haft góðar gætur á útlánaáhættu vegna hárrar verðbólgu og vaxtabreytinga, en þrátt fyrir allt eru vanskil enn með minnsta móti. Ófjárhagslegir áhættu-þættir hafa einnig fengið mikla athygli og hefur eftirliti með hlítingaráhættu verið gert enn hærra undir höfði en áður var, meðal annars með breytingum á innra skipulagi. Áhættustýring Íslandsbanka er vel í stakk búin að mæta breyttum kröfum og hafa eftirlit með og stýra bæði nýjum og hefðbundnum áhættuþáttum.

              Árið 2023 var krefjandi að mörgu leyti vegna innri og ytri atburða. Bankinn hefur haft góðar gætur á útlánaáhættu vegna hárrar verðbólgu og vaxtabreytinga, en þrátt fyrir allt eru vanskil enn með minnsta móti.

              Guðmundur Kristinn Birgisson
              Framkvæmdastjóri Áhættustýringar

              Langhlaup ekki sprettur

              Það gengur vel að innleiða þær breytingar sem lagt er upp með til að efla Regluvörslu bankans eftir annasamt ár. Ljóst er að árið var mjög krefjandi en það er mikill hugur í fólki að vanda vel til verka.

              Mikilvægu úrbótaverkefni er nú lokið og innviðir bankans og áhættumenning hafa verið styrkt til framtíðar. Því má þó ekki gleyma að vegferðin sem við erum á er til lengri tíma og við, líkt og aðrir aðilar á fjármálamarkaði, þurfum alltaf að vera að huga að og vera reiðubúin að feta nýjar brautir.

              Regluverk breytist og innviðir bankans aðlagast nýjum og breyttum kröfum, allt frá sjálfbærum fjármálum, til aukinna krafna til öryggis nets- og upplýsingakerfa, til mögulegrar nýrrar heildarlöggjafar á sviði aðgerða gegn peningaþvætti og allt þar á milli.

              Starfsfólk Regluvörslu er tilbúið í næsta kafla í starfsemi bankans og hlakkar til að takast á við þær áskoranir sem bankinn mun standa frammi fyrir í framtíðarverkefnum. Í því skiptir miklu að viðhalda og auka við reynslu, færni og sérþekkingu sviðsins.

              Það gengur vel að innleiða þær breytingar sem lagt er upp með til að efla Regluvörslu bankans eftir annasamt ár. Ljóst er að árið var mjög krefjandi en það er mikill hugur í fólki að vanda vel til verka.

              Barbara Inga Albertsdóttir
              Framkvæmdastjóri Regluvörslu

              Sjálfbær Ís­lands­banki


              Íslandsbanki hefur einsett sér að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Íslandsbanki vill vinna með viðskiptavinum sínum og hreyfa þannig við íslensku samfélagi.

              Sjálf­bærni­stefna

              Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

                Nánar um sjálfbærnistefnu

                Sjálfbærniuppgjör

                Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2023 hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá 2019 í síðasta sinn.

                  Nánar um sjálfbærniuppgjör

                  Sjálfbær Íslandsbanki

                  Íslandsbanki hefur einsett sér að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Íslandsbanki vill vinna með viðskiptavinum sínum og hreyfa þannig við íslensku samfélagi.

                    Lesa um sjálfbærni

                    Efnahagságrip


                    Hagvöxtur var myndarlegur á síðasta ári, studdur af örum vexti útflutnings, þróttmikilli einkaneyslu og talsverðum fjárfestingarvexti. Vaxandi þenslumerki grófu þó um sig í hagkerfinu og birtust einkenni þenslunnar meðal annars í spenntum íbúðamarkaði, allnokkrum viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu. Horfur eru á hægari vexti íslenska hagkerfisins í ár og aðlögun að jafnvægi í hagkerfinu mun væntanlega endurspeglast í bata í utanríkisviðskiptum, jafnvægi á vinnumarkaði og hjaðnandi verðbólgu.

                    Fjármál og fjármögnun


                    Afkoman góð á annasömu ári

                    Afkoma Íslandsbanka árið 2023 var góð og reksturinn gekk vel. Arðsemi var 11,3% á árinu sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans. Tekjumyndunin var sterk með 12% aukningu á árinu. Kostnaðarhlutfall fyrir árið var 41.6% sem er það sama og á fyrra ári. Virðisrýrnun útlána nam 1015 milljónum króna á árinu, vegna óvissu tengdri jarðhræringum og áhrifum á Grindavík. Á árinu hægði á vexti útlána og nam hann 3%. Innlán jukust um 8% og eru þau áfram helsti fjármögnunarliður bankans. Erlendum útgáfum bankans var vel tekið og þegar líða tók á árið má segja að markaðir erlendis hafi færst nær eðlilegu horfi eftir krefjandi tíma undanfarna 18 mánuði. Bankinn er vel fjármagnaður og eru öll lausafjár- og eiginfjárhlutföll yfir markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Stjórn bankans mun því leggja til á aðalfundi að greiddir verði 12,3 milljarða króna arður, sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Úthlutun á allt að 10 milljörðum króna af umfram eigin fé almenns þáttar 1 (CET1) eru áformuð á árinu, meðal annars með endurkaupum á eigin bréfum.

                    Afkoma Íslandsbanka árið 2023 var góð og reksturinn gekk vel. Arðsemi var 11,3% á árinu sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans. Tekjumyndunin var sterk með 12% aukningu á árinu.

                    Ellert Hlöðversson
                    Framkvæmdastjóri Fjármála

                    Stjórnskipulag


                    Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.

                    Stjórn Íslandsbanka

                    Stjórn Íslandsbanka hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé í samræmi við lög og reglur sem um starfsemi hans gilda, góða viðskiptaog stjórnarhætti og þær reglur sem stjórn hefur sett um starfsemi bankans.

                      Nánar um stjórn Íslandsbanka

                      Framkvæmdastjórn

                      Framkvæmdastjórn hefur yfirsýn og samhæfir lykilþætti í starfsemi Íslandsbanka og fer með ákvörðunarvald í þeim málefnum bankans sem bankastjóri felur henni í samræmi við stefnu, markmið og áhættuvilja stjórnar.

                        Nánar um framkvæmdastjórn