Stjórn Íslandsbanka

Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, auk tveggja varamanna, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn.

Hlutverk stjórnar


Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur bankastjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti.

Linda Jónsdóttir

Stjórnarformaður frá júlí 2023


Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. (2022-2024). Fjármálastjóri Marel hf. (2014-2022). Forstöðumaður fjárstýringar, fjármögnunar og fjárfestatengsla hjá Marel hf. (2009-2014). Forstöðumaður í Fjárstýringu hjá Straum Investment bank hf. (2005-2009). Forstöðumaður Fjárstýringar og Fjármögnunar hjá Burðarás hf. (2003-2005). Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Eimskipafélagsins (2002-2003). Forstöðumaður fjárstýringar hjá Eimskip hf. (1999-2003).

Trúnaðarstörf: Vísindagarðar Háskóla Íslands (stjórnarmeðlimur). Hefur setið í stjórn Framtakssjóðs Íslands, Viðskiptaráðs Íslands og Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Íslands.

Menntun: M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Hlutafjáreign og óhæði: Linda á 12.659 hluti í Íslandsbanka. Maki Lindu á 12.659 hluti í Íslandsbanka. Linda telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Endurskoðunarnefnd

Stefán Pétursson

Varaformaður stjórnar frá júlí 2023


Aðalstarf: Fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf.

Stafsreynsla: : Fjármálastjóri Arion banka hf. (2010-2021). Yfirmaður fjármögnunar, deildarstjóri fjármáladeildar og fjármálastjóri hjá Landsvirkjun (1993-2010).

Trúnaðarstörf: Hefur setið í Verkefnisstjórn ÍL sjóðs, stjórn Margildis ehf., Landfesta ehf., Valitor hf., Tryggingasjóðs, Landeyjar ehf. og Hablaer.

Menntun: MBA frá Babson College í Boston, Bandaríkjunum. Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Hlutafjáreign og óhæði: Stefán á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Endurskoðunarnefnd og áhættunefnd

Agnar Tómas Möller

Stjórnarmaður frá mars 2023


Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi fjárfestir.

Starfsreynsla: Sjóðsstjóri skuldabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu (2018-2022). Sjóðsstjóri skuldabréfasjóða hjá GAMMA Capital Management (2009-2018). Skuldabréfamiðlari hjá Kaupþingi banka (2006-2008). Áhættustýring hjá Kaupþingi banka (2004-2006). Kennari við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (2010-2014).

Trúnaðarstörf: ATM ehf. (framkvæmdastjóri og stjórnarmaður). Skáksamband Íslands (stjórnarmaður).

Menntun: M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og leggur stund á B.A. í sagnfræði við sama skóla.

Hlutafjáreign og óhæði: Agnar á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Áhættunefnd

Haukur Örn Birgisson

Stjórnarmaður frá júlí 2023


Aðalstarf: Hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri FIRMA lögmanna.

Starfsreynsla: Hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar (2008- 2023). Formaður úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur (2022-2023). Formaður endurupptökunefndar (2017-2021). Starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Inkasso (2010-2013). Héraðsdómslögmaður og fulltrúi hjá LEX lögmannsstofu (2004-2008). Héraðsdómslögmaður og fulltrúi hjá Nestor lögmönnum (2004). Kennari í ýmsum áföngum í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólann Hraðbraut (2004-2022).

Trúnaðarstörf: Alþjóða golfsambandið (stjórnarmaður). Hefur setið í stjórn GAM Management hf., Golfsambands Íslands sem forseti og Evrópska golfsambandsins sem forseti.

Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands. Hæstaréttarlögmaður.

Hlutafjáreign og óhæði: Haukur á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Formaður stjórnarhátta- og mannauðsnefndar

Helga Hlín Hákonardóttir

Stjórnarmaður frá júlí 2023


Aðalstarf: Meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki.

Starfsreynsla: Stofnandi og lögmaður hjá Lixia lögmannsstofu (2011-2014). Meðstofnandi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Sögu fjárfestingarbanka hf. (2006-2011). Lögmaður hjá Straumi Burðarás fjárfestingabanka (2005-2006), Íslandsbanka hf. (2000-2005) og lögfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (1998-2000) og Verðbréfaþingi Íslands (1996-1998).

Trúnaðarstörf: Rue de Net (stjórnarmaður), AÞ þrif (stjórnarmaður) og Lyftingasamband Íslands (formaður). Hefur setið í stjórn mark.is sem stjórnarformaður, Verðbréfaþings Íslands sem varamaður, Skeljungs hf., Summu Rekstrarfélags hf., Greiðsluveitunnar, Viðskiptaráðs, Festi hf., Krónunnar hf., Vís hf. sem formaður stjórnar, Lífís sem varamaður, WOW air hf., Meniga Ltd. og í Háskólaráði Háskólans á Akureyri.

Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands. Héraðsdómslögmaður. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Hlutafjáreign og óhæði: Helga Hlín á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd og formaður áhættunefndar

Stefán Sigurðsson

Stjórnarmaður frá mars 2024


Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Starfsreynsla: Forstjóri SÝN hf. (2014-2019). Framkvæmdastjóri Eignastýringar hjá Íslandsbanka (2008-2014). Forstöðumaður og síðar Framkvæmdastjóri Stefnumótunar hjá Glitni (2007-2008). Verkefnastjóri í Fyrirtækjaráðgjöf hjá Glitni hf. í Danmörku (2006-2007). Framkvæmdastjóri og meðstofnandi Bæjarútgerðarinnar (2002-2003). Framkvæmdastjóri og meðstofnandi Inntaks almannatengsla (2000-2002). Eigin viðskipti hjá Íslandsbanka (1998-2000).

Trúnaðarstörf: Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (stjórnarformaður). Fólk Reykjavík ehf. (stjórnarmaður). Isavia ANS ehf. (stjórnarmaður). North Ventures ehf. (stjórnarformaður). North Ranga ehf. (stjórnarformaður). Hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og Island Fund S.A. í Lúxemborg. 

Menntun: M.Sc. í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Hlutafjáreign og óhæði: Stefán á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd

Valgerður Hrund Skúladóttir

Stjórnarmaður frá mars 2024


Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Sensa ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs og Heildarlausnarsviðs Tæknivals hf. (1994-2002). Deildarstjóri rafmagnsdeildar Jóhann Ólafsson og Co. ehf. (1989-1994).

Trúnaðarstörf: Memento (stjórnarmeðlimur). Skógræktarfélag Reykjavíkur (stjórnarmeðlimur). Klassíski Listdansskólinn (varamaður). Íslandsstofa (varamaður). Hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Staka Automation, Talenta, Siminn DK, Sensa A/S, Samtaka Iðnaðarins, Samtaka Upplýsingatæknifyrirtækja sem stjórnarformaður og setið í Hugverkaráði Samtaka Iðnaðarins.

Menntun: MBA frá University of Miami. C.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hlutafjáreign og óhæði: Valgerður á 12.659 hluti í Íslandsbanka og telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Formaður endurskoðunarnefndar

Varamenn


Herdís Gunnarsdóttir, frá mars 2016

Páll Grétar Steingrímsson, frá mars 2022

Undirnefndir stjórnar


Undirnefndir stjórnar eru þrjár og starfa þær samkvæmt erindisbréfi frá stjórn og starfsreglum stjórnar. Stjórn kýs nefndarmenn undirnefnda og skipar formenn þeirra . Við skipun nefndanna skal stjórn taka tillit til þess hvaða sérþekkingar, hæfni og reynslu starf í viðkomandi undirnefnd krefst. Nefndirnar eru allar skipaðar stjórnarmönnum.

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd sem skipuð er tveimur stjórnarmönnum og einum utanaðkomandi nefndarmanni aðstoðar stjórn við að uppfylla eftirlitsskyldur sínar vegna fjárhagsupplýsinga, innra eftirlits, endurskoðunar og eftirlits við fylgni við lög og reglur ásamt siðareglum bankans.

Páll Grétar Steingrímsson hefur verið kjörinn utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd stjórnar.

Erindisbréf (pdf)

Áhættunefnd stjórnar

Áhættunefnd stjórnar sem skipuð er þremur stjórnarmönnum sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. vegna mótunar og innleiðingar á áhættustefnu og áhættuvilja bankans. Verkefni áhættunefndar stjórnar ná til móðurfélagsins, dótturfélaga þess og samstæðunnar í heild sinni.

Erindisbréf (pdf)

Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd

Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn bankans við að fylgjast með þróun og meta reglulega nálgun bankans í góðum stjórnarháttum og árangur stjórnarmanna.

Frekari upplýsingar um hlutverk og ábyrgð undirnefnda stjórnar má finna í kafla um stjórnarhætti í ársskýrslu bankans.

Erindisbréf (pdf)

Hæfismat stjórnar


Allir stjórnarmenn Íslandsbanka hafa staðist sérstakt hæfismat, sem allir stjórnarmenn félaga sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins verða að undirgangast.

Starfsreglur stjórnar kveða einnig á um skyldu stjórnar til að meta störf sín og einstakra stjórnarmanna, verklag og starfshætti eigi sjaldnar en árlega. Þessu mati er ætlað að bæta starfshætti og skilvirkni stjórnarinnar. Við árangursmat er lagt mat á styrkleika og veikleika í störfum stjórnar. Árangursmatið byggir m.a. á mati á nauðsynlegum fjölda stjórnarmanna og samsetningu stjórnar m.t.t. hæfni og reynslu, verklags og starfshátta. Stjórn leggur jafnframt árlega mat á sameiginlegt hæfi stjórnar og einstakra stjórnarmanna í samræmi við starfsreglur stjórnar og stefnu bankans um mat á hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna.

Starfsreglur stjórnar


Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.