Stjórn Íslandsbanka

Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, auk tveggja varamanna, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn.

Hlutverk stjórnar


Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur bankastjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti.

Finnur Árnason

Formaður stjórnar. Stjórnarmaður frá mars 2022


Starf: Sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi.

Starfsreynsla: Forstjóri Haga hf. (2005-2020). Framkvæmdastjóri Hagkaups (2000-2005).

Trúnaðarstörf: Nýr Landspítali NLSH ohf. (stjórnarformaður). Ormsson ehf. (stjórnarformaður)

Menntun: MBA frá University of Hartford í Bandaríkjunum. Cand. oecon. frá Háskóla Íslands.

Hlutafjáreign og óhæði: Finnur Árnason á 95.258 hluti í Íslandsbanka og 12.658 hluti í gegnum félagið Rekavík ehf. Maki Finns á 95.258 hluti í Íslandsbanka. Finnur telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.

Agnar Tómas Möller

Stjórnarmaður frá mars 2023


Starf: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Starfsreynsla: Sjóðsstjóri skuldabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu (2018-2022). Sjóðsstjóri skuldabréfasjóða hjá GAMMA Capital Management (2009-2018). Skuldabréfamiðlari hjá Kaupþing banka (2006-2008).

Trúnaðarstörf: ATM ehf. (stjórnarmaður).

Menntun: M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og leggur stund á B.A. í sagnfræði í sama skóla.

Hlutafjáreign og óhæði: Agnar á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd.

Anna Þórðardóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Starf: Sjálfstætt starfandi stjórnarmaður.

Starfsreynsla: Endurskoðandi hjá KPMG (1988-2015), þar af eigandi frá 1999.

Trúnaðarstörf: Framtíðarsetur Íslands (stjórnarmaður). Endurskoðunarnefnd Haga hf. (formaður). Endurskoðunarnefnd Regins hf. (formaður).

Menntun: Cand. oecon. frá Háskóla Íslands. Stundaði cand. merc. nám í fjármálafræðum við Handelshøjskolen í Árósum, Danmörku. Löggiltur endurskoðandi.

Hlutafjáreign og óhæði: Anna á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Formaður endurskoðunarnefndar.

Ari Daníelsson

Stjórnarmaður frá mars 2022


Starf: Sjálfstætt starfandi stjórnarmaður og fjárfestir.

Starfsreynsla: Hugbúnaðarþróun fyrir fjármálamarkað hjá Mentis hf. (1999-2006), framkvæmdastjóri og stjórnarmaður.  Viðskiptaþróun og eignafjármögnun hjá Glitni banka hf. (2006-2008). Framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Glitnir Bank Luxembourg S.A. (2008-2010). Stofnandi og framkvæmdastjóri Reviva Capital S.A., alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki (2010-2022).

Trúnaðarstörf: Origo hf. (stjórnarmaður). Reviva Capital S.A. (stjórnarformaður). Menntaskóli í tónlist - MíT (stjórnarmaður).

Menntun: MBA frá Háskólanum í Reykjavík. B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Viðbótarnám í stjórnarháttum alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD í Frakklandi.

Hlutafjáreign og óhæði: Ari á 469.005 hluti í Íslandsbanka í gegnum félagið R-Holdings 1 S.a.r.l. og 37.976 hluti í gegnum eignarhaldsfélagið MFT 1 ehf. og telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd og endurskoðunarnefnd.

Frosti Ólafsson

Stjórnarmaður frá mars 2020


Starf: Framkvæmdastjóri Olís ehf.  

Starfsreynsla: Sjálfstæður ráðgjafi (2020-2021). Forstjóri ORF Líftækni hf. (2017-2020). Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands (2013-2017). Ráðgjafi hjá McKinsey & Company (2011-2013).

Trúnaðarstörf: Controlant hf. (stjórnarmaður). Garður ehf. (stjórnarmaður).

Menntun: MBA frá London Business School. B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og Macquire University í Sydney, Ástralíu.

Hlutafjáreign og óhæði: Frosti á 12.659 hluti í Íslandsbanka og 12.659 hluti í gegnum félagið Óson ehf. Maki Frosta á 12.659 hluti í Íslandsbanka. Frosti telst óháður bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Formaður stjórnarhátta- og mannauðsnefndar.

Guðrún Þorgeirsdóttir

Varaformaður stjórnar. Stjórnarmaður frá mars 2020


Starf: Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá PayAnalytics ehf. Framkvæmdastjóri Tharsis ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi hf. (2014-2016). Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Skeljungi hf. (2013-2014). Fjárfestingarstjóri hjá Klakka ehf. (2010-2013). Framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista hf. (2006-2010).

Trúnaðarstörf: Pavonis ehf. (varamaður)

Menntun: MBA frá HEC School of Management í Frakklandi. B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Próf í verðbréfaviðskiptum.

Hlutafjáreign og óhæði: Guðrún á enga hluti í Íslandsbanka og telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Jón Þór Sigurvinsson, maki Guðrúnar, er forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Artica Finance hf., einn af samkeppnisaðilum Íslandsbanka. Engin önnur hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Formaður áhættunefndar.

Valgerður Hrund Skúladóttir

Stjórnarmaður frá mars 2023


Starf: Framkvæmdastjóri Sensa ehf.

Stafsreynsla: Framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs og Heildarlausnarsviðs Tæknivals hf. (1994-2002). Deildarstjóri rafmagnsdeildar Jóhann Ólafsson og Co. ehf. (1989-1994).

Trúnaðarstörf: Memento (stjórnarmeðlimur). Skógræktarfélag Reykjavíkur (stjórnarmeðlimur). Háskólaráð HR (meðlimur).

Menntun: MBA frá University of Miami. C.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hlutafjáreign og óhæði: Valgerður á 12.6598 hluti í Íslandsbanka og telst óháð bankanum og stórum hluthöfum hans. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Íslandsbanka.

Undirnefndir: Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd og stjórnarhátta- og mannauðsnefnd.

Varamenn


Páll Grétar Steingrímsson, frá mars 2022
Herdís Gunnarsdóttir, frá mars 2016

Undirnefndir stjórnar


Undirnefndir stjórnar eru þrjár og starfa þær samkvæmt erindisbréfi frá stjórn og starfsreglum stjórnar. Stjórn kýs nefndarmenn undirnefnda og skipar formenn þeirra . Við skipun nefndanna skal stjórn taka tillit til þess hvaða sérþekkingar, hæfni og reynslu starf í viðkomandi undirnefnd krefst. Nefndirnar eru allar skipaðar stjórnarmönnum.

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn við að uppfylla eftirlitsskyldur sínar vegna fjárhagsupplýsinga, innra eftirlits, endurskoðunar og eftirlits við fylgni við lög og reglur ásamt siðareglum bankans.

Erindisbréf (pdf)

Áhættunefnd stjórnar

Áhættunefnd stjórnar sem skipuð er þremur stjórnarmönnum sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. vegna mótunar og innleiðingar á áhættustefnu og áhættuvilja bankans. Verkefni áhættunefndar stjórnar ná til móðurfélagsins, dótturfélaga þess og samstæðunnar í heild sinni.

Erindisbréf (pdf)

Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd

Stjórnarhátta- og mannauðsnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn bankans við að fylgjast með þróun og meta reglulega nálgun bankans í góðum stjórnarháttum og árangur stjórnarmanna.

Frekari upplýsingar um hlutverk og ábyrgð undirnefnda stjórnar má finna í kafla um stjórnarhætti í ársskýrslu bankans.

Erindisbréf (pdf)

Hæfismat stjórnar


Allir stjórnarmenn Íslandsbanka hafa staðist sérstakt hæfismat, sem allir stjórnarmenn félaga sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins verða að undirgangast.

Starfsreglur stjórnar kveða einnig á um skyldu stjórnar til að meta störf sín og einstakra stjórnarmanna, verklag og starfshætti eigi sjaldnar en árlega. Þessu mati er ætlað að bæta starfshætti og skilvirkni stjórnarinnar. Við árangursmat er lagt mat á styrkleika og veikleika í störfum stjórnar. Árangursmatið byggir m.a. á mati á nauðsynlegum fjölda stjórnarmanna og samsetningu stjórnar m.t.t. hæfni og reynslu, verklags og starfshátta. Stjórn leggur jafnframt árlega mat á sameiginlegt hæfi stjórnar og einstakra stjórnarmanna í samræmi við starfsreglur stjórnar og stefnu bankans um mat á hæfi stjórnar, bankastjóra og lykilstarfsmanna.

Starfsreglur stjórnar


Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.