Stjórn Íslandsbanka

Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, auk tveggja varamanna, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn.

Hlutverk stjórnar


Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur bankastjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti.

Hlutafé Íslandsbanka er í eigu íslenska ríkisins. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum í samræmi við lög 88/2009. Sérstök valnefnd er tilnefnd skv. 7. gr. laga 88/2009 um Bankasýslu ríkisins sem tilnefnir fulltrúa til setu í stjórn bankans.

Friðrik Sophusson

Formaður stjórnar frá janúar 2010


Friðrik hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði stefnumörkunar í efnahagsmálum, stjórnun og opinberri þjónustu á Íslandi. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem og sinnt stjórnarsetu. Friðrik var framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1972-1978 þegar hann tók sæti á Alþingi. Friðrik átti sæti í ríkisstjórn 1987-1988, þá sem iðnaðar- og orkumálaráðherra og síðar sem fjármálaráðherra 1991-1998. Árið 1999 tók Friðrik við starfi forstjóra Landsvirkjunar sem hann gegndi í tæp 11 ár. Hann er jafnframt stjórnarformaður Hlíðarenda ses.

Friðrik er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands.

Undirnefndir: Nefndarmaður í stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar.

Anna Þórðardóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Anna hefur mikla reynslu af stjórnarsetu. Hún hefur setið í stjórn KPMG og félags löggiltra endurskoðenda. Hún situr í stjórn Framtíðarseturs Íslands, Heimavalla og er formaður endurskoðunarnefndar Haga. Anna starfaði hjá KPMG á árunum 1988-2015, þar af sem eigandi frá 1999 og bar m.a. ábyrgð á endurskoðun hjá eftirfarandi félögum: Reitum, Högum, 365, Baugi Group, Vodafone, Landfestum, Landey, 10-11 og Félagsbústöðum.

Anna er löggiltur endurskoðandi og er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún stundaði Cand.merc. nám í fjármálafræðum við Handelshøjskolen í Árósum, Danmörku..

Undirnefndir: Formaður endurskoðunarnefndar.

Auður Finnbogadóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Auður hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hún hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og MP banka. Auður hefur verið stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og Norðlenska. Hún hefur meðal annars setið í stjórn Framtakssjóðs Íslands, Icelandair Group, RÚV, Landsnets og Nýja Kaupþings banka. Auður er stjórnarmaður í kærunefnd útboðsmála og starfar sem verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ.

Auður er með B.Sc. í viðskiptafræði með áhersluá alþjóðlegviðskipti frá Háskólanum í Colorado, Boulder í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands vorið 2018 og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd stjórnar.

Árni Stefánsson

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslutengdri stóriðju á Íslandi. Hann starfar sem framkvæmdastjóri, og situr í framkvæmdastjórn, hjá Rio Tinto. Árni hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá Norðuráli Grundartanga, deildarstjóri hjá Landsneti og yfirmaður netrekstrar hjá Landsvirkjun.

Árni er með M.Sc. gráðu í rafmagns- og rekstrarverkfræði og B.sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.

Undirnefndir: Forrmaður í áhættunefnd stjórnar.

Hallgrímur Snorrason

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Hallgrímur starfar sjálfstætt sem ráðgjafi í opinberri hagskýrslugerð. Hann gegndi starfi Hagstofustjóra 1985-2007 og var aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar 1980-1984. Hann hefur setið í fjölda stjórna, m.a. bankaráði Útvegsbanka Íslands, Skýrr og Auði Capital. Hann hefur jafnframt verið formaður ýmissa stjórnskipaðra nefnda, bæði innlendra sem og nefnda tengdum norrænu samstarfi, EFTA, ESB og OECD.

Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Edinborg.

Undirnefndir: Nefndarmaður í stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar og endurskoðunarnefnd.

Heiðrún Jónsdóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Heiðrún starfar sem héraðsdómslögmaður hjá Múla lögmannsstofu. Auk þess að sitja í stjórn bankans er hún stjórnarmaður í Icelandair Group og varaformaður Lögmannafélags Íslands. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi Íslands, Lex Lögmannsstofu og framkvæmdastjóri lögfræði- og mannauðssviðs KEA. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu frá árinu 1998. Hún hefur meðal annars verið formaður stjórnar Norðlenska, Íslenskra verðbréfa, Gildis lífeyrissjóðs og stjórnarmaður í stjórn Ístaks, Reiknistofu bankanna, Arion verðbréfavörslu, Þekkingar, Landssambands lífeyrissjóða, Símans og Olíuverzlunar Íslands.

Heiðrún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún lauk stjórnendanámi, Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School í Barcelona á Spáni 2017.

Undirnefndir: Formaður í stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.

Tómas Már Sigurðsson

Varaformaður stjórnar frá mars 2019


Tómas er fæddur árið 1968 og tók sæti í stjórn bankans á aðalfundi 2019. Tómas er aðstoðarforstjóri Alcoa Corporation, Pittsburg í Bandaríkjunum og stýrir stefnumótandi samstarfverkefnum félagsins. Tómas gegndi áður starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls og Alcoa á Íslandi, en fluttist í árslok 2011 til Genfar til að stýra Alcoa í Evrópu. Frá 2014-2018 var Tómas framkvæmdastjóri Alcoa Corporation á heimsvísu. Tómas var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2009-2012 og sat í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2005-2011. Hann sat í framkvæmdastjórn Evrópska Álfélagsins/sambandsins, Eurometaux, og Bandaríska viðskiptaráðs Evrópusambandsins frá 2012-2014. Tómas er í dag í fjölda stjórna á vegum Alcoa ásamt því að vera í stjórn evrópskra álframleiðenda.

Tómas er með BS gráðu í bygginga- og umhverfisverkfræði og mastersgráðu í skipulagsverkfræði frá Cornell Háskóla í Bandaríkjunum.“

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd stjórnar.

Varamenn


Herdís Gunnarsdóttir, frá apríl 2016

Pálmi Kristinsson, frá apríl 2016

Undirnefndir stjórnar


Íslandsbanki er leiðandi alhliða fjármálafyrirtæki á Íslandi með 1.078 ma. kr. í eignir og 25%-50% markaðshlutdeild á hinum ýmsu mörkuðum.

Saga bankans spannar yfir 140 ár af þjónustu við lykilatvinnuvegi þjóðarinnar. Á þessum tíma hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði ferðaþjónustu, sjávarútvegs og orku. Hjá bankanum starfa um 900 manns sem í sameiningu hafa mótað framtíðarsýn bankans um að vera #1 í þjónustu.

Bankinn var valinn efstur banka á Íslandi í Íslensku ánægjuvoginni (2010, 2011, 2013, 2014, 2015 og 2016), besti bankinn á Íslandi af tímaritunum Banker (2014, 2016 og 2017) og Euromoney (2013, 2014, 2015 og 2016) og besti fjárfestingarbankinn af Euromoney (2014).

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn við að uppfylla eftirlitsskyldur sínar vegna fjárhagsupplýsinga, innra eftirlits, endurskoðunar og eftirlits við fylgni við lög og reglur ásamt siðareglum bankans.

Erindisbréf (pdf)

Áhættunefnd stjórnar

Áhættunefnd stjórnar sem skipuð er fjórum stjórnarmönnum sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. vegna mótunar og innleiðingar á áhættustefnu og áhættuvilja bankans. Verkefni áhættunefndar stjórnar ná til móðurfélagsins, dótturfélaga þess og samstæðunnar í heild sinni.

Erindisbréf (pdf)

Stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd

Stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd sem skipuð er þremur stjórnarmönnum aðstoðar stjórn bankans við að fylgjast með þróun og meta reglulega nálgun bankans í góðum stjórnarháttum og árangur stjórnarmanna.

Frekari upplýsingar um hlutverk og ábyrgð undirnefnda stjórnar má finna í kafla um stjórnarhætti í ársskýrslu bankans.

Erindisbréf (pdf)

Hæfismat stjórnar


Allir stjórnarmenn Íslandsbanka hafa staðist sérstakt hæfismat, sem allir stjórnarmenn félaga sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins verða að undirgangast.

Þetta ferli var innleitt af Fjármálaeftirlitinu til þess að styrkja eftirfylgni með lögum og reglum um hæfi stjórnarmanna og til þess að gera þá meðvitaða um þá ábyrgð og þekkingu sem krafist er af þeim sem stjórnarmönnum. Fjármálaeftirlitið hefur skipað ráðgefandi nefnd sem boðar stjórnarmenn til viðtals til að kanna og meta þekkingu þeirra og skoðanir á málefnum sem tengjast starfsemi bankans sem og ábyrgð þeirra sem stjórnarmanna.

Starfsreglur stjórnar


Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.