Bankastjóri og framkvæmdastjórn

Bankastjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er enn fremur í höndum bankastjóra að tryggja að starfsemi bankans sé ávallt í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lagaramma.

Bankastjóri og framkvæmdastjórn


Bankastjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er enn fremur í höndum bankastjóra að tryggja að starfsemi bankans sé ávallt í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lagaramma.

Bankastjóri skipar regluvörð bankans, framkvæmdastjóra yfir starfssvið bankans sem og nefndarmenn í ráðgefandi nefndir bankastjóra.

Í framkvæmdastjórn sitja sjö aðilar, að bankastjóra meðtöldum, en framkvæmdastjórnin stýrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu stjórnar.

Birna Einarsdóttir

Bankastjóri Íslandsbanka frá 2008


Á árunum 1998 til 2004 starfaði Birna sem vörustjóri hjá Royal Bank of Scotland. Birna starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka en hafði áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála, útibússtjóra og markaðsstjóra hjá Íslandsbanka. Hún hefur jafnframt starfað sem markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2 og Íslenskrar getspár. Birna hefur einnig, meðal annars setið í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands.

Birna er með Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

Birna hóf fyrst störf hjá forvera Íslandsbanka árið 1987.

Jón Guðni Ómarsson

Framkvæmdastjóri fjármála frá október 2011


Jón Guðni var forstöðumaður fjárstýringar frá 2008 til 2011. Jón hefur sinnt ýmsum störfum hjá bankanum og forverum hans, til dæmis innan markaðsviðskipta, þar sem hann veitti ráðgjöf um áhættuvarnir og á fyrirtækjasviði, þar sem hann tók þátt í erlendum lánveitingum. Jón Guðni hefur einnig sinnt ráðgjöf við áhættustýringu banka hjá SunGard í Boston.

Jón Guðni er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Georgia Institute of Technology og lauk AMP stjórnunarnámi frá Harvard Business School haustið 2022. Jón Guðni er einnig Chartered Financial Analyst (CFA) og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2000.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Framkvæmdastjóri einstaklinga frá maí 2017


Sigríður Hrefna starfaði áður sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís frá árinu 2014. Hún hefur áður starfað sem forstöðumaður fjárfestingabankasviðs hjá Arion banka, sem framkvæmdastjóri skilanefndar Sparisjóðsbanka Íslands, sem framkvæmdastjóri hjá Atlas Ejendomme A/S og sem lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Hún hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga bæði hérlendis sem erlendis.

Sigríður Hrefna er með embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands, er héraðsdómslögmaður og með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Þá hefur Sigríður lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Sigríður Hrefna hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2017.

Guðmundur Kristinn Birgisson

Framkvæmdastjóri áhættustýringar frá október 2018


Guðmundur gekk til liðs við Íslandsbanka árið 2011 og tók þá við starfi forstöðumanns áhættueftirlits. Þar annaðist hann meðal annars innleiðingu umgjarðar bankans um rekstraráhættustýringu og eftirlit með framkvæmd lánaferla í bankanum. 
Frá 2017 gegndi Guðmundur starfi forstöðumanns útlána á Einstaklingssviði bankans.

Guðmundur hefur fjölbreytta starfsreynslu og starfaði meðal annars sem lektor á sviði stærðfræðimenntunar og sem deildarforseti grunndeildar við Kennaraháskóla Íslands.

Guðmundur er með doktorsgráðu í stærðfræðimenntun frá Indiana University og B.A. gráðu í heimspeki og raunvísindum frá Háskóla Íslands.

Guðmundur Kristinn hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2011.

Una Steinsdóttir

Framkvæmdastjóri viðskiptabanka frá maí 2017


Una hefur víðtæka og fjölbreytta starfsreynslu úr bankanum. Hún var framkvæmdastjóri sameinaðs viðskiptabankasviðs frá október 2008 til maí 2017, framkvæmdastjóri útibúasviðs frá 2007 til 2008 og útibússtjóri útibúsins í Reykjanesbæ frá 1999. Áður sinnti hún ýmsum störfum í alþjóðadeild bankans, lánaeftirliti og við lána- og þjónustustjórnun.

Una hefur lokið Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lauk AMP stjórnunarnámi 2015 frá IESE í Barcelona.

Una hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 1991.

Ásmundur Tryggvason

Framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta frá janúar 2019


Ásmundur var forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar frá 2012 til 2019. Hann hefur sinnt ýmsum störfum hjá bankanum og forverum hans, m.a. hjá greiningu, fyrirtækjaþjónustu og einstaklingsþjónustu. Hann hefur jafnframt setið í stjórnum fjármála-, tækni-, iðn-, síma- og útgáfufyrirtækja.

Ásmundur er með embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands, er héraðsdómslögmaður og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Ásmundur hóf fyrst störf hjá forvera Íslandsbanka árið 1996.

Riaan Dreyer

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá september 2019


Riaan hefur víðtæka reynslu af stjórnun í upplýsingatækni, meðal annars sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Standard Bank og hjá tryggingarfélaginu Liberty Life í Suður-Afríku. Eftir flutning til Íslands árið 2016 starfaði Riaan við hugbúnaðarþróun og innleiðingu hjá Meniga og síðar sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka.

Riaan er með meistaragráðu í upplýsingatækni frá University of Pretoria í Suður-Afríku, auk þess að vera með BSc gráðu í bæði tryggingarstærðfræði og hagfræði. Þá hefur hann einnig lokið AMP stjórnunarnámi frá IESE Business School í Barcelona.

Riaan hóf störf hjá Íslandsbanka í september 2019.

Ráðgefandi nefndir bankastjóra


Ráðgefandi nefndir bankastjóra skiptast í stefnumótunarnefndir, sem sjá um innleiðingu á stefnu stjórnar, og viðskiptanefndir, sem taka afstöðu til einstakra viðskiptaerinda. Skipan nefndanna er ákveðin af bankastjóra og starfa þær samkvæmt erindisbréfi og starfsreglum settum af bankastjóra. 

Framkvæmdastjórn og Áhættustefnunefnd teljast til stefnumótunarnefnda og taka lykilákvarðanir er varða innleiðingu á þeirri stefnu sem mörkuð er af stjórn. Í þeim eiga sæti allir framkvæmdastjórar bankans auk annarra stjórnenda sem skipaðir eru af bankastjóra.

  • Framkvæmdastjórn skal hafa yfirsýn og samhæfa lykilþætti í starfsemi Íslandsbanka. Framkvæmdastjórn fer með ákvörðunarvald í þeim málefnum bankans sem bankastjóri felur henni í samræmi við stefnu, markmið og áhættuvilja.
  • Áhættustefnunefnd tekur lykilákvarðanir er varða innleiðingu á umgjörð áhættustýringar og innra eftirlits og hefur eftirlit með því að áhættusnið bankans sé innan þess ramma sem markast af yfirlýsingu stjórnar um áhættuvilja. Áhættustefnunefnd gefur út leiðbeiningar um áhættuviðmið og samþykkir aðferðir og forsendur við útreikning á áhættumælikvörðum auk þess sem nefndin staðfestir lánareglur og aðrar reglur er varða útfærslu á áhættustefnu.

Viðskiptanefndir bankans taka afstöðu til einstakra viðskipta- eða rekstrarerinda í samræmi við stefnuskjöl, reglur og önnur mörk sem samþykkt hafa verið af stjórn, framkvæmdastjórn eða áhættustefnunefnd. Viðskiptanefndir bankans eru:

  • Yfirlánanefnd tekur afstöðu til erinda um lánamál og er formlegur vettvangur fyrir rýni og umræðu um einstök lánamál.
  • Efnahagsnefnd tekur afstöðu til erinda varðandi markaðsáhættu, lausafjárstýringu, fjármögnun, eiginfjármál og innri og ytri verðlagningu.
  • Fjárfestingarráð tekur afstöðu til erinda varðandi kaup, sölu og verðmat eignarhluta í félögum og öðrum fjárfestingum bankans.
  • Rekstrar- og öryggisnefnd tekur afstöðu til erinda varðandi nýjar vörur, nýja þjónustu, samfelldan rekstur og áhættusamar breytingar á kerfum og ferlum í bankanum.
  • Sjálfbærninefnd er formlegur vettvangur fyrir rýni og umræðu um mál er varða sjálfbærniáhættu, sjálfbær innkaup og viðskiptatækifæri.
  • Stafræn vörunefnd er formlegur vettvangur fyrir ákvarðanatöku um forgangsröðun á verkefnum á milli vöruteyma til samræmis við stefnu og áherslur bankans.