Fjár­mögnun

Greiður aðgangur að fjármagni getur skipt sköpum svo að fyrirtækið þitt nái markmiðum sínum.

Allar tegundir fjár­mögn­unar


Fyrirtækjum bjóðast ýmsar leiðir í fjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum.

Þarftu að fjár­magna atvinnu­tæki?


Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, aðstoðar þig með það sem upp á vantar við kaup á nýju eða notuðu atvinnutæki.

Endurnýjun á atvinnutæki getur bætt afköstin og auðveldað reksturinn. Ráðgjafar okkar þekkja vel það sem skiptir aðila í rekstri mestu máli. Við leggjum okkur fram við að mæta fjölbreyttum þörfum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.

Fjár­mála­viðtal fyrir­tækja


Við viljum stuðla að heilbrigðum rekstri fyrirtækja. Því bjóðum við eiganda eða forsvarsmanni fyrirtækis að koma í fjármálaviðtal þar sem farið er yfir lykilatriði í rekstrinum. Mögulega getum við bent þér á leiðir til að bæta reksturinn, og í leiðinni veitt enn betri þjónustu.