Fyrirtækjaráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf okkar hefur áralanga reynslu af umsjón með kaupum, sölu, yfirtöku og samruna fyrirtækja. Þá bjóðum við fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum alhliða ráðgjöf og þjónustu við framkvæmd útboða og skráninga á verðbréfum og töku þeirra til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.