Verðbréfamiðlun
Fyrirtækjaráðgjöf okkar veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf við útboð og skráningu verðbréfa. Við höfum áralanga reynslu af umsjón með hvers kyns útboðum og skráningu skulda- og hlutabréfa. Við bjóðum fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum alhliða þjónustu og ráðgjöf sem gerir þeim kleift að afla fjármagns með verðbréfaútgáfu.