Fjár­festa­vernd


Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vandlega lög um verðbréfaviðskipti og reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér vel eftirfarandi upplýsingar og reglur Íslandsbanka tengdar viðskiptum með fjármálagerninga. 


Auðkenni lögaðila (LEI) og auðkenni einstaklinga (NCI) vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á viðskiptavettvangi þurfa frá og með 3. janúar 2018 að hafa skilað inn auðkenni fyrir lögaðila (LEI-Legal Entity Identifier) til Íslandsbanka. Þetta á einnig við um útgefendur fjármálagerninga.

Einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn sérstöku auðkenni einstaklinga (NCI-National Client Identifier) til Íslandsbanka ef þeir ætla að eiga viðskipti með ofangreinda fjármálagerninga frá og með 3. janúar 2018.

Smelltu á viðeigandi hnappa hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar:

Auðkenni lögaðila (LEI) Auðkenni einstaklinga (NCI)

Um innleiðingu MiFID með lögum um verðbréfaviðskipti

Þann 1. nóvember 2007 tóku gildi lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Með lögunum var m.a. innleidd inn í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive, skammstafað MiFID) . Innleiðingi MIFID hafði í för með sér umfangsmiklar breytingar á reglum um verðbréfaviðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og höfðu breytingarnar áhrif á samskipti fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra.

Hvaða þýðingu hefur MiFID tilskipunin fyrir fjárfesta?

Innleiðing MiFID hafði áhrif á alla þá einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila) sem eiga í viðskiptum með fjármálagerninga á EES svæðinu. 

Meginmarkmið tilskipunarinnar er að stuðla að því að þróa og tryggja skilvirkni evrópsks fjármálamarkaðar ásamt því að auka yfirsýn og tiltrú fjárefsta á markaðnum. Markmið tilskipunarinnar er einnig að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja og því inniheldur tilskipunin m.a. meginreglur um viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. 

Kvartanir vegna fjármálagerninga

Hafir þú athugasemdir við meðferð kvörtunar sem þú hefur lagt fram getur þú kynnt þér eftirfarandi úrræði:

Stefna um meðhöndlun kvartana

Umboðsmaður viðskiptavina

Úrskurðar- og réttarúrræði