Fjárfestavernd


Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vandlega lög um verðbréfaviðskipti og reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér vel eftirfarandi upplýsingar og reglur Íslandsbanka tengdar viðskiptum með fjármálagerninga. 


Mat á hæfi - Uppfæra svör við spurningum

Vilji fjárfestar eiga kost á ráðgjöf um viðskipti með fjármálagerninga er Íslandsbanka skylt að afla upplýsinga um þekkingu og reynslu af fjármálamarkaði, fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstöðu svo við getum metið hvaða viðskipti hæfa fjárfesti. Mikilvægt er að uppfæra svör reglulega.
Til að svara spurningunum, smelltu hér.


Auðkenni lögaðila (LEI) og auðkenni einstaklinga (NCI) vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á viðskiptavettvangi þurfa frá og með 3. janúar 2018 að hafa skilað inn auðkenni fyrir lögaðila (LEI-Legal Entity Identifier) til Íslandsbanka. Þetta á einnig við um útgefendur fjármálagerninga.

Einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn sérstöku auðkenni einstaklinga (NCI-National Client Identifier) til Íslandsbanka ef þeir ætla að eiga viðskipti með ofangreinda fjármálagerninga frá og með 3. janúar 2018.

Smelltu á viðeigandi hnappa hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar:

Auðkenni lögaðila (LEI) Auðkenni einstaklinga (NCI)

Aukin fjárfestavernd með MIFID II

Árið 2007 tóku gildi lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Með lögunum var verið að innleiða tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um markaði fyrir fjármálagerninga sem bar skammstöfunarheitið MiFID (e. Markets in Financial Instruments Directive). Innleiðing MiFID hafði í för með sér umfangsmiklar breytingar á reglum um verðbréfaviðskipti innan EES. Markmið MiFID var að samræma reglur evrópskra fjármálamarkaða og innihélt hún margar meginreglur um viðskiptahætti fjármálafyrirtækja og færði viðskiptavinum fjármálafyrirtækja aukna vernd.

Evrópusambandið hefur nú samþykkt nýja kynslóð MiFID löggjafar sem nefnist MiFID II. Regluverkið tók gildi í aðildarríkjum ESB hinn 3. janúar 2018 og stefnt er að því að gildistaka á Íslandi verður á árinu 2021.

MiFID II regluverkinu er ætlað að auka enn frekar fjárfestavernd og gagnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga og tekur regluverkið auk þess mið af tækninýjungum sem orðið hafa frá setningu MiFID I. Regluverkið hefur ýmsar breytingar í för með sér sem tengjast m.a. aukinni upplýsingagjöf og skipulagskröfum fjármálafyrirtækja sem Íslandsbanki mun innleiða í starfsemi sína.

Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka sem eiga í viðskiptum með fjármálagerninga geta átt von á breytingum í tengslum við slík viðskipti eftir gildistöku regluverksins á Íslandi sem verða nánar kynntar þegar nær dregur.

Kvartanir vegna fjármálagerninga

Hafir þú athugasemdir við meðferð kvörtunar sem þú hefur lagt fram getur þú kynnt þér eftirfarandi úrræði:

Stefna um meðhöndlun kvartana

Umboðsmaður viðskiptavina

Úrskurðar- og réttarúrræði