Bíla- og tækjafjármögnun

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, aðstoðar þig með það sem upp á vantar við kaup á nýju eða notuðu atvinnutæki.

Kaupleiga


Kaupleiga er hentugur fjármögnunarkostur fyrir stórar fjárfestingar á borð við bifreiðar, vélar eða tæki. Þegar þú hefur fundið rétta tækið kaupir Ergo það og leigir þér í umsaminn tíma. Að leigutíma loknum er umsamin lokagreiðsla framkvæmd og tækinu afsalað til þín. 

Fjárfestingarlán


Fjárfestingarlán er fjármögnunarleið sem hentar við kaup á tækjum fyrir lög- og rekstraraðila. Fjárfestingarlán er hefðbundið veðlán/skuldabréf sem veitt er til kaupa á skráningarskyldum tækjum þar sem Ergo er á 1. veðrétti tækisins. Þú ert skráður eigandi. 

Birgðafjármögnun

Skráningarskyldra tækja

Birgðafjármögnun skráningarskyldra tækja hentar bílaumboðum, atvinnutækjasölum og bílasölum og er þjónustan sérsniðin fyrir hvern viðskiptavin. Í birgðafjármögnun fjármagnar Ergo ný og notuð skráningarskyld tæki ætluð til endursölu.