Ungt fólk

Við veitum ungu fólki á öllum aldri og á öllum skólastigum góða þjónustu, hagstæð kjör og ýmis fríðindi. Við bjóðum fjölbreyttar þjónustuleiðir sem henta hverju aldursbili. Hvort sem það er Georgsbaukur fyrir börn eða debetkort með fríðindum fyrir ungt fólk.

0-8 ára

Það er mikilvægt að byrja snemma að huga að framtíðinni og því bjóðum við okkar yngstu viðskiptavinum sparnaðarleiðir sem henta þeim.

Skoða 0-8 ára nánar

9-12 ára

Börn sem hafa náð 9 ára aldri geta fengið sitt fyrsta debetkort hjá Íslandsbanka og því mikilvægt að ræða snemma um fjármál og ábyrgð í þeim efnum. Við hvetjum foreldra til þess að ákveða sparnaðarmarkmið með barninu og hugsa þannig sparnað til lengri og skemmri tíma.

Skoða 9-12 ára nánar

13-17 ára

Þegar líður á unglingsárin er nauðsynlegt að huga að framtíðinni og setja sér markmið til lengri og skemmri tíma. Við bjóðum fjölbreyttar sparnaðar- og þjónustuleiðir fyrir ungt fólk.

Skoða 13-17 ára nánar

Námsfólk

Við viljum létta undir með námsfólki með því að veita þeim sérsniðna þjónustu og góða ráðgjöf.

Skoða nánar um námsfólk

Rafræn skilríki


Ef þú ert með SIM kort sem styður rafræn skilríki þá mætirðu í næsta útibú með símann þinn og gild skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) og þjónusturáðgjafi aðstoðar þig við að virkja skilríkin.

Foreldrar/forráðamenn geta sótt um skilríki fyrir einstaklinga yngri en 18 ára á vef auðkennis og þurfa því ekki að koma með umsækjanda í næsta útibú/afgreiðslustöð til að láta virkja skilríkin. Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa að framvísa gildu skilríki (vegabréfi eða ökuskírteini) í útibúi/afgreiðslustöð þegar skilríkin eru virkjuð.