Útskipti korta

Nú er komið að því að skipta út eldri kortum sem ekki eru lengur í boði. Árið 2012 sameinaðist Kreditkort Íslandsbanka og hefur vöruframboð verið sameiginlegt síðan 2018. Hér neðar finnur þú upplýsingar um hvað þessi breyting felur í sér.

Mikilvæg atriði vegna kortaskipta

  • Beingreiðslur verða stofnaðar fyrir nýju kortin hjá þeim sem voru með beingreiðslu á eldra kortinu.

  • Boðgreiðslur sem eru innlendar flytjast yfir á nýtt kort en viðskiptavinur þarf að skrá nýja boðgreiðslu fyrir allar boðgreiðslur. Við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast með því að innlendar boðgreiðslur skili sér yfir á nýja kortið

  • Snertilaus virkni er á nýju kortunum bæði á plastinu sjálfu og eins snjalltækjum (t.d. síma og snjallúrum). Eldri kortin buðu ekki upp á þann valmöguleika og því er nýtt kortanúmer nauðsynlegt til að nýta snertilausa virkni.

  • Enn eru kort í notkun sem ekki eru í vöruframboði Íslandsbanka og þess vegna eru viðskiptavinir að fá ný kort send

  • Korthafar hafa mun betri yfirsýn yfir fríðindi sem tengjast nýja kortinu sínu þar sem upplýsingar eru aðgengilegar hér á vefnum

Hvernig kort fæ ég?


Kortavara

Verður/ heiti

Nýtt árgjald

Almennt kort plús

Almennt kort án trygginga - fyrirframgreitt

1.900 kr

Corporate

Viðskiptakort Gull

14.900 kr

Einkakort  

Gullkort

10.500 kr

Gullkort

Gullkort

10.500 kr

Gullkort plús

Gullkort

6.500 kr

Platinum

Platinum

19.600 kr

Silfur kort

Almennt kort með tryggingum

6.500 kr

Silfur kort plús

Almennt kort með tryggingum - fyrirframgreitt

6.500 kr

Viðskiptakort Gull

Viðskiptakort Gull

14.900 kr

Viðskiptakort Gull plús

Viðskiptakort Silfur plús

4.900 kr

Nánari upplýsingar