Almennt kort með tryggingum

Almennt kreditkort er tilvalið fyrir fólk sem vill ódýrt, einfalt en öflugt kort með lágmarkstryggingum.

Næstu skref

Sæktu um hefðbundið eða fyrirframgreitt kreditkort á aðeins örfáum mínútum.
Árgjald
7.200 kr.
Árgjald aukakorts
4.300 kr.
Ferðatrygging
Almennar ferðatryggingar
Sérsniðin endurgreiðslutilboð
Fríða

Hentar almennt kort fyrir þig?

  • Tilvalið fyrsta kreditkort

  • Ódýrt og þægilegt

  • Hefðbundið eða fyrirframgreitt

  • Sérsniðin endurgreiðslutilboð frá Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka

  • Úttektarheimild korts í hraðbanka er 50.000 kr á sólarhring / takmörk kortatímabils er úttektarheimild korts

  • Almennar ferðatryggingar

Aukakort

Með því að vera með aukakort greiðir þú lægra árgjald heldur en af nýju aðalkorti en færð sömu fríðindi og gilda á aðalkorti.

Aðal- og aukakorthafi safna saman upp í veltuviðmið árgjaldsafsláttar. Einnig er utanumhald með aðal- og aukakorti einfaldara þar sem einungis er gefinn út einn reikningur stílaður á aðalkorthafa.

Fyrirframgreitt aukakort

Hefðbundið aukakort

Áður en þú sækir um...


  • Umsækjendur að korti með heimild verða að vera 18 ára eða eldri.
  • Börn á aldrinum 12 til 17 ára geta sótt um aukakort á fyrirframgreitt kreditkort forráðamanna eða annars lögráða einstaklings.
  • Við mat á umsókn korta með heimild er gert greiðslumat.

Afsláttarkjör miðast við veltu á korti* síðustu 12 mánuði fyrir greiðslu árgjalds.

25% afsláttur

50% afsláttur

100% afsláttur

550.000 kr.

1.100.000 kr.

1.700.000 kr.

*Sam­eig­in­lega veltu á að­al- og auka­korti

Almennar ferðatryggingar


Almennt kort kemur með almennum ferðatryggingum sem nýtast vel á ferðalögum erlendis. VÍS hefur umsjón með ferðatryggingum kreditkorta sem gefin eru út af Íslandsbanka. Nánari upplýsingar um tryggingarnar má nálgast á vef VÍS.

Fara yfir á vef VÍS