Stefnur

Frá stofnun hefur Íslandsbanki lagt ríka áherslu á stefnumótun.

Íslandsbanki #1 í þjónustu


Stefnur Íslandsbanka þjóna sem leiðarljós fyrir starfsemi bankans. Með skýrum stefnum og markmiðasetningu tryggjum við gagnsæi, náum framtíðarmarkmiðum og styðjum við daglegan rekstur.

Stefna Íslandsbanka


Starfsfólk bankans hefur tekið virkan þátt í mótun stefnunnar á árlegum stefnufundum, en fundirnir hafa leikið lykilhlutverk í stefnumótun bankans. Fyrsti stefnufundur bankans var haldinn í janúar 2009. Þema fundanna er tengt áherslum bankans hverju sinni.

Stefna í samfélagsábyrgð


Ein af stefnuáherslum Íslandsbanka er samfélagsábyrgð og hefur bankinn að leiðarljósi í öllum verkefnum að vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu.

Mannauðsstefna


Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Íslandsbanki sækist eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

Persónuverndarstefna


Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga eru mikilvægir þættir í starfsemi Íslandsbanka og bankinn tekur alvarlega þær skyldur sem þeim fylgja