Svipmynd af Íslandsbanka


  • Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með djúpstæðar rætur í íslenskri atvinnusögu sem nær yfir meira en 145 ár. Markaðshlutdeild bankans er á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði.
  • Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
  • Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 12 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings.

Ávörp


Ávarp stjórnarformanns

Síðastliðið starfsár Íslandsbanka var viðburðarríkt, annasamt og árangursríkt. Hlutabréf bankans voru skráð á markað eftir sölu ríkisins á hluta af eign þess í bankanum. Þetta krafðist mikillar vinnu af hálfu bankans. Þá voru áfram miklar annir tengdar breyttu viðskipta- og þjónustuumhverfi af völdum faraldursins. Rekstur bankans gekk vel og skilaði ágætum arði.

    Lesa ávarp stjórnarformanns

    Ávarp bankastjóra

    Tvennt má segja að hafi staðið hafi upp úr á þessu viðburðaríka ári. Annars vegar vel heppnað útboð á þriðjungshlut ríkisins í bankanum og skráning hans í kauphöll Nasdaq Iceland. Hins vegar áframhaldandi ráðstafanir bankans vegna heimsfaraldurs COVID-19 og útsjónarsemi starfsfólks bankans í þjónustu við viðskiptavini undir síbreytilegum og krefjandi aðstæðum. Við nutum þess sannarlega að hafa um árabil lagt áherslu á að byggja upp vel fjármagnaða, arðsama og stafræna bankastarfsemi.

      Lesa ávarp bankastjóra

      Saman erum við hreyfiafl til góðra verka


      Stefna Íslandsbanka

      Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem var samþykkt af stjórn í upphafi árs 2019 í kjölfar víðtækrar vinnu með aðkomu viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagaðila. Samkvæmt stefnunni er tilgangur Íslandsbanka að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna.

        Lesa um stefnu Íslandsbanka

        Mannauðurinn okkar

        Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að skapa uppbyggilegt og heilbrigt starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi. Starfsfólkið er stærsta auðlind bankans og við leggjum áherslu á að öllum líði vel í vinnu og fái tækifæri til að vaxa og þróast í starfi.

          Lesa um mannauðsstefnu Íslandsbanka

          Með samvinnu erum við #1 í þjónustu


          Góð þjónusta breytir öllu

          Mikilvægi þjónustuupplifunar og áhersla á góða þjónustu hefur aldrei verið eins mikil og nú á tímum stafrænna umbreytinga í bankaþjónustu. Einstaklingar kjósa í auknu mæli að sinna sínum daglegu bankaviðskiptum utan hefðbundinna opnunartíma, eða á tímum sem hentar þeirra lífstíl hvað best. Það er því mikilvægt fyrir banka líkt og okkar sem er í stöðugri framþróun að við hönnum okkar vöruborð og þjónustur með þeim hætti að þær mæti þörfum viðskiptavina okkar á þeim tímamótum sem þeir eru hverju sinni. Áhersla hefur verið lögð á fræðslu og aðgengi að góðum upplýsingum sem og góðum upplýsingaveitum líkt og spjallmenninu Fróða. Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæðislánum á nýliðnu starfsári og hefur það reynst okkur heillavænlegt hversu vel hefur tekist í stafrænni þróun þeirrar þjónustu en það hefur leitt til þess að ánægja viðskiptavina sem endurfjármögnuðu eða tóku hjá okkur húsnæðislán á síðasta ári er mjög há eða um 90% ánægja. Nýju ári fylgja ný tækifæri til að gera góða þjónustu enn betri. 

          Mikilvægi þjónustuupplifunar og áhersla á góða þjónustu hefur aldrei verið eins mikil og nú á tímum stafrænna umbreytinga í bankaþjónustu.

          Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir
          Framkvæmdastjóri Einstaklinga

          Íslensk fyrirtæki vel undirbúin fyrir kröftuga viðspyrnu

          Árið 2021 einkenndist sannarlega á áframhaldandi áhrifum og áskorunum COVID-19 heimsfaraldurs, en árið einkenndist líka af kröftugri viðspyrnu íslensk atvinnulífs ekki síst ferðaþjónustunnar með komu ferðamanna til Íslands á ný og almennt innlendrar eftirspurnar. Við fundum fljótt á árinu fyrir vaxandi eftirspurn nýrra útlána og náðu þau methæðum hjá okkur á árinu, en um leið voru uppgreiðslur og veltuhraði lána meiri, sem skilaði sér í hóflegum vexti lánasafnsins. Þá hafa innlán lítilla og meðalstórra fyrirtækja vaxið umfram hefðbundin ár og langt umfram áætlanir þessa árs og má merkja vöxt í öllum atvinnugreinum. Það var ánægjulegt að sjá niðurstöður úr Fyrirtækjavagni Gallups í lok árs sem staðfestir enn hæstu markaðshlutdeild og ánægju viðskiptavina á markaði.Íslensk fyrirtæki hafa sýnt og sannað í gegnum þennan heimsfaraldur að þau voru flest öll velundirbúin undir slíkar efnahagssveiflur. Úrræði ríkisstjórnarinnar spiluðu einnig stórt hlutverk við að ráða við vandann.Við merkjum bjartsýni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru óðum að vinna sig út úr áhrifum heimsfaraldursins, þrátt fyrir að ekki sé öll óvissa úti.

          Árið 2021 einkenndist sannarlega á áframhaldandi áhrifum og áskorunum COVID-19 heimsfaraldurs, en árið einkenndist líka af kröftugri viðspyrnu íslensk atvinnulífs ekki síst ferðaþjónustunnar með komu ferðamanna til Íslands á ný og almennt innlendrar eftirspurnar.
          Una Steinsdóttir
          Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka

          Góður árangur og aukin umsvif

          Allar deildir innan Fyrirtækja- og fjárfestasviðs náðu framúrskarandi árangri á árinu 2021. Vel gekk að aðstoða viðskiptavini við að sækja fjármögnun, bæði í gegnum útgáfu á skuldabréfamarkaði og með nýjum útlánum sem námu 87 milljörðum króna á árinu. Stór skref voru stigin á sviði sjálfbærni með veitingu fyrsta græna framkvæmdalánsins og hafist var handa við að greina kolefnisspor lánasafnsins. 

          Fyrirtækjaráðgjöf og Verðbréfamiðlun léku stórt hlutverk við sölu og skráningu Íslandsbanka í kauphöll og Fyrirtækjaráðgjöf veitti ráðgjöf í tengslum við sölu á fjarskiptafyrirtækinu Mílu, sem er stærsta erlenda fjárfesting hér á landi um árabil. Mikill vöxtur var hjá Einkabanka- og fagfjárfestaþjónustu og nam nettó aukning á eignum í stýringu 19 milljörðum króna á árinu. Gjaldeyrismiðlun og Afleiðuborð áttu metár og við sjáum fram á vaxandi umsvif í gjaldeyrisvörnum á komandi misserum. Verðbréfamiðlun var leiðandi í miðlun með skuldabréf og hlutabréfamiðlun átti metár samfara auknum umsvifum á markaði. Við búum að mikilli reynslu og krafti í okkar starfsfólki og ánægja viðskiptavina með okkar þjónustu hefur aldrei mælst meiri.  

          Allar deildir innan Fyrirtækja- og fjárfestasviðs náðu framúrskarandi árangri á árinu 2021. Vel gekk að aðstoða viðskiptavini við að sækja fjármögnun, bæði í gegnum útgáfu á skuldabréfamarkaði og með nýjum útlánum sem námu 87 milljörðum króna á árinu.

          Ásmundur Tryggvason
          Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta

          Góð ávöxtun sjóða og aukið aðgengi að sjóðum er jákvætt fyrir sparifjáreigendur

          Sparnaður hefur aukist verulega í heimsfaraldrinum. Innlán íslenskra heimila jukust um tæplega 170 milljarða eða yfir 17% á milli áranna 2019 og 2021. Þá fjölgaði hluthöfum í Kauphöllinni úr um 8.300 í lok árs 2019 í um 31.000 í lok árs 2021 og hafa hlutabréfasjóðir landsins ríflega tvöfaldast síðan í byrjun árs 2020. Þetta er einstaklega jákvæð þróun þar sem sparnaður veitir ákveðið öryggi á óvissutímum. Sjóðstjórar Íslandssjóða hafa skilað afbragðs verki og var sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf með hæstu ávöxtun allra íslenskra sjóða árið 2021. Það er ánægjulegt að sjá að samfara góðri ávöxtun á sjóðamarkaði hafi aðgengi  að sjóðum verið bætt til muna en Íslandsbanki var nú í sumar fyrsti bankinn til að bjóða upp á viðskipti með sjóði í Íslandsbanka-appinu sem hefur slegið í gegn, ekki síst hjá ungum sparifjáreigendum.

          Sparnaður hefur aukist verulega í heimsfaraldrinum. Innlán íslenskra heimila jukust um tæplega 170 milljarða eða yfir 17% á milli áranna 2019 og 2021.

          Kjartan Smári Höskuldsson
          Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.

          Sameinaðir söluferlar fela í sér tækifæri fyrir vöxt í framtíðinni

          Stafræn bankaþjónusta er nú orðin viðtekin, en áskorun framtíðarinnar felst í því að skapa sameiginlega umgjörð sem brúar bilið á milli hefðbundinna rafrænna viðskipta og bankaþjónustu. Árið 2021 fjárfesti Íslandsbanki í samþættri stafrænni sölupípu sem mun veita aðgang að söluferlum fyrir vörur bankans og ytri samstarfsaðila frá upphafi til enda. Þannig verður tryggt að bankinn verði tilbúinn að nýta öll tækifæri sem bjóðast við innleiðingu PSD2 tilskipunarinnar um greiðsluþjónustu. Þar að auki hefur áherslan 2021 á endurnýjun lánakerfis  og áframhaldandi vegferð okkar við hagnýtingu gagna, skapað okkur grundvöll fyrir sérsniðna þjónustu og vöruframboð. Lykilatriði í aðgreiningu á íslenskum markaði er aðgangur að hæfileikum til að nýta til fulls þau tækifæri sem fjárfesting okkar í tækni á undanförnum árum felur í sér. Stofnun tækniþróunarseturs Íslandsbanka er ákveðið skref til að skapa tækniteymi á heimsmælikvarða

          Stafræn bankaþjónusta er nú orðin viðtekin, en áskorun framtíðarinnar felst í því að skapa sameiginlega umgjörð sem brúar bilið á milli hefðbundinna rafrænna viðskipta og bankaþjónustu.
          Riaan Dreyer
          Framkvæmdastjóri Upplýsingatækni

          Eldmóður í áhættustýringu

          Íslandsbanki býr að langri hefð í fjármögnun íslenskra heimila og fyrirtækja. Útlánaáhætta er ríkjandi áhættuþáttur í starfsemi bankans og vegur um 90% af áhættugrunni. Því er lögð sérstök rækt við útlánamenningu bankans með því að draga lærdóm af reynslunni, með sterkum og áhættumeðvituðum tóni að ofan, með ótvíræðum útlánaheimildum og umgjörð ákvarðanatöku þar sem ólíkum sjónarmiðum og opnum samskiptum er fagnað. 

          Aðferðir áhættustýringar eru í stöðugri þróun til mæta breytingum í rekstrarumhverfi og til að nýta nýja möguleika sem skapast með bættri tækni. Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að hafa eftirlit með og stýra bæði hefðbundnum og nýjum áhættum.

          Íslandsbanki býr að langri hefð í fjármögnun íslenskra heimila og fyrirtækja. Útlánaáhætta er ríkjandi áhættuþáttur í starfsemi bankans og vegur um 90% af áhættugrunni.

          Guðmundur Kristinn Birgisson
          Framkvæmdastjóri Áhættustýringar

          Styrkir innviðir sem byggja á fagmennsku


          Pillar 3 samantekt

          Varfærið mat á áhættu og skynsamleg verðlagning hennar eru lykilþættir í rekstri Íslandsbanka. Skilvirk umgjörð áhættumats og innra eftirlits leggur grunn að áhættu- og eiginfjárstýringu bankans. Umgjörðin er skipulögð í þremur varnarlínum, með það að markmiði að ákvarðanir um áhættutöku séu vel ígrundaðar og að áhættuvitund í bankanum sé sterk.

            Lesa pillar 3 skýrslu

            Stafræn tengsl í hverju skrefi

            Íslandsbanki lagði að baki mikilvæga áfanga á árinu 2021 við að framfylgja stafrænni stefnu sinni. Stafræna stefnan er vegvísir við stafræna vöruþróun og innleiðingu tækninýjunga. Stefnan byggir á fimm meginstoðum þar sem bankinn tengist viðskiptavinum og samstarfsaðilum með stafrænum lausnum, greinir þarfir þeirra og veitir þeim hnökralausa bankaþjónustu. 

              Skoða starfrænar lausnir

              Sjálfbær Íslandsbanki


              Íslandsbanki hefur einsett sér að styðja metnaðarfull loftlagsmarkmið Íslands og markmið Parísarsáttmálans. Í þeim anda tilkynnti bankinn í apríl 2021 að hann stefndi að fullu kolefnishlutleysi lána- og eignasafnsins fyrir árið 2040 til viðbótar við að rekstur bankans verði áfram kolefnishlutlaus eins og hann hefur verið frá 2019.  

              Sjálfbærnistefna

              Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.

                Nánar um sjálfbærnistefnu

                Sjálfbærniuppgjör

                Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2021 hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá 2019.

                  Nánar um sjálfbærniuppgjör

                  Fjármagnaður útblástur

                  Það felast mikil tækifæri í að fjármagna þá umbreytingu sem þarf að eiga sér stað til þess að Ísland geti náð metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum.

                    Nánar um fjármagnaðan útblástur

                    Fjármál og fjármögnun


                    Farsælt ár og góð afkoma

                    Árið 2021 var farsælt fyrir Íslandsbanka þar sem afkoma var með ágætum og reksturinn var góður. Arðsemi var 12,3% á árinu sem er umfram fjárhagsleg markmið bankans. Tekjumyndunin var sérstaklega góð með 16,3% aukningu á árinu 2021 þar sem vöxtur varhjá öllum tekjusviðum. Kostnaðaraðhald hélt áfram og kostnaðarhlutfallið lækkar á milli ára. Mikill vöxtur í húsnæðislánum stuðlaði að 7,9% hækkun útlána og þá jukust innlán um 9,5%. Bankinn gaf út sitt fyrsta víkjandi skuldabréf eiginfjárþáttar 1  að fjárhæð 750 milljónir sænskra króna. Töluverð umframeftirspurn var eftir útgáfunni sem var seld til fjárfesta í Skandinavíu, Frakklandi og Sviss. Bankinn er vel fjármagnaður og eru öll lausafjár- og eiginfjárhlutföll yfir markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Stjórn bankans mun því leggja til á aðalfundi að greiddir verði 11,9 milljarðar króna í arð og mun leitast eftir samþykki til að kaupa til baka 15 milljarða af eigin bréfum á næstu mánuðum.

                    Árið 2021 var farsælt fyrir Íslandsbanka þar sem afkoma var með ágætum og reksturinn var góður. Arðsemi var 12,3% á árinu sem er umfram fjárhagsleg markmið bankans.
                    Jón Guðni Ómarsson,
                    Fjármálastjóri

                    Efnahagságrip


                    Eftir krappan efnahagssamdrátt árið 2020 skaut efnahagsbati rótum á ný á árinu 2021. Innlend eftirspurn sótti verulega í sig veðrið, studd af hagstjórnarviðbrögðum stjórnvalda, batnandi atvinnuástandi og traustum efnahag flestra heimila og fyrirtækja. Þrátt fyrir nokkurn viðskiptahalla sótti útflutningur einnig í sig veðrið. Horfur eru á að hagvöxtur glæðist enn frekar á árinu 2022.

                    Stjórnskipulag


                    Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans, önnur tilmæli stjórnar og viðeigandi lög og reglur.