Þátttaka í kostnaði við dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili er tekjutengd.
Greiðsluþátttaka verður ekki hærri en 423.910 kr. á mánuði. Séu mánaðartekjur íbúa á dvalarheimili yfir 95.548 kr. eftir skatt á mánuði fara þær tekjur sem umfram eru (upp að 519.458 kr. eftir skatt á mánuði) í greiðsluþátttöku.
Úttekt séreignarsparnaðar hefur ekki áhrif á þátttöku í dvalarkostnaði og eru frítekjumörk fjármagnstekna 98.640 kr. á ári og atvinnutekna 1.315.200 kr. á ári, eða 109.600 kr. á mánuði.
Þar sem þessi mál geta reynst nokkuð flókin bendum við á ítarlegar upplýsingar á vef Tryggingastofnunar. Þær má nálgast hér fyrir neðan.
Nánar um þátttöku í dvalarkostnaði