Taka út viðbótarlífeyri
Við 60 ára aldur er viðbótarlífeyrir og annar séreignarsparnaður almennt laus til útborgunar en hægt er að taka út eins og hentar hverju sinni. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvenær best er að hefja úttekt. Hægt er að sækja um útborgun hér.
Athugið að útborgun á viðbótarlífeyrissparnaði hefur ekki áhrif á greiðslur ellilífeyris Tryggingastofnunar. Úttekt séreignarsparnaður, sem verður til við greiðslu lágmarksiðgjalds, svo sem tilgreindrar og bundinnar séreignar sem og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, mun hins vegar skerða greiðslur TR frá áramótunum 2022-2023. Sjá betur í ítarlegri samantekt Almenna lífeyrissjóðsins.