Taka út viðbótarlífeyri

Við 60 ára aldur er viðbótarlífeyrir og annar séreignarsparnaður almennt laus til útborgunar en hægt er að taka út eins og hentar hverju sinni. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvenær best er að hefja úttekt. Hægt er að sækja um útborgun hér.

Athugið að útborgun á viðbótarlífeyrissparnaði hefur ekki áhrif á greiðslur ellilífeyris Tryggingastofnunar. Úttekt þess séreignarsparnaður sem verður til við greiðslu lágmarksiðgjalds, svo sem tilgreindrar og bundinnar séreignar sem og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, skerðir hins vegar greiðslur TR hjá þeim sem ekki höfðu hafið greiðslur frá stofuninunni fyrir síðustu áramót.

Sjá nánar i grein: Svona skerðir tilgreind séreign greiðslur TR

Hvenær er best að taka út viðbótarlífeyrissparnað?


Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvenær best er að hefja úttekt.

Gott er að velta fyrir sér hvernig nota eigi sparnaðinn og haga úttekt eftir því, til dæmis þegar ljóst er hvernig aðrar tekjur verða, svo sem lífeyrir og greiðslur frá TR.

Ráðgjafar í lífeyrisþjónustu Íslandsbanka veita vandaða ráðgjöf varðandi útborgun á séreignarsparnaði. Hafðu samband í síma 440 4000, í netspjalli eða í tölvupósti á sereign@islandsbanki.is.

Nokkur atriði varðandi úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar

  • Algengt er að beðið sé eftir að starfsævi lýkur og séreignin notuð til að bæta upp tekjumissi, en yfirleitt er þó hægt að hefja úttektir við sextugt og haga þeim eftir hentisemi
  • Gott er að hafa skattþrep í huga þegar metið er hve hratt skal sækja séreign þar sem séreignin bætist við aðrar tekjur þegar skattþrep eru ákvörðuð
  • Þau sem ekki þurfa á inneigninni að halda gætu kosið að bíða með úttekt og ávaxta inneignina áfram
  • Úttekt viðbótarlífeyris hefur engin áhrif á greiðslur ellilífeyris TR, en gæti haft áhrif á aðrar greiðslur stofnunarinnar.  Úttekt þess séreignarsparnaðar sem verður til við greiðslu lágmarksiðgjalds, svo sem tilgreindrar og bundinnar séreignar sem og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, hefur hins vegar skert greiðslur TR frá áramótunum 2022-2023.

    Sjá nánar i grein: Svona skerðir tilgreind séreign greiðslur TR

Þarf ég að taka allan viðbótarlífeyrissparnaðinn minn út í einu?


Nei, við 60 ára aldur ræður þú yfirleitt hvernig útborgun er háttað. Hægt er að velja að eingreiðslu eftir hentisemi eða mánaðarlega útborgun. Hafðu i huga að ef allur viðbótarlífeyririnn er tekinn út í einu geta skattgreiðslur orðið umtalsverðar og borgar sig að huga að skattþrepum.

Þú getur sótt um útborgun hjá Íslandsbanka með einföldum hætti hér. Það er síðan einfalt að gera breytingar eða stöðva útborgun á séreignarsparnaði á sama stað.

Ráðgjafar í lífeyrisþjónustu Íslandsbanka geta aðstoðað og svarað spurningum um hvernig best er að hátta útborgun á séreignarsparnaði með því að hafa samband í síma 440 4000, í netspjalli eða i tölvupósti á sereign@islandsbanki.is.

Við vekjum athygli að allar beiðnir um útborgun á viðbótarlífeyri sem berast til og með 25. hvers mánaðar eru greiddar út 1. hvers næsta mánaðar.

Hvernig tek ég út viðbótarlífeyririnn minn?


Ef þú ert með rafræn skilríki getur þú sótt um útborgun á viðbótarlífeyri vegna aldurs, fráfalls, örorku og tilgreinda séreign hér.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá getur fyllt út umsókn um útborgun á viðbótarlífeyri og sent á ráðgjafa í lífeyrisþjónustu eða skilað inn frumriti umsóknar í næsta útibú Íslandsbanka.

Eyðublað

Hvernig er úttekt skattlögð?


Staðgreiðsla er greidd við úttekt alls séreignarsparnaðar, hvort sem um er að ræða viðbótarlífeyri eða aðra séreign. Vegna þrepaskipts skattkerfis kjósa margir að taka ekki allan séreignarsparnað sinn út á einu ári.

Skatthlutföll árið 2023 eru á þá leið:

  • 31,45% af tekjum 0 - 409.986 kr. (þar af 17,00% tekjuskattur)
  • 37,95% af tekjum 409.387 - 1.151.012 kr. (þar af 23,50% tekjuskattur)
  • 46,25% af tekjum yfir 1.151.012 kr.. (þar af 31,80% tekjuskattur)

Nánari upplýsingar um tekjuskatt má finna á vef Ríkisskattstjóra.

Fasteignagjöld


Skerðir úttekt á séreignarsparnaði afslætti af fasteignagjöldum?

Lífeyrisþegar geta átt rétt á afslætti af fasteigna- og holræsagjöldum, sem getur minnkað með auknum tekjum.

Úttekt séreignarsparnaðar getur því í einhverjum tilvikum haft áhrif á slíkt.

Hér má sjá dæmi um reglur og afslætti nokkurra sveitarfélaga. Fleiri sveitarfélög bjóða upp á afslætti fyrir 67 ára og eldri.

Reglur nokkurra sveitafélaga:

Skerðir úttekt viðbótarlífeyris greiðslur Tryggingastofnunar?


Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar skerðir ekki greiðslur ellilífeyris Tryggingastofnunar og það gerir ávöxtun viðbótarlífeyrisins heldur ekki. Örorkulífeyrisþegar, sem fá greidda sérstaka framfærsluuppbót, geta þó orðið fyrir skerðingum vegna úttektar og ættu að kanna sína stöðu sérstaklega.

Úttekt þeirrar séreignar sem stofnast vegna greiðslu lágmarksiðgjalds, svo sem tilgreindrar og bundinnar séreignar sem og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, mun hins vegar skerða greiðslur TR frá áramótunum 2022-2023. Sjá nánar i grein: Svona skerðir tilgreind séreign greiðslur TR

Hafa ber í huga að sé séreignarsparnaður tekinn út og það fé ávaxtað geta vextirnir skert greiðslur frá TR.

Nánari upplýsingar um skerðingar eru á síðu okkar um skatta og skerðingar.