Ávöxtun við starfslok

Fyrir og eftir starfslok þarf að líta til ólíkra þátta við ávöxtun fjármuna.

Þarf ég að breyta einhverju þegar ég hætti að vinna?


Við ráðum sjálf hvernig séreign okkar og annar sparnaður er ávaxtaður. Við veljum okkur ekki eingöngu sparnaðarleiðir með tilliti til aldurs, en hann hefur þó töluvert að segja. Þegar við erum yngri og enn á vinnumarkaði höfum við meira svigrúm fyrir áhættutöku til að freista þess að ná fram hærri ávöxtun og þolum meiri sveiflur.

Þeir sem farnir eru að nota sparnaðinn sinn ættu að líta til þess að draga úr sveiflum og áhættu í eignasöfnum, án þess þó að gleyma því að dreifa eignunum skynsamlega.

Nokkur atriði sem vert að að athuga við starfslok

  • Kynntu þér hvernig hægt er að dreifa eignum til að draga úr áhættu
  • Mögulegt getur verið að fá hærri vexti gegn bindingu, íhugaðu hversu stóran hlut sparnaðarins má binda
  • Mundu að úttektir á verðtryggðum reikningum fara á bið í 90 daga og eru síðan greiddar út á degi 91
  • Hafðu í huga að verðtryggð ríkisskuldabréf geta sveiflast mikið í verði

Ávöxtun og sjóðir


Smekkur fólks er misjafn þegar kemur að ávöxtun fjármuna. Möguleikarnir eru fjölmargir. Á vef okkar er að finna fjölda reikninga og sjóða, svo sem Heiðursmerki, sparnaðarreikning sem sérstaklega er ætlaður 60 ára og eldri.

Margir kjósa að fjárfesta í ríkisskuldabréfum þegar koma á fjármunum í öruggt skjól. Mikilvægt er að muna að bréfin geta sveiflast töluvert og þrátt fyrir að almennt sé hægt að innleysa þau með skömmum fyrirvara henta þau yfirleitt ekki sem fjárfesting til skamms tíma.

Hægt er að kaupa ríkisskuldabréf beint eða í gegnum ríkisskuldabréfasjóði.

Sjóðir

Sparnaðarreikningar

Stök verðbréf

Sjóðir

Eignadreifing á ábyrgð viðskiptavinar

Eignadreifing á ábyrgð sjóðstjóra

Afborganir, vextir og verðtrygging greidd út

Afborganir, vextir og verðtrygging endurfjárfest

Ef bréfum er haldið allt til lokagjalddaga er ávöxtun nokkuð fyrirsjáanleg

Óvissa um heildarávöxtun vegna stýringar á safni

Fjármagnstekjuskattur staðgreiddur við greiðslu vaxta og verðtryggingar

Enginn skattur greiddur fyrr en við innlausn

Hvaða skatta greiði ég af sparnaði?


22% fjármagnstekjuskattur er staðgreiddur af öllum útgreiddum fjármagnstekjum, svo sem vöxtum og verðbótum af bankareikningum og skuldabréfum.

Frítekjumark er þó á fjármagnstekjum hjá skattinum (300.000 kr. á mann) og er það endurgreitt með álagningu.

Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun séreignarsparnaðar og ekki er dreginn fjármagnstekjuskattur frá ávöxtun sjóða fyrr en við úttekt.

Er hægt að fela sérfræðingum að sjá um að ávaxta spariféð?


Já svo sannarlega. Sumir kjósa að fela öðrum að stýra fjármunum fyrir sig og meta hvaða eignadreifing hentar best á hverjum tíma.

Slíkt getur hentað þeim sem hafa ekki áhuga, þekkingu eða tíma til að fylgjast með mörkuðum en treysta sérfræðingum til þess.

Dæmi um slíka þjónustu er Einkabankaþjónusta.

Hér getur nú nálgast frekari upplýsingar:

Einkabankaþjónusta

Að leggja bílnum á lífeyrisaldri


Það getur verið bæði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur?

Kynntu þér fróðlega samantekt okkar um kostnað við leigubílaferðir, samanburð á samgöngumátum og fleira:

Grein: Að leggja bílnum á lífeyrisaldri

Hvað þarf ég að hafa í huga áður en ég hitti ráðgjafa?


Gott er að setjast niður með ráðgjafa nokkru fyrir starfslok og fá aðstoð við að ákveða hvaða ráðstafanir er heppilegast að gera.

Til þess að fá sem besta ráðgjöf er ráðlagt að safna saman þeim upplýsingum sem taldar eru upp hér fyrir neðan.

Hægt er að bóka tíma hjá ráðgjafa Íslandsbanka í fjármálum við starfslok í forminu hér fyrir neðan.

5 atriði sem gott er að hafa á hreinu við starfslok:

  • Hvaða réttindi áttu hjá lífeyrissjóðnum þínum?
  • Hvar og hvernig er séreignarsparnaðurinn ávaxtaður?
  • Hverju áttu von á frá Tryggingastofnun?
  • Hvaða skuldir eru á heimilinu?
  • Hvernig viltu ávaxta sparnaðinn þinn?

Bóka tíma hjá ráðgjafa


Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.