Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Dvalar- og hjúkrunarheimili

Greiðslur Tryggingastofnunar breytast talsvert sé farið á dvalar- eða hjúkrunarheimili og gott er að þekkja það helsta.


Greinin hefur verið uppfærð vegna þeirra breytinga sem urðu í upphafi árs 2023.

Greiðslur Tryggingastofnunar breytast talsvert sé farið á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Stofnunin greiðir ekki lengur ellilífeyri með tilheyrandi tekjutengdum skerðingum (sjá grein: Svona virka skerðingar TR) heldur tekur lífeyrisþegi þátt í dvalarkostnaði og um slíkt gilda allt aðrar reglur.

Þátttaka í dvalarkostnaði

Greiðsluþátttaka er tekjutengd. Hún verður ekki hærri en 475.451 kr. á mánuði en séu mánaðartekjur íbúa á dvalarheimili yfir 107.1653 kr. eftir skatt á mánuði fara þær tekjur sem umfram eru (upp að 582.616 kr. eftir skatt á mánuði) í leigu. Ef tekjur viðkomandi eru lágar eða engar fær hann greitt ráðstöfunarfé frá TR. Úttekt séreignarsparnaðar hefur engin áhrif á þátttöku í dvalarkostnaði.

Verum undir allt búin

Ástæður vistar á dvalar- eða hjúkrunarheimili geta verið þær sömu og ástæður þess að viðkomandi á erfitt með að undirrita samninga, láta ættingjum í té umboð, ganga frá fyrirframgreiddum arfi eða gera aðrar ráðstafanir varðandi fjármál sín. Það er ágætt að hafa slíkt í huga þegar lífeyrismálin eru skoðuð. Æskilegt er að þekkja vandlega sína stöðu þegar styttast fer í starfslokaaldur, til dæmis varðandi lífeyrisréttindi maka.

Ítarlegar upplýsingar um þátttöku í dvalarkostnaði má finna á vef Tryggingastofnunar.

Íslandsbanki veitir ráð og leiðbeiningar varðandi starfslok og sparnað á lífeyrisaldri. Þú getur pantað ráðgjöf eða spjallað við okkur í síma 440-4900.

Fyrirlestur um fjármál við starfslok


Björn Berg, deildarstjóri Greiningar og fræðslu, ræðir um það sem mikilvægast er að hafa í huga í aðdraganda starfsloka í upphafi árs 2021.

Íslandsbanki veitir ráð og leiðbeiningar varðandi starfslok og sparnað á lífeyrisaldri. Þú getur hringt í sérfræðinga okkar í síma 440-4900.

Höfundur


Björn Berg Gunnarsson

Deildarstjóri Greiningar og fræðslu


Senda tölvupóst