Ísland 2050
Við erum ekki hér til að láta okkur dreyma um framtíðina. Við erum hér til að vinna með þér í að byggja hana upp.
Við erum ekki hér til að láta okkur dreyma um framtíðina. Við erum hér til að vinna með þér í að byggja hana upp.
Hvar verðum við árið 2050?
Við þekkjum öll hið daglega amstur og hið snaríslenska orðatiltæki „þetta reddast“. Þetta hefur verið okkar leið til að aðlagast veðri og vindum, í orðsins fyllstu merkingu. Við höfum lært ýmislegt síðustu áratugi og nú horfum við stöðugt lengra fram í tímann hvort sem það er vegna fjárfestinga, sparnaðar, húsnæðiskaupa, tækniþróunar eða annarra áætlana. Á sama tíma erum við fyrirmynd margra þjóða þegar kemur að því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í rekstri og samfélaginu öllu.
Þegar við horfum inn í framtíðina og látum okkur dreyma um kolefnishlutleysi, notaleg eftirlaunaár, framtíðarhúsnæðið og að sjá hugmyndir okkar verða að veruleika er það vegferðin sem skiptir máli.
Um leið og það er gaman að láta sig dreyma um framtíðina viljum við vera hreyfiaflið sem tekur þátt í því að byggja hana upp með viðskiptavinum okkar.
Birna Einarsdóttir
Bankastjóri Íslandsbanka
Við þurfum ekki lengur að lifa bara í augnablikinu. Nú er tíminn til að hugsa um framtíðina og alla þá möguleika sem við höfum.
Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýn bankans er að skapa virði til framtíðar með framúrskarandi þjónustu.
Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í.
Við viljum auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum sem skilar sér í framtíðinni.