Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Svona byrjar þú að spara

Við vitum að við þurfum að spara, spurningin er bara hvernig best sé að byrja.


Við þurfum að svara þremur spurningum:

  • Hvernig stíg ég fyrstu skrefin?
  • Hvernig held ég þetta út?
  • Hvernig veit ég hvaða sparnaður hentar mér?

Lítum á það sem virkar.

Skráðu þig í séreignarsparnað

Fyrsta skrefið er að skrá sig í séreignarsparnað (viðbótarlífeyrissparnað). Með því fáum við 2% launahækkun frá vinnunni okkar og getum síðar notað sparnaðinn með þrennum hætti:

Hér getur þú gengið frá samningi um séreignarsparnað í hvelli.

Séreignarsparnaður á 90 sekúndum


Neyslulán

Ertu með yfirdrátt, raðgreiðslur, greiðsludreifingu, smálán eða önnur neyslulán? Slíkt mun gera þér erfiðara að spara þar sem þú þarft að greiða vexti til viðbótar við að greiða lánin til baka. Reyndu, ef kostur er, að greiða upp öll slík lán eins hratt og hægt er, þá verður ódýrara og auðveldara að spara í framhaldinu.

Finndu sparnað í neyslunni

Þegar við erum búin að skrá okkur í séreignarsparnað og losa okkur við neyslulánin getur peningaleysi samt gert okkur erfitt fyrir. Við höfum mismikið svigrúm fyrir sparnað og stundum virðast launin okkar hreinlega gufa upp.

Ef svo er skaltu skoða hvort einhverja fjármuni sé að finna í neyslunni þinni. Notaðu lausnir á borð við Meniga, líttu á yfirlitið þitt og skrifaðu niður í hvað peningarnir fara. Hversu háar fjárhæðir fara í hverjum mánuði í eitthvað sem væri ekki mikið mál að draga úr eða sleppa? Hvað gætir þú sparað mikið á því?

Dæmi um slíkan sparnað er að segja upp ónotuðum áskriftum, endurnýja raftæki sjaldnar, kaupa notað í staðinn fyrir nýtt, leggja bílnum eða útbúa sinn eigin mat í stað þess að kaupa tilbúinn.

Hér er dæmi um ódýra valkosti við að kaupa sér hádegismat og kvöldmat. Gómsæt samloka og banani sem kostar ekki nema 411 krónur og ostafyllt tortellini með heimalagaðri tómatsósu á 477 krónur.

Sparnaðurinn sem af þessu leiðir gæti verið umtalsverður og það getur heilmikill sparnaður falist í því að læra að elda góðan mat. Lítum á dæmi um vikulegan sparnað við það að smyrja slíkt nesti tvisvar í viku og elda heima eitt kvöld í viku sem og að segja upp óþarfa áskrift og sleppa tveimur ferðum í sjálfsala á viku.

Svona heldur þú sparnaðinn út

Hvernig stendur á því að gengur svo oft illa að spara þó svo við ætlum að gera það? Oft er það vegna þess að við ætlum sjálf að ganga frá sparnaðinum í hverjum mánuði. Hér er betri leið:

Svona missir þú aldrei af því að spara


Hvernig veit ég hvaða sparnaður hentar mér?

Nú vitum við hvernig við byrjum að spara, en hvert á peningurinn að fara?

Við byrjum á að ákveða fyrir hverju er sparað og hvað það mun taka langan tíma. Dæmi:

  • Lausafé (til skamms tíma)
  • Ferðalög (til nokkurra mánaða)
  • Íbúðakaup (til nokkurra ára)
  • Efri árin (til áratuga)

Passaðu upp á að hafa ólíkan sparnað aðskildan og nefndu viðkomandi reikning eða sjóð með hentugu nafni í netbankanum (það er ekkert mál).

Hvað svo sem þú velur skaltu endilega muna að safna í varasjóð. Þú velur hentuga upphæð, t.d. 100.000 kr., sem verður sá varasjóður sem þú getur leitað í ef eitthvað kemur upp á. Með því að eiga alltaf til góðan varasjóð dregur þú til muna úr líkunum á að þurfa að taka dýr neyslulán.

Þegar það liggur fyrir hvernig þú ætlar að spara skaltu panta símtal frá sérstökum sparnaðarráðgjafa sem aðstoðar þig við að finna góðan stað fyrir peninginn þinn, sem hentar þér persónulega. Slík ráðgjöf kostar ekkert og er auðvelt að panta.

Hér eru nokkrir gagnlegir hlekkir sem geta aðstoðað þig við næstu skref:

Höfundur


Björn Berg Gunnarsson

Deildarstjóri Greiningar og fræðslu


Hafa samband