Séreignarsparnaður inn á lán
Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem eiga fasteign.
Gildistími er 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.
Heimilt er, upp að vissu hámarki, að ráðstafa greiddum séreignarsparnaði til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin voru vegna öflunar (kaupa eða byggingar) íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Næstu skref
Viltu sækja um séreignarsparnað?
Skattfrjáls úttekt séreignarsparnaðar
Heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán hefur verið framlengd til 31. desember 2024. Upphaflega var heimildin í gildi frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
Viltu sækja um úrræðið?
Á vef RSK má finna upplýsingar um úrræðið. Þar getur þú einnig sent inn umsókn.
Umsókn um ráðstöfun séreignarsparnaðarUpplýsingar um hámarksheimild
Hámarksheimild á einstakling er kr. 500.000 á ári.
Hámarksheimild hjóna og einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar er kr. 750.000 á ári. Til að virkja heimildina þurfa báðir aðilar að sækja um á www.leidretting.is.
Hámarksheimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi.
Skilyrði er að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán.
Stöðug ávöxtun og litlar sveiflur
Flestir sem ráðstafa iðgjöldum sínum inn á lán kjósa litlar sveiflur. Því er Óverðtryggður lífeyrisreikningur góður kostur. Mikilvægt er að endurskoða fjárfestingarleið um leið og úrræðinu lýkur.
Viltu vita meira um séreignarsparnað?