Félagið Ungir fjárfestar eru vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um hinar ýmsu hliðar fjárfestinga og sparnaðar. En áður en haldið er af stað í fjárfestingar er mikilvægt að þekkja grunnatriðin og undirbúa sig vel, ekki síst nú á þessum miklu óvissutímum. Því hafa Ungir fjárfestar og Íslandsbanki haldið saman fjölda námskeiða og erinda í gegnum tíðina þar sem ungt fólk er aðstoðað við að stíga fyrstu skrefin.
Í þessu nýja myndbandi er rætt um það sem helst þarf að hafa á hreinu þegar hafist er handa við fjárfestingar.