Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Við tókum upp myndband með Ungum fjárfestum þar sem farið er yfir það helsta það sem þú þarft að hafa á hreinu varðandi fjárfestingar


Félagið Ungir fjárfestar eru vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um hinar ýmsu hliðar fjárfestinga og sparnaðar. En áður en haldið er af stað í fjárfestingar er mikilvægt að þekkja grunnatriðin og undirbúa sig vel, ekki síst nú á þessum miklu óvissutímum. Því hafa Ungir fjárfestar og Íslandsbanki haldið saman fjölda námskeiða og erinda í gegnum tíðina þar sem ungt fólk er aðstoðað við að stíga fyrstu skrefin.

Í þessu nýja myndbandi er rætt um það sem helst þarf að hafa á hreinu þegar hafist er handa við fjárfestingar.

Hvernig byrja ég að fjárfesta?


Gagnlegar ráðleggingar um hvernig best sé að byrja að fjárfesta, hvað þurfi að kunna og á hverju ástæða er til að vara sig.

5 atriði sem þú skalt hafa í huga þegar þú byrjar að fjárfesta

  • Mundu að öryggi er verðmætt, rétt eins og vextir og ávöxtun

  • Ráðgjöf kostar ekkert. Heyrðu í sérfræðingi áður en þú fjárfestir

  • Ekki fjárfesta í neinu sem þú skilur ekki vel. Kynntu þér málin vel

  • Settu þér markmið fyrirfram og haltu þig við þau

  • Ekki láta tilfinningar ráða för. Hræðsla og græðgi eru slæmar ástæður fyrir fjárfestingum

Fáðu ráðgjöf


Hvernig þínum sparnaði er háttað fer eftir þínum fjárhag, óskum og lífsstíl. Ráðgjafar okkar eru sérfræðingar þegar kemur að sparnaði, hvort sem er á sparnaðarreikningum, sjóðum eða verðbréfum. Pantaðu ráðgjöf ef þú vilt fá að heyra í ráðgjöfum okkar.

Bóka tíma

Bókaðu ráðgjöf þegar þér hentar.

Sæki þjónustur…