Séreign sem húsnæðissparnaður
Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem stefna á fasteignakaup.
Gildistími er frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.
Skilyrði er að á þessu tímabili hafi umsækjandi ekki átt húsnæði.
Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem stefna á fasteignakaup.
Gildistími er frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.
Skilyrði er að á þessu tímabili hafi umsækjandi ekki átt húsnæði.
Heimilt er að taka út séreignarsparnað, skattfrjálst, og nýta til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hægt er að nýta greidd iðgjöld frá frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.
Á vef RSK má finna upplýsingar um úrræðið. Sótt er um á vefnum.
Hámarksúttekt er samtals 3.500.000 kr. hjá einstaklingum
Hámarksúttekt hjóna og einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar er 5.250.000 kr.
Hámarksheimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi
Skilyrði er að rétthafi sé ekki eigandi að íbúðarhúsnæði á því tímabili þegar heimildin er nýtt
Flestir sem ætla að nýta inneign í séreignarsparnaði til húsnæðiskaupa kjósa litlar sveiflur. Húsnæðisleið getur hentað ef kaupin eiga sér stað eftir 1 ár eða lengri tíma.
Óverðtryggður lífeyrisreikningur getur hentað ef kaupin eru líkleg til að eiga sér stað innan árs.
Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.