Reglu­legur sparnaður

Reglulegur og sjálfvirkur sparnaður er markvissasta og árangursríkasta sparnaðarleið sem völ er á. Veldu sparnaðarleið sem hentar þér og fylgstu með upphæðinni vaxa og dafna.

Hægt er að skrá reglubundinn sparnað á sparnaðarreikninga og sjóði í netbanka.

Næstu skref

Sjálfvirkar millifærslur í netbanka

Kostir þess að spara reglu­lega

  • Sparnaðurinn sér um sig sjálfur

  • Sparnaður verður eðlilegur hluti af föstum mánaðarlegum greiðslum

  • Með reglulegum sparnaði má bregðast við óvæntum útgjöldum

  • Með reglulegum sparnaði átt þú fyrir því sem þú kaupir, í stað þess að þurfa að fá lán. Það er bæði ódýrara og ánægjulegra!

  • Þegar þú sparar ert það þú sem færð vextina

Reglu­leg­ur sparn­að­ur


Með reglulegum sparnaði velur þú fasta upphæð sem leggst sjálfkrafa inn á sparnaðarreikning í hverjum mánuði eða fasta upphæð með mánaðarlegum kaupum í sjóði. Þú velur hvor aðferðin hentar þér og þínum sparnaðarmarkmiðum betur.

Áskrift í sjóð­um

Það er einfalt að skrá sig í áskrift. Þú getur skráð þig í áskrift í sjóðum Íslandssjóða í netbankanum. Í áskrift færðu 50% afslátt af kostnaði við kaup og greiðir ekki afgreiðslugjald. Lágmarksupphæð er 5.000 kr.

Skrá áskrift í sjóðum

Sjálf­virk­ar milli­færsl­ur

Þú velur upphæðina og inn á hvaða reikning sparnaðurinn á að fara í netbankanum þínum. Millifærslurnar eru sjálfvirkar svo sparnaðurinn sér um sig sjálfur. Þess vegna er reglubundinn sparnaður ein besta leiðin til að leggja fyrir.

Skrá sjálfvirka millifærslu

Sér­eign­ar­sparn­að­ur

Þú leggur 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag, samkvæmt kjarasamningi. Það er ígildi 2% launahækkunar. Þannig leggurðu fyrir til framtíðar með einföldum hætti.

Nánar um séreignasparnað

Eigðu afganginn

Auðveld leið til að spara án fyrirhafnar. Þegar þú notar debetkortið þitt er lagt fyrir í sparnað, inn á reikning að eigin vali. Hækka má upphæðina sem keypt er fyrir upp í næstu 100, 500 eða 1.000 krónur.

Nánari lýsing og skráning í Eigðu afganginn er að finna í netbanka.

Skráðu þig inn í netbankann

Hverju vilt þú spara fyrir?


Settu þér markmið. Leggðu fyrir í hverjum mánuði, safnaðu vöxtum og þú átt fyrir því sem þig langar að gera — hvort sem það er sumarfrí fjölskyldunnar, heimilistæki sem þarf að endurnýja eða eitthvað allt annað!

Vara­sparnaður

Neyslu­sparnaður

Lang­tímasparnaður

Til þess að mæta ófyrirséðum útgjöldum

Til þess að eiga fyrir því sem þú vilt verja peningunum þínum í

Þú leggur grunninn til framtíðar

Til þess að mæta fjárhagslegum áföllum

Draumafríið

Íbúðarsparnaður

Grípa óvænt tækifæri

Nýtt hjól

Ávöxtun í verðbréfasjóði og séreignarsparnaður

Hvernig spara ég millj­ón


Hvernig eru fyrstu skrefin þegar kemur að því að spara og fjárfesta? Við förum yfir hvað virkar, hvernig þú getur látið skammtímasparnað ganga upp en líka sparað fyrir húsnæði. Hvaða ávöxtunarkostir henta og hvað fagfólkið gerir.

Spurt og svarað


Fyrir­varar


Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá Íslandssjóðum hf., rekstrarfélagi sjóðanna sem er dótturfélag Íslandsbanka hf.

Up plýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.