Verð­tryggð húsnæðis­lán

Í upphafi er greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána léttari en af óverðtryggðum lánum. Fyrir vikið er eignamyndun yfirleitt hægari.

Næstu skref

Þú getur sótt um verðtryggð húsnæðislán á nokkrum mínútum.

Hvernig virkar verð­tryggt húsnæðis­lán?

 • Greiðslubyrði lánsins er léttari í upphafi en af óverðtryggðum lánum vegna þess að hluti fjármagnskostnaðar bætist við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu á lánstímanum.

 • Eignamyndun yfirleitt hægari en af óverðtryggðum lánum.

 • Tvær tegundir verðtryggðra húsnæðis- og íbúðalána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 5 ár lánstímans.

 • Lánað er allt að 70% af fasteignamati ríkisins en lántakendum stendur til boða viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.

 • Lágmarks lánsfjárhæð er 1 milljón kr. og hámarks lánsfjárhæð eru 60 milljónir kr.

 • Hægt er að velja á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).

Tvær tegundir vaxta


Veldu á milli tveggja tegunda vaxta, annars vegar breytilegra vaxta þar sem vextir lánsins taka mið af vaxtatöflu bankans hverju sinni og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 5 ár lánstímans.

Breytilegir vextir

Fastir vextir í 5 ár

Greiðslubyrði breytileg í samræmi við gildandi vexti á hverjum tíma

Greiðslubyrði nokkuð stöðug

Vextir taka meðal annars mið af fjármögnunarkostnaði bankans og aðstæðum á markaði

Vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti

Hægt að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds

Uppgreiðslugjald er á lánum sem bera fasta vexti. Við vaxtaendurskoðun er hægt að greiða lánið upp að fullu án kostnaðar

Lánsfjárhæð


Við veitum grunnlán sem nemur allt að 70% af fasteignamati. Lántakendum stendur einnig til boða að taka viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.

Hægt er að velja um eftirfarandi tegundir viðbótarlána:

 • Breytilegir óverðtryggðir vextir
 • Óverðtryggðir fastir vextir fyrstu 3/5 árin
 • Breytilegir verðtryggðir vextir
 • Verðtryggðir fastir vextir með vaxtaendurskoðun eftir 5 ár

Lánsfjárhæð er að lágmarki 1.000.000 kr. en að hámarki 60.000.000 kr.

Láns­tími og kostnaður


Lánstími

Við veitum grunnlán frá 5 árum til allt að 40 ára. Hægt er að sækja um viðbótarlán til allt að 25 ára.

Hægt er að velja á milli jafnra afborgana á höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).

Kostnaður vegna lántöku

 • Almennt lántökugjald húsnæðislána, óháð lánsfjárhæð, er 65.000 kr. Lántökugjald vegna fyrstu íbúðarkaupa er fellt niður
 • Þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis
 • Útgáfa á skuldabréfi
 • Greiðslumat
 • Veðbandayfirlit
 • Lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.

Þú getur nálgast árlegt hlutfall kostnaðar við lántöku með því að slá forsendur inn í reiknivél húsnæðislána.

Uppgreiðsla


Hvað er uppgreiðslugjald?

Þú hefur alltaf rétt á að greiða upp lán eða að borga inn á það hvenær sem er á lánstímanum, en þú gætir þurft að greiða fyrir það svokallað uppgreiðslugjald.

Þarf ég að borga uppgreiðslugjald?

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum. Lán með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjöld á því tímabili sem vextirnir eru fastir. Uppgreiðslugjöld eru samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni.

Á þessu fastvaxtatímabili er þó hægt að greiða allt að 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á hverju ári án uppgreiðslugjalds. Þessi upphæð er undanskilin innágreiðslu vegna séreignarsparnaðar sem og afborgun lánanna. Eftir fastvaxtatímabilið opnast gluggi á verðtryggðum lánum til uppgreiðslu eða endurfjármögnunar án umrædds uppgreiðslugjalds.

Get ég sótt um húsnæðis­lán?


 • Einstaklingar sem vilja kaupa eða endurfjármagna íbúðarhúsnæði til eigin nota á Íslandi geta sótt um húsnæðislán.
 • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
 • Hver umsókn um lán er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis.
 • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.