Lánaframboð
Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.
Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út.
Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.
Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út.
Við veitum húsnæðislán allt að 80% af kaupverði. Þegar veðhlutfall láns er umfram 50% bætist við vaxtaálag á grunnvexti, álagið fer eftir veðhlutfalli.
Við bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 7.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði en þó að hámarki að 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.
Við endurfjármögnun er lánað allt að 70% af fasteignamati. Þegar veðhlutfall láns er umfram 50% bætist við vaxtaálag á grunnvexti, álagið fer eftir veðhlutfalli.
Í húsnæðislánareiknivélinni er hægt að skoða vexti fyrir hvert og eitt lán út frá veðhlutfalli.
Óverðtryggð húsnæðislán lánstími til allt að 40 ára og verðtryggð húsnæðislán til 30 ára. Lánin eru veitt á föstum vöxtum og hægt er að velja á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafna greiðslna (annuitet).
Sérstakar reglur gilda um lánveitingar umfram 75 m.kr.
Þú getur greitt inn á lánin eða greitt lánin upp í netbanka. Sjá leiðbeiningar
Við veitum fyrstu kaupendum stuðning alla leið og bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 7.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Sjá nánar fyrstu kaup
Samningur um fasteignalán er tryggður með veði eða annarri sambærilegri tryggingu í íbúðarhúsnæði.
Breytingar á vöxtum, gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu geta haft áhrif á heildarfjárhæð sem neytandi skal greiða.
Eðli og eiginleikar mismunandi lánsforma. Gott er að prófa sig áfram í húsnæðislánareiknivélinni til þess að sjá hvernig lánsformin virka. Það er hægt að fá góða vísbendingu um hver heildarkostnaður og eignamyndun er eftir mismunandi lánsformum.
Vaxtakjör sem Íslandsbanki býður þá á nýjum verðtryggðum lánum með sama binditíma vaxta og vaxtaálagi sem tekur tillit til veðhlutfalls lánsins á þeim tíma.
Eða
Fasta lánstímavexti Seðlabanka Íslands (par-vextir) fyrir verðtryggð fimm ára lán, eins og þeir eru við vaxtaendurskoðun, að viðbættu vaxtaálagi, 0-1,25% sem ákvarðast út frá veðhlutfalli við lánveitingu. Heildarvextir skulu þó að samanlögðu ekki verða lægra en tilgreint vaxtagólf 3,50%-4,75%, sem ákvarðast út frá veðhlutfalli við lánveitingu. Ef Seðlabanki Íslands hættir að reikna og birta framangreint vaxtaviðmið verður miðað við fasta, fyrirfram umsamda vaxtaprósentu samkvæmt lánssamningi. Þau prósentuhlutföll sem eru skilgreind í þessari leið breytast ekki á lánstímanum.
*Heildarlánið fær vegið álag sem reiknast sem vegið meðaltal af þeim hluta lánsins sem er með veðsetningu undir 50% með 0% álag og þeim hluta sem er með veðsetningu yfir 50% með 1,25% álag fyrir verðtryggð lán.
Vaxtakjör sem Íslandsbanki býður þá á nýjum óverðtryggðum lánum með sama binditíma vaxta og vaxtaálagi sem tekur tillit til veðhlutfalls lánsins á þeim tíma.
Eða
Meginvexti Seðlabanka Íslands (stýrivexti), eins og þeir eru þegar vaxtaendurskoðun fer fram, að viðbættu álagi á bilinu 2,25% til 3,35% sem ákvarðast út frá veðhlutfalli við lánveitingu. Heildarvextir skulu þó að samanlögðu ekki verða lægra en tilgreint vaxtagólf, sem er á bilinu 3,85% til 4,95%, ef vextir ákvarðast samkvæmt þessari leið. Þau prósentuhlutföll sem eru skilgreind í þessari leið breytast ekki á lánstímanum.
*Heildarlánið fær vegið álag sem reiknast sem vegið meðaltal af þeim hluta lánsins sem er með veðsetningu undir 50% með 0% álag og þeim hluta sem er með veðsetningu yfir 50% með 1,10% álag fyrir óverðtryggð lán.
Jafnar greiðslur | Jafnar afborganir |
Greiðum um það bil sömu heildarupphæð í hverjum mánuði | Greiðum sömu upphæð beint á höfuðstólinn í hverjum mánuði |
Mánaðarlegar greiðslur eru lægri í upphafi | Mánaðarlegar greiðslur eru hærri í upphafi |
Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.
Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spuringum sem tengjast húsnæðislánum.