Óverð­tryggð húsnæðis­lán

Eignamyndun er yfirleitt hraðari á óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrðin er því þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum.

Næstu skref

Þú getur sótt um óverðtryggð húsnæðislán á nokkrum mínútum.

Hvernig virkar óverð­tryggt húsnæðis­lán?

 • Eignamyndun er yfirleitt hraðari á óverðtryggðum lánum vegna þess að fjármagnskostnaður er að fullu greiddur á hverjum gjalddaga.

 • Greiðslubyrði lánsins er þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum.

 • Tvær tegundir óverðtryggðra húsnæðislána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 3/5 ár lánstímans.

 • Húsnæðislán innan 70% af fasteignamati er lánað til allt að 40 ára en viðbótarlán upp að 80% af kaupverði er til allt að 25 ára.

Berðu saman vexti


Veldu um tvær tegundir óverðtryggðra húsnæðislána, annars vegar með breytilegum vöxtum þar sem vextir lánsins taka mið af vaxtatöflu bankans hverju sinni og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 3/5 ár lánstímans.

Breytilegir vextir

Fastir vextir

Greiðslubyrði breytileg í samræmi við gildandi vexti á hverjum tíma

Greiðslubyrði nokkuð stöðug

Vextir taka meðal annars mið af fjár­mögnunar­kostnaði bankans og aðstæðum á markaði

Fastir vextir gilda í 3/5 ár frá útborgunardegi láns. Eftir þann tíma ber lánið breytilega vexti skv. vaxtatöflu

Hægt er að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds

Uppgreiðslu­gjald er á lánum á meðan það ber fasta vexti

Láns­fjár­hæð


Við veitum grunnlán sem nemur allt að 70% af fasteignamati. Lántakendum stendur einnig til boða að taka viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Lágmarks fjárhæð er 1.000.000 kr. en að hámarki 60.000.000 kr. Sérstakar reglur gilda fyrir lán umfram 60 m.kr.

Vaxtagreiðslu­þak


Vaxtagreiðsluþak er þjónusta sem veitir viðskiptavinum með óverðtryggð húsnæðislán skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði vegna vaxtahækkana.

Af hverju ætti ég að sækja um vaxtagreiðsluþak?

 • Dregur úr óvissu um greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána og veitir þér öryggi.
 • Auðveldar þér að vera á óverðtryggðum lánaskilmálum þrátt fyrir hærra vaxtastig.
 • Hraðari eignamyndun samanborið við verðtryggð húsnæðislán að því gefnu að vaxtaþróun sé í samræmi við þróun verðbólgu á hverjum tíma.
 • Þú velur sjálf(ur) hvar vaxtagreiðsluþakið umfram 7,5% ársvexti liggur og getur því stillt greiðslubyrðina af miðað við þína eigin greiðslugetu.

Lánstími og kostnaður


Lánstími

Við veitum grunnlán til allt að 40 ára. Hægt er að sækja um viðbótarlán til allt að 25 ára.

Hægt er að velja á milli jafnra afborgana á höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).

Kostnaður vegna lántöku

 • Almennt lántökugjald húsnæðislána, óháð lánsfjárhæð, er 59.000 kr. Lántökugjald vegna fyrstu íbúðarkaupa er fellt niður.
 • Þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis.
 • Útgáfa á skuldabréfi.
 • Greiðslumat.
 • Veðbandayfirlit.
 • Lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.

Þú getur nálgast árlegt hlutfall kostnaðar við lántöku með því að slá forsendur inn í reiknivél húsnæðislána.

Uppgreiðsla


Hvað er uppgreiðslugjald?

Þú hefur alltaf rétt á að greiða upp lán eða að borga inn á það hvenær sem er á lánstímanum, en þú gætir þurft að greiða fyrir það svokallað uppgreiðslugjald.

Þarf ég að borga uppgreiðslugjald?

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum. Lán með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjöld á því tímabili sem vextirnir eru fastir. Uppgreiðslugjöld eru samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni.

Á þessu fastvaxtatímabili er þó hægt að greiða allt að 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á ársgrundvelli, að teknu tilliti til annarra innáborgana sl. 12 mánaða, án umframgreiðslugjalds. Þessi upphæð er undanskilin innágreiðslu vegna séreignarsparnaðar sem og afborgun lánanna. Í lok fastvaxtatímabilsins á óverðtryggðum lánum breytast þau lán yfir á breytilega vexti, sem bera þá engin uppgreiðslugjöld eftirleiðis.

Get ég sótt um húsnæðis­lán?


 • Einstaklingar sem vilja kaupa fasteign til eigin nota eða endurfjármagna núverandi lán geta sótt um húsnæðislán hjá okkur.
 • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
 • Hver umsókn um lán er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis.
 • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.

Viltu vita meira?

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.