Framkvæmdalán

Framkvæmdalán fyrirtækja eru veitt til fjármögnunar á byggingu bæði íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Þessi lán eru almennt veitt til allt að 36 mánaða, allt eftir umfangi og stærð verks hverju sinni.

Framkvæmdalán


Framkvæmdalán fyrirtækja eru veitt til fjármögnunar á byggingu bæði íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Þessi lán eru almennt veitt til allt að 36 mánaða, allt eftir umfangi og stærð verks hverju sinni. Dregið er á framkvæmdalán í áföngum, eftir framvindu verks en fyrir hvern ádrátt á framkvæmdalán er framvinda verksins metin af eftirlitsaðila. Eftir atvikum geta lóðakaup líka verið hluti af framkvæmdafjármögnun.

Hvers vegna að taka framkvæmdalán?

  • Að hafa trausta lánalínu við mikil útgjöld getur skipt sköpum

  • Framkvæmdalán eru veitt til allt að 36 mánaða

  • Framkvæmdir eru eins ólíkar og þær eru margar og því geta skilmálar framkvæmdalána verið sveigjanlegir.

  • Í ákveðnum tilvikum geta lóðakaup verið hluti af framkvæmdaláni